Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Qupperneq 7
Reyniöfjall og Vík í Mýrdal.
an Dyrhólahrepp, þá er mikið lá
við í Víkinni.
Síminn var þá ekki kominn í
sveitina, svo að kaupmenn urðu
að hafa hraðboða, þá er um skipa-
komur var að ræða, ég man enn
eftir því að bændur voru að hafa
þetta eftir einum hraðboðanum,
„sendur frá Halldóri Jónssyni í
Vík, Dúró kominn“!
Síminn kom svo 1914, og þá
var Talsímafélag Mýrdælinga
stofnað og sími lagður frá Vík og
vestur að Pétursey, fyrst í stað
var síminn á fáum bæjum, en
síðar fór þeim bændum f jölgandi,
sem fengu síma á vegum Talsíma-
félagsins, og var þá auðveldara
að ná mönnum saman, þá er á
þeim þurfti að halda í Víkinni.
Svo hófst landnám undir sjávar-
bökkunum í Vík. Fyrstir manna
til þess að byggja sér hús undir
Bökkunum voru þeir Erlendur
Björnsson smiður og Einar
Hjaltason formaður. Það var
1896, sem Erlendur settist þar að,
og Einar alveg um sömu mund-
ir, svo með árunum smáfjölgaði
þeim, sem settust að i Víkinni.
Voru þeir úti í sveit nefndir
Bakkabúar til aðgreiningar frá
fólkinu á Víkurbæjunum.
Mun fljótt hafa þótt fínna að
búa í Víkinni í „tómthúsi" held-
ur en að búa úti í sveitinni, að
VlKINGUR
minnsta kosti urðu þeir fyrstir
embættismanna í Vík, Sigurður
Eggerz sýslumaður, Stefán Gísla-
son læknir og síra Þorvarður
Þorvarðarson. Kom hann með
skipi til Víkur í Mýrdal árið
1907, austan fyrir land frá Víði-
hóli á Hólsfjöllum. Einar Hjalta-
son flutti hann í land og fylgdi
honum á fund sóknarnefndar-
formanns, sem var Gunnar öl-
afsson. Eiríkur Sverrisson barna-
kennari gerði um þetta vísu í
orðastað þeirra Einars og Gunn-
ars.
Einar:
Klerkurinn Gunnar kominn er
með konuna hérna frammi.
Gunnar:
Þótt hann langi að leigja hér,
við látum pilt að Hvammi.
Og svo fór, að síra Þorvarður
settist að í Norður Hvammi, sem
var prestsetursjörð. Bjó hann
þar í nokkur ár, en flutti svo í
Vikina. Síðan hafa þessir emb-
ættismenn setið í Vík, sýslumað-
ur, læknir og prestur. Brátt tók
að fjölga íbúum í Víkinni, og
myndaðist þar smáþorp. Þeir,
sem settust að í Vík og urðu þar
landnemar, voru aðallega bænda-
fólk úr Mýrdal, sem einhverra
orsaka vegna tók sig upp og nam
þarna land á sandinum, þó komu
menn víðar að, til dæmis undan
Eyjafjöllum og austan yfir Mýr-
dalssand. Sumir voru smiðir á
tré og járn, skósmiðir, söðlasmið-
ir, skipasmiðir og svo framvegis.
Þessir landnemar og stofnendur
Víkurkauptúns unnu allslags
vinnu, sem til féllst bæði í kaup-
túninu og svo út um sveitir, smið-
irnir unnu hjá bændunum við
húsagerð, þegar að svo bar undir.
Svo var það upp og útskipunai’-
vinna, sem allir stunduðu þá er
skip komu á Víkina, ýmist með
vörur til verzlananna eða að
sækja landbúnaðarafurðir svo
sem kjöt, gærur og ull, þá var og
sum ár fluttur út fiskur frá Vík-
urverzlununum, bæði hai’ðfiskur
og saltfiskur, sjósókn og úti*æði
var þá svo veigamikili þáttur í at-
vinnulífi Mýi’dælinga. Opinber
vinna, svo sem vegavinna, var á
þessum árum alltaf, dálítil. Veg-
urn var haldið við og við þá auk-
ið ár frá ári. Þá komu og síðar
brúargerðir og símavinna til
sögunnar. Alla þessa vinnu stund-
uðu Víkui’búar af kappi. Þeir
voru duglegir og óséi’hlífnir að
hverju sem þeir gengu. En þessi
atvinna nægði ekki til lífsfram-
færis, því var það að allmai'gir
fóru ávallt til vers á vertíðum,
sérstaklega til Vestmannaeyja,
og einnig til Reykjavíkur, bæði á
Jón Þorsteinsson, forni. í Vík í Mýrdal.
7