Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Blaðsíða 9
Vanræktur atvinn u vegur Efíii’ Böiivar Steinþórsson hri/ta. 1 dagblaðinu Vísi 12. febrúar 1953 og1 Morgunblaðinu 3. nóv- ember 1955 ritaði ég greinar, er báru sama heiti og þessi grein, „Vanræktur atvinnuvegur“, og var ég þar að ræða um ferðamál, þar sem m. a. var bent á nauð- syn þess, að vinna að skipulagn- ingu og áætlunargerð varðandi allt, sem viðkæmi því, að stuðla að auknum ferðamannastraum til landsins. Ástæðan til þess, að ég fer nú að rifja þetta upp, og ræða um þetta málefni hér í málgagni sjó- manna, Víkingnum, er fyrst og fremst runnin frá tillögu til þingsályktunar um þriggja ára áætlun um ferðamál, sem þeir Björn Jónsson, Eysteinn Jónsson, Jón Héðinsson og Steingrímur Pálsson flytja í sameinuðu Al- þingi, á þingskjali nr. 34, og einnig finnst mér, að ekki muni vera fráleitt að rifja upp fyrri hugleiðingar um þessi mál, og staldra örlítið við og hugleiða, hvar við erum á vegi stödd nú, varðandi þann atvinnuveg þjóð- arinnar, sem við um langan tíma höfðum ekki sýnt þá rækt, sem verðugt væri, eða þá tiltrú, sem sjálfsagt væri. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina aó hlutast til um, að geró veröi þriggja ára áætlun um ferðamál. Stefni áætlunin a'ö því aö margfalda feröamanna- straum til landsins á áætlunar- tímabilinu, og skapa sem traust- astan grundvöll að því, að gera tsland aö miklu ferðamanna- landi. Áætlunin miSist við, að þetta verði gert með því að bæta VÍKINGUR á skipulegan hátt öll skilyrði til að veita auknum ferðamanna- straumi alla nauðsynlega þjón- •ustu, að því að gerðar verði hvers konar hagkvæmar ráðstafanir til að opna leiðir að hinni ósnortnu náttúru landsins fyrir erlenda sem innlenda ferðamenn, og að því að byggja fjárhagslega traustar undirstöður að ferða- mannaþjíónustu, þannig að hér geti orðið um mikilvægi og hrað- vaxandi atvinnugrein og gjald- eyrisgjafa að ræða. Áætlunargerðin skal falin nefnd manna, er skipuð sé sam- kvæmt tilnefningu ferðamála- ráðs, Félags íslenzkra ferðaskrif- stofa, B únað arfé lag i íslands, Verzlunarráði fslands, Félags áhugamanna um fiskirækt, Sam- bands veitinga- og gistihúsaeig- enda, Ferðafélagi íslands og Al- þýðusambandi fslands. Formaður nefndarinnar slcipar ráðherra án tilnefningar. Stefnt skal að því, að nefndin Ijúki störfum það snemma á næsta ári, að áætlunin geti legið fyrir á því Alþingi, sem nú situr, og komið til byrjunarframfram- kvæmda þegar á næsta ári.“ Stjórn Farmanna- og fiski- mannasambands Islands hefur samþykkt, að fagna beri þessari tillögu til þingsályktunar, og í bréfi sambandsins til Alþingis er vakin athygli á, að innan sam- bandsins séu öll stéttafélög yfir- manna á farþegaskipum, og telji sambandið því ekki óeðlilegt, að FFSI fyrir hönd þessara aðild- arfélaga sinna fengi að tilnefna mann í nefnd þá, sem tillagan gerir ráð fyrir að falið verði að Böðvar Steinþórsson. gera þessa áætlunargerð. í þessu sama bréfi sambandsins til Al- þingis er þess einnig getið, að eitt aðildarfélag FFSl, Félag bryta, hafi á síðustu árum sent fulltrúa á þær ferðamálaráðstefnur, sem haldnar hafa verið á vegum ferðamálaráðs, nú síðast á s.l. vori á Hornafirði. Það er engum vafa undirorp- ið, að það er mikið hagsmunamál farmanna almennt, eða þess hluta farmanna, sem starfa á farþega- skipum, að vel sé búið að öllu því, er lýtur að ferðamálum. Verður því að telja sanngjarnt að FFSl fái tækifæri til að leggja sitt lóð á vogarskál þessara mála. Ég, er línur þessar ritar, hef um langan tíma haft mikinn á- huga á eflingu ferðamála hér á landi. Er sá áhugi sennilega jafngamall félagsmálastarfsferli mínum. I upphafi þessarar grein- ar, minnist ég á tvær blaðagrein- ar um þessi mál, sem ritaðar voru fyrir 13 og 15 árum. Þar var bent á ályktun, er 23 þing Al- þýðusambandsins, er haldið var 1952, gerði samkv. tillögu frá mér ásamt fulltrúa frá bifreiða- stjórafélaginu Hreyfli og fulltrúa 9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.