Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Blaðsíða 21
Það vita allir að landafundir íslendinga eru sannaðar og ör- uggar heimildir og að ferðir Col- umbusar voru beinar afleiðingar af þeim. Hinn kunni norski vís- indamaður Helge Ingstad, sem mest má þakka að viðurkenning hefur fengizt á fundi Leifs Ei- ríkssonar á Ameríku, hefur tvisv- ar komið til lands og flutt fyrir- lestra um hinn merkilega fund sinn á ævafornum byggðarrúst- um við ,,L’Anse aux Meadows" nyrst á Nýfundnalandi, eða Is- lendinga-tóftirnar á Bjarnareyju, og um rannsóknir á tóftunum — síðari fyrirlesturinn, nú fyrir skömmu. Þau hjón eiga bæði miklar þakkir skyldar fyrir þrotlausa baráttu þeirra fyrir að reyna að leiða í Ijós eitthvað, sem sannar ferðir Islendinga á þessum slóð- um. Ég segi íslendinga, því sannarlega voru engir aðrir Evrópumenn þarna á ferð um þetta leyti. Það var ekki fyrr en um árið 1100 að einstaka norsk skip hófu siglingar til Græn- lands. Fæst, ef þá nokkur þeirra, náðu heilu og höldnu heim aftur, en sögur okkar segja frá hræði- legum endalyktum þeirra og skip- verjanna, slíku sem íslendingar fóru heldur ekki varhluta af á sínum ferðum. Helge Ingstad gerir Islending- um mikla skömm til, hvað alla þjóðrækni snertir. Flestir höfum við sofið á verðinum, og ekkert haft okkur í frammi til að standa á rétti okkar eða til að halda á lofti siglingaafrekum forfeðra okkar. tJtyfir tekur, þegar ís- lenzkir blaðamenn og jafnvel svo- kallaðir menntamenn, virðast ekki þekkja nafnið á þjóð sinni. Kalla það allt norræna menn, þegar ekki er um aðra að ræða en íslendinga, fædda og uppalda á Islandi. Þá kalla þeir það nor- rænt, sem er sérkennilega ís- lenzkt og þar fi’am eftir götum. Þeir hefðu gott af því að kynna sér heimskringlu Snorra Sturlu- sonar. Þar er maður nefndur Hjalti Skeggjason, . kunnur ís- lenzkur höfðingi, sem bjó þar sem VÍKINGUR Henry Hálfdansson. nú er reist Búrfellsvirkjun. Hann var staddur í Noregi um líkt leyti og Leifur Eiríksson. Hjalti réðist í hina frægu för á fund Svía- konungs fyrir Ólaf konung helga, til að biðja handa honum dóttur Svíakonungs fyrir konu. Sú för þótti bráður bani hverjum sem færi, vegna fjandskapar milli konunganna. En Hjalti sagði: „Ek mun fara til konungs, ef þér viljið. Ek em ekki norrænn maðr.“ (ólafs saga helga bls. 91) Allt þetta þvaður um norræna menn í Vesturheimi, er komið frá Dönum, sem hafa gert það að þjóðaríþrótt sinni að reyna að skafa heiður af Islendingum, hafi þeir séð sér leik á borði. Nær- tækustu dæmin eru handritin og rannsóknir á byggðum og bein- um forn-íslendinga í Grænlandi. Þetta höfum við látið þá vera að ruglast með og gefa rangar og villandi niðurstöður, annaðhvort viljandi eða þá af þekkingarleysi. Helge Ingstad hefur þá afsök- un, að hann gerir ekki mun á Norðmönnum og Islendingumhér heima. Aftur töldu sögualdar Is- lendingar Norðmenn, Dani og Svía vera þeim fjarskylda út- lendinga og kölluðu þá einu nafni Austmenn, og þannig voru þeir titlaðir í íslenzkum lögum og landamæri ákveðin milli þeirra í miðju hafi. I Grænlandsátt var umráðasvæði Islendinga ótak- markað — allt til Vínlands. En það sem Helge Ingstad á engar þakkir fyrir eru hinar röngu ályktanir hans af því sem hann finnur hér. Staðhæfingar hans að Islendingatóftirnar nyrzt á Nýfundnalandi séu Leifsbúðir og að þar hafi Islendingar kallað Vínland fær á engan hátt staðizt. Sagan er öll hrópandi mótmæli gegn því, og mér skilst, eftir því sem heyrðist á ummælum hans hér heima um daginn, að hann sé farinn að sjá þetta sjálfur. En Ingstad hefur látið skrá þetta á landabréf og bækur, það á eftir að skapa mikla ringulreið og þessu verður að mótmæla kröftug- lega, sem hreinustu fjarstæðu. Það þarf mikla skammsýni til að láta sér detta í hug að íslend- ingar hefðu reist sér byggðir og bú á Nýfundnalandi án þess að kanna löndin fyrir sunnan. Sigl- ing Leifs og Karlsefnis suður á bóginn er svo nákvæmlega lýst í sögunni að engum blöðum þarf um það að fletta, hvert þeir hafi komizt. Það er bersýnilega vestan við Fundaflóann á austurströnd Bandaríkjanna. Sennilega ná- lægt Cape Cod, þar sem Kennedy- arnir búa, þetta er skaginn sem kallaður er (Promontorium Win- landiae) sem þvælist svo mjög fyrir ýmsum sagnfræðingum. Þessi skagi, Cape Cod, er líka sú furðuströnd (skrýtna strönd- in) sem sagan segir frá og sem virkar ennþá furðulega á þá sem þarna eiga leið um, ekki síður nú en hún gerði það á þá Leif Ei- riksson og Karlsefni og þeirra menn fyrir 1000 árum. Að halda að íslendingar hafi kallað nokkra km. langa og beina strandlengju á Marklandi Furðuströnd, verður maður að kalla skemmtilega vit- leysu. Hvað hefðu þeir þá átt að kalla hinn mörg hundruð km. löngu halalausu suðurströnd Is- lands? Þá er það íslenzka nafnið á Ný- fundnalandi, sem ég tel vera Bjarnarey. I sögunni er talað um eyju, sem staðsett er suður af landinu (Marklandi) , er hún köll- uð Bjarney, og sagan segir að það 21

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.