Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Qupperneq 14
SLYS ASJÓ
G. Jensson tók saman.
Tíundi hver sjómaSur á danska
verzlunarflotanum verSur árlega
fyrir slysum.
1 Danmörku voru á árinu 1967
tilkynnt 1796 slys á einstakling-
um af þeim 18.929 sjómönnum,
sem tryggðir voru. Eru þessar
tölur samkvæmt skýrslu frá
Slysatryggingastofnuninni.
Það þýðir, að tíundi hver mað-
ur varð fyrir slysum, sem til-
kynnt voru. Eru þá að sjálfsögðu
ekki talin með slys þau, er ekki
voru tilkynnt.
Kostnaður vegna slysanna.
Útlagðar greiðslur vegna slys-
anna námu á þessu ári 5,3 millj.
d. kr. (um 62 millj. ísl. kr.) Þetta
er stór upphæð, en þó ekki nema
hluti af því tjóni, sem slysin hafa
kostað þessa atvinnugrein, því
samkvæmt reynslunni kosta slysa-
tilfellin drjúgum meir en sú upp-
hæð, sem skráð er, sem beinar
slysabætur.
Hin óbeinu útgjöld í sambandi
við slysin er talið að sé ekki of-
reiknað 4 til 5 sinnum hin beinu
útgjöld. Koma þessar staðreynd-
ir fram við amerískar rannsóknir
á þessu sviði.
Það er því gild ástæða til að
ætla, að árlegur kostnaður við
einstaklings slysatilfellin megi
reikna samanlagt um 25 til 30
milljónir danskar krónur á verzl-
unarflotanum.
Þessa verulegu upphæð er
skráð, sem beinn kostnaður út-
gerðarfélaganna, bæði sem ið-
gjöld til tryggingarfélaganna
(bein útgjöld), og útgjöld, sem
færast á fjölda aðra kostnaðar-
liði, og sem oft er mjög erfitt eða
illmögulegt að sundurliða og
greina nema við sérstaka rann-
sókn, (hin óbeinu útgjöld).
Hina óbeinu kostnaðarliði er
víða að finna. T.d. tafir í sam-
bandi við slysatilfelli. Tími og
kostnaður við að rannsaka slys.
Útvegun afleysingarmanns og
stundum þjálfun hans.
Töf í ferðaáætlun skipsins, —
lengri dvöl í höfn. Ósjaldan tjón
á vélum, verkfærum, útbúnaði
o.þ.u.l., skemmt eða eyðilagt við
slysið.
Væru allir þeir kostnaðarliðir
til tíndir gefur auga leið að ó-
beini kostnaðurinn getur orðið
hár.
,,Kostnaður“ einstaklingsins.
Slys einstaklings endar oft með
dauða eða örorku, eftir langvar-
andi og þjáningarfulla sjúkrahús-
vist.
Þau valda ómældu andstreymi
og hafa iðulega í för með sér
miklar breytingar í lífi hins slas-
aða og fjölskyldu hans.
Þennan „slysakostnaö“ er vissu-
lega erfitt að gera upp eftir auð-
veldum og viðurkenndum mæli-
kvarða sem metinn verður til
fjár. Þessvegna sézt oft meira og
minna yfir þennan lið, — en hon-
um verður þó aldrei að öllu
gleymt.
Hversvegna hin tíðu slys?
Hverjar eru orsakirnar til
hinna tíðu slysa meðal sjómanna?
Álit sannnorrænnar rannsóknar-
nefndar frá 1962, „Slys á sjó,“
sem tók til meðferðar hinar helztu
orsakir slysa, gefur mikilsverðar
upplýsingar þar að lútandi. Þær
leiddu í ljós að það eru ekki lög,
reglugerðir, aðvaranir hengdar
upp um borð í skipum, eða dreifi-
bréf, sem á skortir. Heldur ekki
hvað snertir hverskonar útbún-
að í skipum til að fyrirbyggja
slysin, en á því sviði hefur margt
verið gert og sífellt verið að
endurbæta.
Hlutdeild miannsins sjálfs er
oftast slysaorsökin.
Þannig lítur dæmið yfirleitt út,
þegar litið er á tilfellin í heild, í
hlutfalli við tækni- og öryggisút-
búnað.
Samkvæmt slysarannsóknum
eru 3 tilfelli af 4 mannlegar yfir-
sjónir.
Líkamleg og andleg þreyta,
vinnutregða, skortur á þjálfun,
upplýsingum og skipulagi vinn-
Gætið' varúðar, þegar kveikt er undir olíu-
kyntum katli, eldblossanum getur slegið út
og skaðbrennt andlit og sviðið hár.
VÍKINGUR
14