Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Qupperneq 29
Uppskipun úr togara í Hafnarfirði fyrr á tímum.
Ljósm. Guðbjartur Áegeirsson.
iri. S'
Islenzku Sjómælingarnar eiga
á að skipa úrvals starfsliði, sem
hefur látið margt gott af sér
kveða á þessu sviði undanfarin
ár. Þó eru siglingakort yfir Isa-
fj&rðardjúp og Húnaflóa svo ein-
hver séu nefnd komin nokkuð til
ára sinna. Kortin hafa jú verið
endurprentuð hjá sjómælingun-
um að einhverju leyti í kringum
1960. Sannleikurinn er sá, að í
miklum N og NA sjóum eru ólög-
in svo mikil við Óðinsboðasvæðið
og grynningunum inn með Horn-
ströndum að manni er til efs að
þær dýpistölur, sem gefnar eru í
korti yfir þetta svæði geti stað-
ízt. Þá tel ég nauðsynlegt að fá
gleggra kort yfir Isafjarðardjúp,
og hefði slíkt kort vafalaust kom-
ið sér vel í hamförunum miklu í
fyrra. Mér hefur skilist, að að-
staða sjómælingamanna hafi
versnað að mun og engar stór-
framkvæmdir hafi átt sér stað
eftir missi mælingabátsins Týs.
Má það furðulegt teljast, þar sem
forstjóri Landhelgisgæzlunnar er
yfirmaður sjómælinganna og hef-
ur yfir miklum og góðum skipa-
kosti að ráða. Nýlega las ég í
blöðum, þar sem auglýst var eftir
kauptilboðum í varðskipið Maríu
Júlíu, mér kemur því til hugar,
hvort þar sé ekki einmitt rétta
skipið fyrir okkar ágætu sjómæl-
ingamenn þar sem stóru varð-
skipin hafa í öðru að snúast.
IV.
I fjárlagaræðu sinni fyrir árið
1969 gat háttvirtur fjármálaráð-
herra þess að mikill sparnaður
hefði átt sér stað hj á Landhelgis-
gæzlunni, og yrði ekki allt fé frá
síðustu fjárveitingu henni til
handa notað. Mitt álit er, að
sparnaður Landhelgisgæzlunnar
hafi verið á kostnað öryggis sjó-
farenda við Island. Þrjú varð-
skip hafa verið gerð út á þessu
ári, og þegar hið nýja varðskip
v/s Ægir kom til landsins, var v/s
Þór lagt og liggur enn við
bryggju. I sumar var sú ný-
breytni hjá Landhelgisgæzlunni,
að v/s Óðinn var sendur á síldar-
miðin og ber að fagna þeirri
þjónustu. Meðan v/s Óðinn var
á síldarmiðunum, voru aðeins tvö
varðskip til aðstoðar og eftirlits
við strendur landsins eða v/s
Ægir og v/s Albert. Venjulega
eru varðskipin í R.víkurhöfn á
14 daga fresti og stoppa í 3—4
sólarhringa, en það þýðir, að að-
eins eitt varðskip er á gæzlusigl-
ingu 10 til 14 daga mánaðarins
yfir þetta tímabil sem v/s Óðinn
var frá. Þetta er að vísu yfir
sumartímabíl og kom ekki að sök,
ef frá er talin óvenju löng bið á
'komu varðskipsins, þegar togar-
inn Surprise strandaði. Að dæma
eftir viðtölum við forstjóra Land-
helgisgæzlunnar í blöðum og út-
varpi hyggst hann leggja varð-
skipinu Albert, en gera út v/s
Ægir, Óðinn og Þór að einhverju
leyti en þó ekki allt árið. Hann
hefur mikinn áhuga á tveim
gömlum Grumman flugbátum,
sem eiga að létta undir með varð-
skipunum. Ég held, að forstjóri
Landhelgisgæzlunnar hafi gleymt
orðinu björgunar, — en muni að-
eins varðskip.
Áætlað er að veita Landhelgis-
gæzlunni aukafjárveitingu til að
styrkja varðskipin Óðinn og Ægi
sérstaklega fyrir íssiglingar.
Margar (gagnlegar?) breytingar
hafa átt sér stað á varðskipum
vorum, nýjum og gömlum, en
aukaútgjöld vegna ísstyrkingar á
varðskipi sem er í smíðum þegar
ísinn er hvað mestur hér við land
segir sína sögu.
Og nú er fullveldi Islands 50
ára, öllum íslenzkum landhelgis-
brjótum gefnar upp sakir, og
skrípaleikurinn hefst á ný. Þeir
eru ekki öfundsverðir yfirmenn-
irnir á varðskipunum þar sem
þeir standa á þilfari lögbrjóts í
annað eða þriðja sinn í sömu
veiðiferð bátsins með fiskimenn-
ina allt í kringum sig skellihlæj-
andi vísvitandi að þetta séu ólög,
sem þeir reyna að halda. Hér
verður tafarlaust að marka nýja
stefnu í þessum málum. Ef ekki,
þá er mér spurn: Hvers konar
þjóðfélag er þetta?
v/s Árvakri 1. des. ’68.
Guðm. HallvarSsson,
stýrimaður.
ák ák
Bindindisfrömuðurinn endaði af-
drifaríka ræðu á þessa leið: „Og
þegar ég sé ungan mann koma út
af veitingakrá, hrópa ég til hans:
Ungi maður, þú ert á vitlausri leið.
Snúðu við!“
VÍKINGUR
29