Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Blaðsíða 19
eld á réttan hátt, og fylg'ja leiðar- vísum nákvæmlega. Hleypið út gaslofti, sem kann að hafa myndast eftir að fyrri eldur var slökktur og hafið olíu- ventlana lokaða á meðan — olían á brennarana má ekki undir neinum kringumstæðum renna á brennarana fyrr en blysið er komið á sinn stað til kveikingar. Hafið nákvæmar gætur á, að kviknað hafi áður en blysið er tekið út. Ef loginn er óeðlilegur; blakt- ir eða slæst til baka, verður að stilla olíugjöfina.Gleymið ekki að slökkva á blysinu. Slökkni eldur- inn, er sama aðferð endurtekin við að kveikja hann á ný. Enginn skyldi vinna uppi í mastri við málningu, eða annað, nema að kunna skil á því hvernig festa skal blökkinni í masturs- toppinn og ganga úr skugga um að tógið, sem fest er í bátsmanns- stólinn sé nógu haldgott, en við hann er fest þeim verkfærum, er nota skal. Sé flagglínan nógu sterk, má nota hana í málningardolluna. Það er viðtekin venja að alltaf sé maður á dekkinu til aðstoðar við mastursvinnu. Standið aldrei undir þeim, sem vinna uppi. Notið öryggiskrók þegar þið festið stólinn við stigaþrep við málningu mastursins o.þ.h., en ekki kjötkrókinn frá brytanum! í skammdeginu — Framh. aí bls. 8 Það er nauðsynlegt, að gerð verði tilraun í þessa átt til að ná nánara sambandi við sjómenn og aðra les- endur blaðsins, um hugðarefni sjó- mannsins. Nú hefur harðnað á daln- um hjá sjómannastéttinni, allir samningar hafa verið gerðir óstarf- hæfir og jafnvel ógildir, með að- gerðum ríkisvaldsins, og sjómenn standa á tímamótum í kaupgjalds- málum sínum, þar sem þeir standa nú í vörn gegn öllu ríkisvaldinu, sem gengið hefur á sveif atvinnu- rekendanna. Oft er þörf, en nú er VlKINGUR nauðsyn að standa saman, sem ein heild í vörninni. Of oft hefur sjómannastéttin gengið sundruð til samningaborðs- ins, og því hefur farið sem komið er nú, að allur réttur er tekinn af sjó- mönnum til að rétta uppgjör, sam- kvæmt samningum, en þeir hlunn- færðir af ríkisvaldinu með röngum og ósanngjörnum aðgerðum. En stundum hafa sjómenn staðið dyggilega saman, samanber heim- siglingu síldarflotans hér um árið, þá sýndu sjómenn mátt sinn og sam- tök. Vonandi að svo verði nú, að þið standið vel og dyggilega saman um málefni ykkar, en þó heiðarlega, þá mun vel fara. Ef til vill er kominn tími til rót- tækra breytinga á skiptakjörum sjó- manna, og er það ekkert fráleit hugsun, en tíminn, sem um er að ræða nú, finnst mér heldur stuttur og óviðkunnanlegur, og bera keim af kúgunartímabili, er því aðgætni nauðsynleg af hendi sjómanna. Einnig væri löggjafanum hollt, að skoða hug sinn betur, í aðgerðum gegn sjómannastéttinni, því stéttin er ekki mannmörg, og íslenzkir fiskimenn eru áreiðanlega eftirsótt- ir af öðrum þjóðum, svo að það væri ekki fráleit hugsun að íslenzkir sjómenn litu til annarra landa, með búsetu fyrir augum í stórum stíl, ef að þeim yrði þrengt, eins og nú horfir. Það þyrfti ekki nema nokkur hundruð dugmikilla sjómanna að hverfa af landi burt, til þess að fisk- veiðar stöðvuðust í stórum stíl. Forði okkur allar vættir frá slíku, og því er það ekki síður þess vegna sem og velferð sjómannanna sjálfra, að sjómönnum er nauðsynlegt nú, að standa saman í lífsbaráttu sinni, það er einnig þjóðarnauðsyn, að vel takist í þessari lotu. Heill og hamingja fylgi íslenzkri sjómannastétt á nýbyrjuðu ári. Sturla Halldórsson. Það var í spurningunum hjá prest- inum. Hann kom inn á efnið: Hversu Guð er góður, og bað Siggu um að til- færa einhverja ritningargrein þar að lútandi. Telpan var lengi hugsi, en svaraði því næst: „Hann lætur sólina skína jafnt á rangláta sem réttláta". „Alveg rétt“, sagði prestur, „en kanntu nokkuð um regnið?" „Já, þegar rignir á prestinn, drýpur á meðhjálparann!" ENGIN KEÐJA ER STERKARI EN VEIKASTI HLEKKURINN TRYGGING NAUÐSYN ALMENNAR TRYGGSNGARf PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMI 17700 19

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.