Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Blaðsíða 26
Bátar og formenn í Vestmannaeyjum Bjarni Eyjólfsson. „Þór“ 10,00 tonn. SmíSaður í Danmörku 1911. Ásbjörn Þórðarson. „Sæbjörg" 13,10 tonn. Smíðuð í Reykjavík 1916. Einar Torfason. „Heimaklettur." Smíðaður í Svíþjóð. Bjarni Eyjólfsson, Austurvegi 16, Vestmannaeyjum er fæddur 2. nóvember 1904 að Skipagerði á Stokkseyri. Foreldrar: Eyjólf- ur Bjarnason frá Símonarhúsum á Stokkseyri og Guðný Guð- mundsdóttir, snikkara frá Star- dal á Stokkseyri. Bjarni flytur til Vestmanna- eyja 1924, þá búinn að vera á ýmsum farkostum, á áraskipi í Þorlákshöfn og Grindavík hjá Gísla Gíslasyni silfursmið, mótor- bátum frá Stokkseyri og togaran- um Otri frá Reykjavík, er síðan á ýmsum bátum frá Eyjum: „Lag- arfossi" og Heimaey með Valdi- mar Bjarnasyni, „Hansínu" með Eyjólfi Gíslasyni, „Maggý“ með Guðna Grímssyni. Bjarni byrjar formennsku árið 1938 með v/bÞórogáriðeftirmeð Framh. fi bls. 44 26 Ásbjörn Þórðarson, Sólheima- tungu, er fæddur að Sléttabóli á Síðu, V.-Skaft. 14. des. 1899. For- eldrar Þórður Magnússon og kona hans Eygerður Magnúsdóttir. — 1912 fluttu foreldrar hans að Neðridal í Mýrdai og hjá þeim ólst hann upp. 1918 fluttist Ás- björn alfarið til Eyja og hefir átt heima þar síðan alla tíð. Hann byrjaði sjómennsku með Þorsteini í Laufási á „Unni.“ 1926 tók hann sér formennsku á „Magnúsi" og er með hann í 3 vertíðir. Eftir það var hann með „Sæbjörgu," „Auði“ og Happasæl.“ Einnig var hann formaður fyrir Austfjörð- um mörg úthöld. Þegar bátarnir stækkuðu varð hann stýrimaður á þeim allt til 1952, en þá hætti hann sjómennsku. Hafði hann þá verið á sætrjánum í 34 ár, sem Framh. á bls. 44 Einar Torfason, Áshól, er fæddur að Víðidal í Vestmanna- eyjum þ. 22. apríl 1923. Foreldrar Torfi Einarsson, formaður og kona hans Katrín Ólafsdóttir. — Einar byrjaði sjómennsku á m.b. „Happasæl" 1938 með Guðjóni Jónssyni í Hlíðardal. Var síðar á Ársæli með Karli Ó. Guð- mundssyni í Viðey og svo á tog- aranum Hilmi og b.v. Helgafelli. Fór síðan í Stýrimannaskóla Reykjavíkur haustið 1943 og lauk meira stýrimannaprófi vorið 1944. Eftir það er hann stýrimaður á „Heimakletti“ og tók við for- mennsku á honum um vorið. Stýrimaður sama ár fór hann aft- ur á togara. Stýrimaður á b.v. Bjarnarey, þegar hún kom til landsins og síðar skipstjóri á sama skipi í nokkra mánuði á ár- Framli. á hls. 44 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.