Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Blaðsíða 40
Samningánefnd yfirmanna í kjaradeilunni. Frá vinstri: Eiríkur Jónsson, Björn Bjarnason, Jón Gíslason, Arthúr
Sigurbergsson, Björn Ó. Þorfinnsson, Árni Gíslason, Orn Steinsson, Ingólfur Stefánsson. — Standandi frá v.:
Svanberg Magnússon, Jón S. Pétursson, Einar Ásgeirsson, Karl Sigurbergsson. Á myndina vantar Ingólf Ingólfs-
son vélstjóra, fulltrúa frá Hafþór, Akranesi, Veröanda Vestm.eyjum og Skipstjórafélagi Norðlendinga.
Sannleikurinn í bdtadeilunni —
Framh. af bls. 3
tryggingu myndu skipstjórar
fara sér hægar í allri sókn. Vest-
firðingarnir sýna okkur allt ann-
að.
,,Útgerðin á heljarþröm“ heyr-
ast líka rökin. „Hvernig á a'ö
greiða slíkar upphæðir þegar
ekkert fiskast?“
Svarið við þessu er ákaflega
einfalt. Hagfræðigrundvöllur
landsins er rangur. Það er stað-
reynd, að þjóðin lifir á fiskveið-
um, þar getur ekki verið um neitt
tap að ræða, heldur misgóð út-
koma, að öðrum kosti myndum
við ekki lifa.
Allur efnahagsreikningur okk-
ar byrjar ofan frá og niður eftir.
Því er það, að við fáum út tap
á undirstöðuatvinnuvegunum og
alla erfiðleika í rekstri útgerðar.
Allir aðrir eiga fyrst að fá sitt,
útgerðarmenn og sjómenn síðan
sleikjuna. Ef reikningsaðferðinni
verður snúið við og reiknað neð-
an frá og upp, myndi dæmið líta
öðruvísi út. Þá myndu útgerð og
sjómenn alltaf fá fyrir sitt eftir
aflamagni og verðlagi og aðrir í
þjóðfélaginu hreyfast til með
40
þeim hreyfingum — upp eða nið-
ur.
Sjálfsagt er langt í land til að
koma þessu í þennan eðlilega far-
veg. Hagsmunaklikan á landi með
völdin sín megin er of sterk til
að noklcurs árangurs sé aðvænta.
Greinilegasta dæmið um sönn-
un þessa, voru ráðstafanir ríkis-
stjárnarinnar gagnvart sjávar-
útveginum með síðustu gengis-
fellingu, sem eins og endra nær
var talin gerð fyrir sjávarútveg-
inn.
Gengisfelling er þó ekkert úr-
ræði til styrktar sjávarútvegi.
Það hafa fyrri gengisfellingar
þráfaldlega. sýnt, enda byggist
okkar sjávarútvegur á of miklu
erlendu fjármagni og rekstrar-
vöru til að það standist.
Viðbrögðin eftir gengisfelling-
una til bjargar sjávarútveginum
urðu lika þau, að laun sjómanns-
ins voru stórlega skert og flutt
yfir til útgerðar, svo tryggja
mætti reksturinn.
Eftir skýringar Jónasar Har-
alds, aðalefnahagsmálaráðunauts
rikisstjórnarinnar, hika ég eklci
við að fidlyrða, að kjaraskerðing
sjómanna var ákveðin minnst
27c/o miðað við landanir innan-
lands.
Jónas hefur skýrt frá því, að
árleg hækkun fiskverðs miðist
eingöngu við hækkanir kaup-
gjalds í landinu almennt á und-
angengnu ári.
8 % hækkun fiskverðs nú er því
til samræmis við þær hækkanir
á almennu lcaupgjaldi innan lands
á síðasta ári og kemur því aðeins
fram , að sjómaðurinn nái að
veiða fyrir hlut. Kjaraskerðingin
er því augljós 27c/o. Til viðhótar
þessu fær sjómaðurinn sömu
skerðingu á kjörum og landmað-
urinn, sem mun ekki vera undir
15% eða kjaraskerðingu samtals
Í2%.
Getur nokkur sanngjarn mað-
ur mælt með því, að sjómaðurinn
einn allra launastétta skyldi
neyddur til að taka á sig svona
mikla kjaraskerðingu ofan á hinn
rýra afla síðasta árs?
Ég þelcki sjómennina það vel,
að ég veit, að þeir myndu eklci
færast undan að bera byrðir til
jafns við aðra þegna þjóðfélags-
ins, en að taka slíkri fruntagjöf
sem 27% voru, gat enginn maður
VÍKINGUR