Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Blaðsíða 6
ÞORP Á SVÖRTUM SAMM r ' ; ' —" ' ' “ \ Eftir Gunnar Mugnússon frá Regnisdal. Austan undir Reynisfjalli er vík inn í ströndina, hömrum girt að vestan og austan. Til norðurs er lítið daladrag á milli Reynis- fjalls og Arnarstakksheiðar, þar er grösugt og búsældarlegt, en til suðurs er hið síkvika haf, At- lantshafið í sínu almætti. Þetta er Vík í Mýrdal. I Víkinni voru frá fornu tveir bæir, bændabýlin Norður Vík og Suður Vík, voru þær jarðir góðar til búsetu og mörg hlunnindi, svo sem útræði, trjáreki, og fugla- tekja. Voru Víkurbændur allvel settir með bjargræðisvegi alla tíð, miðað við Skaftfellinga al- mennt á fyrri öldum. Þá er fjórðungslæknisembætt- ið fyrir suðurland var stofnað í byrjun 19. aldar, sat læknirinn Sveinn Pálsson náttúrufræðing- ur að Suður Vík. Þangað var hans vitjað að austan og vestan úr sýslum og öll vatnsföll trylltar óhemjur yfir að fara, svo sem Grímur Tomsen lýsir í kvæðinu: „Sveinn Pálsson og Kópur", sem gefur góða hugmynd um raun- veruleikan, sem við var að etja. Undirlendi var ekkert fyrr meir meðfram Reynisfjalli og Víkur- hömrum, hafaldan skolaði við rætur fjallanna, sem voru víðast standbjörg í sjá fram. Kötlu- »----------------------------a hefðu haft á mig þá mundi ég svara: „Tvímælalaust góð“. Ég var þarna í hörðum skóla lífs- ins, og þá lærir maður mest af öruggustu viðfangsefnunum, — hvort sem þau teljast til happa eða óhappa, og þá helzt það, sem ekki er hægt að fá með þrásetu á skólabekknum, sem þó verður að teljast nauðsynlegur undir- búningur, en ekki lokatakmark. hlaup hið mikla 1660 breytti þessu. Þá barst sandur og vikur vestur með öllum Fagradals- hömrum og Víkurhömrum, allt vestur að Reynisfjalli, og ávallt síðan hefur sandurinn verið að berast vestur á bóginn og undir- lendið að stækka. Vegurinn, þjóð- leiðin, sem áður lá um Arnar- stakksheiði og Heiðardal, fluttist nú fram með Víkurhömrum og hefur verið þar síðan, sem sagt, það eru um þrjú hundruð ár síð- an að sandur tók að safnast vest- ur með hömrunum og undirlendi tók að myndast í Víkinni. Um 1880 bjuggu á Víkurjörð- unum bændur tveir, sem áttu eft- ir að hafa gagngerð áhrif á hagi Skaftfellinga.. Það voru þeir Þorsteinn Jónsson í Norður Vík og Halldór Jónsson í Suður Vík, báðir voru þeir formenn á bátum sínum sem voru áttæringar og hétu „Elliði“ og „Sumarliði“. Þá var útræði miklu betra í Víkinni, en síðar varð, það gerði „Bás- inn‘, var hann smávík út með Reynisfjalli, sem sandur safnað- ist stundum í. Þar í „Básnum“ voru Víkur bændur með báta sína þá er aðstæður leyfðu, var þá sótt- ur sjórinn af kappi og fengust sum ár ágætir hlutir. Ég hef séð í gamalli aflaskrá, sem Halldór í Suður Vík hélt, að eina vertíð- ina varð hlutur hjá honum á Sumarliða á áttunda hundrað fiska. En svo fór aflinn minnk- andi með sandinum eftir að tog- urum tók að fjölga mjög uppúr aldamótunum. Eg held, að það hafi verið árið 1884 sem Halldór í Suður Vík fékk fyrst vörur til Víkur og byrjaði að verzla, fyrst í stað var þessi verzlun í frekar smáum stíl, en um 1890 er Halldór orðinn kaupmaður í Víkinni, svo að um munar, fór hann þá jafnframt að kaupa vörur bænda og gera þær að útflutningsvöru, gekk þessi verzlun vel og tóku fleiri að verzla í Víkinni. Þar á meðal Þorsteinn hreppstjóri í Norður Vík, en verzlun hans var í smá- um stíl á móts við Halldór. Svo var það Brydesverzlun, sem um alllangt árabil starfaði í Víkinni, Bryde var danskur selstöðukaup- maður og rak verzlun á fleiri stöðum hérlendis, þar á meðal í Vestmannaeyjum. Gunnar Ólafs- son frá Sumarliðabæ veitti Bry- desverzlun forstöðu um margra ára skeið, varð hann ástsæll af Skaftfellingum, og kusu þeir hann á Alþing 1908 eftir mjög sögulega og harða kosningabar- áttu. Gunnar fluttist svo til Vest- mannaeyja og gerðist þar stór at- hafnamaður á sviði verzlunar og útgerðar. Hélt hann æ síðan órofa tryggð við Skaftfellinga meðan að líf entist. Kaupfélag Skaftfellinga var svo stofnað af bændunum árið 1906 eftir áður misheppnaðar tilraunir þeirra með verzlunarreksturinn. Þá er verzlun hófst í Vík 1 Mýr- dal var þar ekkert annað fólk en bændurnir á Víkurjörðunum og þeirra skyldulið. En straks þurfti á verkamönnum að halda til ým- issa starfa, og þá fyrst og fremst að koma vörunum í land og úr landi. Þá varð að leita til bænd- anna úti í sveitinni. Reynishverf- ingar voru næstir, og þá bænd- urnir austan heiðar í Fagradal og Kerlingardal auk Bólstaðar og Höfðabrekku. Þá voru það þeir, sem bjuggu uppi á bæjum. Þeir voru kallaðir af hraðboða Hall- dórs, og ennfremur varð að sækj- ast eftir mönnum vestur um all- e VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.