Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Qupperneq 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1969, Qupperneq 13
Hér gefur að líta gamla mynd af skipaviðgerðuni Islendinga. Ef ríkt liefði trú og skiln- ingur á þessari iðngrein, væri ekki um atvinnuleysi að ræða liér í dag. Ljósm. Guðbjartur Ásgeirsson. ur farmannadeildar í Rvk.). Sv. kr. 114,00 fyrir að hafa lokið fyrsta hluta stýrimannaprófs (1. bekkur farm. í Rvk.). Eftirvinna reiknast þannig, að lægri taxti finnst með því að deila með 150 í kaupið ásamt öllum aukagreiðslum viðbættum, og hærri taxtinn er tvöfaldur lægri taxtinn. 8% aukagreiðsla er á tankskipum og 16% greiðist á allt kaup eftir 4 mánaða starf utan heimalandsins. Tillegg sv. kr. 110,00 og 120,00 á mánuði í sigl- ingum til U.S.A. Tveggja vakta skipin eru reikn- uð út eins og hin dönsku tveggja vakta skip. Þó má geta þess, að vegna hárra skatta taka margir heldur frídaga (vetrarfrídaga)og fá þá greiddar sv. kr. 14,00 á dag í fæðispeninga. (42^/2 klst. gefur 7 fæðisdagagr.) Hvort tveggja er heimilt fyrir þá tíma, sem staðn- ir eru á sjó umfram 8 tímana. Flest skipafélög leyfa eiginkonu og börnum yfirmanna að dvelja um borð hluta úr árinu. Félag það, sem ég var seinast hjá, leyfði t. d. eiginkonu og barni eina 5 vikna hringferð og síðan tvisvar ferðalag á sænsku ströndinni, ca. 10 daga í hvort sinn, og að sjálf- sögðu eru öll þessi ferðalög ó- keypis. Hlunnindi á dönskum skipum. Flest dönsk skipafélög leyfa yfirmönnum að hafa konur og börn með sér um takmarkaðan tíma. Til dæmis A.P. Möller, en fyrir þá starfaði ég í eitt ár, leyfa að hafa konu og börn með sér í 3—5 mánuði á hverju ári, án endurgjalds. Auk þess greiðirfé- lagið allan ferðakostnað þeirra til og frá skipunum, allt að d. kr. 4.500,00 (ísl. kr. 53.100,00) á ári. Matsveinn og rafvirki, þótt próflausir séu, teljast til yfir- manna og njóta þar með þessara hlunnindi. Sama er að segja um próflausa aðstoðarvélstjóra. Smáskipafélag danskt, sem ég starfaði fyrir, veitti yfirmönnum þessi hlunnindi í allt að 2 mánuði á ári, og lengur þeim sem starf- að höfðu lengi hjá félaginu. Var VÍKINGUR þetta þeim að kostnaðarlausu, nema ferðir að og frá skipi greiddu yfirmenn sjálfir. Á aila eftirvinnu og auka- greiðslur greiða Danir or- lof þegar menn fara í frí. Vélstjórar geta spáð í laun sín eftir þessum tölum, og mun þeim í flestum tilfellum óhætt að bæta nokkru við. Sífellt er verið að bæta við ýmsum tækjum í kjall- arann hjá þeim, og fæða sum þeirra jafnan af sér einhvern bitling þeim til handa. Nú læt ég útrætt um þessi mál, en vænti þess, að við samanburð á kjörum sínum og stéttarbræðra sinna á Norðurlöndum, sjái þeir sem heima sigla, hvernig störf þeirra eru metin til launa og hlunninda. Nú mun ýmsum detta í hug, að farmenn Svía og Dana séu hátt launaðir, miðað við þá sem í landi starfa. Því miður er fjarri því að svo sé. Enda hefur þar verið mik- ill skortur á yfirmönnum í lang- an tíma og er enn, sérstaklega hjá Dönum. Og litlar líkur eru á að úr rætist á næstunni. Svíar hafa tiltölulega lítið af erlendum yfirmönnum, og er ástæðan sú, að skipum þeirra fækkar árlega um 30—50 skip, enda þótt rúmlesta- tala kaupskipaflotans hækki lítil- lega ár frá ári. En það kemur til af því, að Svíar endurnýja nú flota sinn yfirleitt með stærri skipum en áður. Sigurbjöm Guömundsson. & £ Auglýsing í Kúbudagblaði: „íbúð til leigu fyrir kommúnista. Aðeins steinsnar frá ameríska sendi- ráðinu.“ * Það var á sjóstangaveiðunum í fyrra. Ein frúin setti í og dró boltaþorsk. Hún fékk mikið hrós fyrir og sagði í gleði sinni: „Já, hugsið ykkur bara, þetta er nú minn stærsti happadrátt- ur frá því ég fékk hann Rögnvald minn“. * Hún, á matsölustað: Anton, óttalega er maturinn, sem við fáum hérna illa tilbúinn. Hann: Ójá, og við, sem fór- um hingað til tilbreytingar! 13

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.