Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 2
r RÆÐA FORSETA ISLANDS Á TUTTUGU OG FIMM ÁRA LÝÐVELDISHÁTÍÐ V __________________________________J Góðir íslendingar. Á ÞESSARI morgunstundu, á aldarfjórðungsafmæli hins íslenzka lýðveldis, hefur sveigur verið lagður að styttu Jóns Sigurðssonar. Með þeirri táknrænu athöfn vilja íslend- ingar ár hvert minna sjálfa sig á líf og starf þess manns, sem lengst og bezt vann fyrir þann málstað, að þjóðin mætti byggja þetta land frjáls, helga því krafta sína alhugað og njóta gæða þess. Á þessu ári eru níu tugir ára síðan Jón Sigurðsson andaðist, en á minningu hans í sögu íslenzku þjóðarinnar hefur engum fölskva slegið. Vér höfum gert fæð- ingardag hans að þjóðhátíðardegi, og í góðrar minningar skyni var því svo hagað, að hið íslenzka lýðveldi var stofnað á afmælisdegi hans fyr- ir 25 árum. Það táknaði meðal ann- ars, að sigurinn var ekki aðeins sig- ur þeirra, sem þá voru ofar moldu, heldur einnig hinna, sem horfnir voru af sviðinu. Enn einu sinni er 17. júní runninn upp, og vér höldum þjóðhátíð, að þessu sinni á merkisafmæli, sem svo er kallað samkvæmt venju, sem vel má í heiðri hafa. Fyrir skömmu minntumst vér hálfrar aldar afmæl- is fullveldisins. Þessir tveir atburð- ir eru rammlega saman tengdir, 1. desember 1918 fól í sér fyrirheit um 17. júní 1944. Innan skamms munu þjóðir heims minnast þess, að liðinn verður aldarfjórðungur, síðan lauk hinni miklu heimsstyrjöld. Svo litlu munaði, að saman færu fagnaðar- tíðindi heimsins alls og sá fegins- dagur, sem íslenzka þjóðin hafði lengi þráð sér til handa. Sagan hef- ur hagað því þannig, að íslenzka lýðveldið óx úr grasi og komst á legg við þau skilyrði til góðs og ills, sem ríkt hafa í heimi eftirstríðsár- anna. Þessi fyrstu spor þess munu af seinni tima mönnum vera metin og skýrð í ljósi þessara uppvaxtar- skilyrða, í ljósi tæknibyltingar og stj órnmálaþróunar í heiminum. Upp- gangurinn er ekki hvað sízt afleið- ing af almennum vísinda- og tækni- framförum, vonbrigði skýrast af þeirri sáru tilfinningu, að ekki hafi tekizt að tryggja frið og farsæld í heiminum á þeim tíma sem liðinn er frá stríðslokum. Loft er enn mjög lævi blandið, og þess kennir alls staðar, einnig hér hjá oss. Þótt vér búum langt frá öðrum þjóðum, er- um vér daglega á það minnt, að ör- lög vor eru samtvinnuð örlögum annarra landa og þjóða, annarra manna, sem þennan heim byggja. Þrátt fyrir það berum vér þó sjálfir ábyrgð á sjálfum oss. ís- lenzka lýðveldið og framtíð þess er í vorum höndum. Einhuga stofnaði þjóðin lýðveldi sit.t, eins og hún hafði ætlað sér, þegar fylling tím- ans kæmi. Og einhuga er hún enn um það sem máli skiptir að minnast sérstaklega í dag. Hún er enn ein- huga um að lýðveldisstofnunin var hin rétta leið, einhuga um það, það var sögulegt hlutverk þeirrar kyn- slóðar, sem lýðveldið stofnaði, að gera það, og einhuga um að það sé á sama hátt sögulegt hlutverk vort nú að standa við það sem þá var gert og lengi hafði verið að stefnt. Það er hlutverk íslendinga að byggja þetta land sem sérstök þjóð, sjálf- stæð stjórnmálalega, efnalega og andlega, þjóð með heilbrigða vitund um sjálfa sig. Sitthvað bendir til þess, að smáþjóðirnar í heiminum verði að hafa á sér allan vara í þeim heimi, sem nú virðist hilla undir. Það er taiað um stærri heildir á ýmsum sviðum og sá tími kann að vera í nánd, að farið verði að líta á smáþjóðir sem vandræðabörn, í rik- ari mæli en áður hefur verið. Slíkt færir nýjan vanda að höndum. ís- lenzka þjóðin vill og hlýtur að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi, ekki get- ur hún hokrað ein að sínu eins og hún væri ein í heiminum. En hér getur orðið þröngt sund að þræða, þar sem á aðra hönd blasir við þörf- in á að taka þátt í samstarfi þjóða, en hins vegar sú nauðsyn að glata ekki sjálfleik sínum sem sérstakrar vitsvitandi einingar að þjóðerni, menningu og sjálfstæði, eða með öðrum orðum því sem er rót þess og hvöt, að vér stofnuðum lýðveldi á íslandi fyrir 25 árum. Þegar á allt er litið er þetta víst ekki annað en það sem oft er kallað ævarandi sjálfstæðisbarátta lítillar þjóðar. En þá er að horfast í augu við hana og láta engan bilbug á sér finna. Mikið hefur verið talað um erfið- leika hér á landi upp á síðkastið og ekki að ástæðulausu. Tuttugasta og fimmta ár lýðveldisins hefur verið mörgum íslendingi áhyggjusamt, og ef til vill setur það að einhverju leyti svip sinn á þennan hátíðisdag að svo skyldi hittast á. En ár verða misgóð á styttra tímabili en aldar- fjórðungi. í dag ber oss að líta á allan þennan tíma sem eina heild, og þá getur engum blandast hugur um, að aldrei í sögu þjóðarinnar hefur henni vegnað betur. Þó að öndvert hafi blásið um sinn, mun aftur snú- ast til betri áttar fyrr en varir. Það hefur ætíð verið svo, enda skal því ekki trúað, að það merki, sem svo hátt hefur verið reist, þurfi nú að síga oss til skaða og minnkunar. Ríkir af reynslu þessa aldarfjórð- ungs með höppum og slysum, ætt- um vér að vera betur undir það bún- ir en nokkru sinni áður að standa við það ætlunarverk, sem 17. júní 1944 og hver þjóðhátíðardagur síð- an á að minna oss á; hamingjusamt og réttlátt íslenzkt þjóðlíf á íslandi. Vér eigum þetta land. Forfeðurnir hafa helgað oss það með lífi sínu. í þessu landi hugsum vér oss framtíð niðja vorra. Stundum segja menn: Þetta er vont land eða þetta er gott land. Vér getum sparað oss slíkar VlKINGUR 180

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.