Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 24
Gamlir víkingar að störfuui í Hrafnistu. Taliö frá vinstri: Jón Kristjánsson, Þorsteinn
GiiÓimindsson, Guð'm. Guðjónsson, Suniarliði Eyjólfsson, Ingólfur Einarsson og Þórður
Stefánssou.
Veiðibjölluna til GuðbjartsÓlafs-
sonar, en 1925 fór hann á Baldur
til Þorgríms Sigurðssonar og þar
var hann í 15 ár rúm, fyrst sem
háseti, en síðar með bátsmaður
hjá Þórði Hjörleifssyni og f.vlgdi
honum yfir á Helgafellið nýja og
var þar til 1955, er hann hætti á
togurum. Hann fór þá á olíuskip-
ið Hazell og síðar á Bláfellið og
þar er hann nú og því ennþá
starfandi sjómaður og fer að
nálgast það að eiga fimmtíu ár að
baki við sjóinn. Haraldur hefur
alla tíð verið góður og virkur fé-
iagi í Sjómannafélagi Reykjavík-
ur. Hann var mikill fyrirmyndar
bátsmaður á togurunum, en það
er eitt erfiðasta starfið á þeim
skipum. — Og Haraldur var
skemmtilegur bátsmaður, sem gat
slegið á léttari strengi mitt í
streðinu um borð. Þrátt fyrir sinn
erfiða starfsferil er hann enn
teinréttur og sprækur og getuv
áreiðanlega enn gert að gamni
sínu um borð í Bláfellinu.
Guðmann Hróbjartsson, vél-
stjóri er fæddur 10. apríl 1892 í
Oddgeirshóla-Austurkoti í Árnes-
sýslu og voru foreldrar hans hjón-
in Elín Jónsdóttir og Hróbjartur
Jónsson. Guðmann fór fyrst til
sjós á sautjánda ári á önnu
Breiðfjörð, skútu frá Hafnarfirði,
sem Bryde átti, en er það víst
sama skútan og var í tíð Val-
garðs Breiðfjörðs, eini seglatog-
ari með bómutrolli, sem hér hef-
ur nokkru sinni verið. Hann var
næst kyndari á Marz með Þor-
steini í Bakkabúð og þá á Great
Admiral með Þórarni Olgeirssyni,
en 1914 fór hann í Vélstjóraskól-
ann og lauk þaðan prófi um vor-
ið. Hann var á Ými, þegar hann
strandaði sællar minningar í Sel-
voginum 1916, en björgun skips-
ins var hin mesta þrekraun, sem
lengi verður í minnum höfð, því
að skipshöfnin stóð í látlausum
austri á annan sólarhring, en
skipið var fullt upp í lúgur. Guð-
mann sótti Gylfa út 1919 með
Jóel Jóni Jónssyni og var síðan
áfram á honum 1. vélstjóri þar
til hann fór tii Tryggva á Júpiter
1928, einnig sem 1. vélstjóri, og
hjá Tryggva hefur hann verið
síðan eða í rúm 40 ár — og getur
því sagt eins og í vísunni stend-
ur . . hvort að við skiljum héðan
af, hann veit er okkur saman
gaf.. .
Guðmann fór í land, þá á Nep-
túnusi, 1954 og hefur síðan starf-
að í frystiliúsi Júpiters og Marz
á Kirkjusandi við vélgæzlu og
vaktir nú á nóttum. Hann vinnur
enn 363 daga eða öllu heldur næt-
ur ársins, tekur sér frí á jólanótt-
ina.
Guðmann var einn af stofne’id-
um Hampiðjunnar 1934 og hefur
setið þar í stjórn í 35 ár og verið
öflugur stuðningsmaður þess
nytja-fyrirtækis. — Guðmann er
kvæntur Ingibjörgu Sigurgeirs-
dóttur frá Isafirði og eiga þau
hjón 5 börn. Mikið orð fór alla
tið af Guðmanni sem vélstjóra,
enda bera skiprúmin því vott, að
hann hefur ekki verið neinn auk-
visi.
Guðmundur J. Jensson f. 7. júlí
1905, að Hóli í Önundarfirði og
voru foreldrar hans Jens Albert
Guðmundsson, kaupmaður á Þing-
eyri og kona hans Margrét
Magnúsdóttir ljósmóðir. — Guð-
mundur byrjaði sjómennsku 12
ára gamall og stundaði hana jafn-
framt skólanámi, en hann er
gagnfræðingur frá M.R. Hann
var vélstjóri á ísl. fiskiskipum,
fyrst 1924—26, síðan í siglingum
á íslenzkum skipum, sem kyndari
og undirvélstjóri á togurum 1928-
1930, lauk prófi úr Loftskeyta-
skólanum 1929 og eftir það loft-
skeytamaður á íslenzkum togur-
um og fraktskipum þar til 1945,
en þá gerðist hann framkvæmda-
stjóri F.F.S.I. Ritstjóri Víkings
varð hann 1962 og hefur verið
það síðan.
Guðmundur er tvíkvæntur,
fyrri konu sína, Aðalheiði -Jó-
hannesdóttur, missti Guðmundur
13. apríl 1953. Seinni kona hans
er Guðmunda Magnúsdóttir. Guð-
mundur á margt barna.
Hann hefur alla tíð verið ötull
baráttumaður fyrir málefnum sjó-
manna og einskonar framvörður
um langa hríð á ritvellinum.
202
VÍKINGUR