Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 10
Breiðfjörðs eru víst alveg hættir að vísa á kvenvalið. Bera þær flestar slegið hár á evrópska vísu, hrafnsvart, þétt, mikið og mjúkt. Rosknar konur sá ég þó með hár- ið vafið í fléttum, ýmist í hnút í hnakkanum eða utan um höfuðið eins og hér hefur verið mikill dansk-íslenzkur siður í seinni hiuta þessarar hálfu tuttugustu aldar. Ekki man ég eftir að ég sæi neina með „tagl.“ 0g börnin. Líklega eru hvergi jafnfalleg börn og þau græn- lenzku. Alltaf svo broshýr og fjörleg, en þó hógvær og stillt. Þegar ég virti fyrir mér fólkið í Sisimiut fannst mér ég sjá á því þrennskonar ættarmót, sem skipti því í þrjá hópa eftir útlit- inu að dæma. Það sem mér fannst þá helzt að hægt væri að kalla að einkenndi þessa hópa í útliti var það, að sumt fólkið, bæði karlar og kon- ur, var hávaxið, ljóst á hörund, dálítið langleitt í andliti og kinn- beinabert með velmótaða höku og sléttholda. — En annar hópurinn var dökkleitur, gildvaxinn og nokkuð hávaxinn, arneygður með loðnar augabrýr, og minnti þetta fólk mjög á fólkið, sem Peter Freuchen lýsir frá Norður-Græn- landi. Þriðji hópurinn var lág- vaxinn, gildur og bar sig ver í hreyfingum, og sumt af því næst- um dvergar að vexti. Þetta fólk var yfirleitt ófrítt eða með ój afnt andlitslag, litarhátturinn ýmist dökkur eða Ijós og blandaður. — Þetta er vitanlega viðhorfsleg lýsing hjá mér, því um innbyrðis skyldleika fólksins með þetta þrennskonar útlit veit ég ekkert, Grænlenzkir fiski- menn landa afla sínum. og trúlegt að það sé allt hvað öðru skylt að frændsemi. Því miður gat ég ekki kynnst þessu fólki eins og ég hefði haft löngun til, því matseldin um borð tók það mikinn tíma hjá mér að ég hafði ekki næga aðstöðu til að kynnast nema fáum í landi og einnig olli mállleysið vandkvæð- um hjá mér, því ég kann fátt eitt í grænlenzku, og það litla sem ég kunni kom mér ekki að notum. vegna þess að þarna er töluð sú mállýzka sem tíðkast á Norður- Grænlandi, og þeir skildu ekki ó- fullkominn framburð minn og ég ekki þeirra. En ég held að þeir séu færri þar að tiltölu en hér, sem bablað geta dönsku, og illa dönsku skilja þeir auðvitað ekki. 1 þessu sambandi vil ég rétt drepa á slysni, sem mér vaið á, á vesturleiðinni, er félagar mínir, sem allir voru yngri en ég, að undanskildum kapteininum, — spurðu mig að því, hvaða orð þeir ættu helzt að bera fyrir sig ef þeir ættu eftir að lenda í góðum kynnum við grænlenzkar blóma- rósir og þeir fyndu þá hvöt hjá sér að tjá þeim hvernig kvnnin verkuðu á þá. Varð mér þá á að kenna þeim orð, sem mig af vís- dómi niínum minnti að þýddi svo sem eins og: „ég elska þig“ og við vorum sammála um að gæti verið góð byrjun frekari viðræðna og kynningar. Jú, jú, orðið var æft lengi í út- tali og töldu menn sig nú færa í flest er þeir stigju á grælenzka grund. — En ekki varð minn hróður vænn af þessari uppfræð- ingu, því þegar eftir fyrsta kvöld- ið er piltarnir höfðu kynnt sér viðmót hinna grænlenzku hrunda, tilkynntu þeir mér, að ekki hefði þetta orð leitt þá á góðan veg, því þær grænlenzku meyjar hefðu sagt þeim eða gert skiljanlegt, að það þýddi blátt áfram: „Geturðu leikið fótbolta?" — Ég leitaði nú betur í orðasafni mínu, en allt kom fyrir ekki, það fannst þeim svo erfitt í framburði að þeirgátu aldrei lært það. VIII. Þegar við komum til Sisimiut að kvöldi þess 25. ágúst, var margt skipa þar í höfninni og iögðum við „Dóru“ utan á lítinn strandferðabát, sem þar var bundinn við bryggjuna. Fyrsti maðurinn sem ég hafði tal af var einmitt vélstjórinn af þessum bát, ungur maður. Við skipsfélagarnir töluðum við hann á „skandinavísku" og hann svar- aði á sama máli. En svo þegar við töluðum saman á íslenzku, skaut hann inn orðum til skýringa eða betri upplýsinga. Það kom þá upp úr kafinu að hann skildi ekki ís- lenzkuna ver en skandinavískuna okkar. Hann var nefnilega fær- eyskur. Nokkrir piltanna okkar voru orðnir svo illa haldnir eftir þessa VÍKINGUR 188

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.