Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 15
ENGIN KEÐJA ER STERKARI EN VEIKASTI HLEKKURINN TRYGGING ER NAUÐSYN ALMENNAR TRYGGINGARf PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SlMI 17700 þrífst upp í 300 m hæð. Appelsín- ur, kaktus o. fl. of fl. Yfir 760 metra hæð eru beitilönd naut- gripa og kinda. Yfir 200 tegundir fugla lifa þarna að ógleymdum Canarífugl- unum, stórum dúfum og sporð- drekum, sem eru þarna áberandi mikið. Áll er eini vatnafiskurinn, en þar er góður þorskur í sjó, og djúpáll sá er liggur á milli eyj- anna og strandar Afríku frá Cap Dra að Cap Blanc um 590 mílur suðvestureftir, er um 54 mílur á breidd. Þar eru sögð vera einhver beztu fiskimið heims, og gæði fisksins mikil. Á Canaríeyjum eru fiskvinnslustöðvar, og á Isla de la Gomera er niðursuðuverk- smiðja fyrir túnfisk. Þarna er mikill fiskifloti, og þeir salta fisk og þurrka fisk og sjóða nið- ur. Túnfiskveiðar eru líka stund- aðar þarna mikið af Japönum. Frystiskip Jökla fluttu um tíma túnfisk frá Las Palmas til Porto Rico fyrir Del Monde niðursuðu- verksmiðjurnar þar. Aðalhafnir eyjanna eru Puei’to de la Luz á Gran Canarias og Santa Cruz de la Palma, og Santa Cruz de Tenerife. Hinar tvær fyrstu eru aðal ávaxta útflutn- ingshafnirnar og fyrir stærri far- þegaskipin, en Luz og Santa Cruz de Tenerife hafa miklar olíubirgðir og olíuafgreiðslu. — Flugvöllur er á Gando, á Isla de Gran Canarias og Las Rodeos á Tenerife, og eru daglegar sam- göngur við Ifni og Cabo Yubi á Afríku, og eins til Evrópu. Nú upplifum við blástirnd mánakvöld, huldublik á mána- silfruðum sævi, lognvært liggur hafið, í ljóma sólarlagsins, fyrir stundu síðan, og í dag slógu hin- ar tröllauknu töframyndir skýj- anna og risabólstranna skuggum sínum á hafflötinn. Skýin taka á sig allskonar forynjumyndir. Þar eru á ferð ljón, drekar, forynjur og glæsileg fyrirmenni. Æfin- týramyndir skýjanna eru óendan- legar í fjölbreytileika sínum. Nú er jafndægri á vori 20. marz og við siglum með strönd- um Afríku, Marokkó, Sahara, Mauritanie og Senegal. Til Dakar komum við snemma morguninn 21. marz í morgunþoku. Dakar er gömul sjóræningja- borg, en sögu hennar þekkti ég því miður ekki sem skildi. Lýð- veldið Senegal fékk sjálfstæði í ágúst 1960, en er enn í franska samveldinu. Strandlengja þess telst frá fljótsmynninu Fleuve Senegal og norður að Cabo Roxo. Þarna bjuggu 1962 3 milljónir og og 100 þúsund manns, en hefur fjölgað síðan. Ríkisstjórnin er skipuð 15 ráðherrum og landið skiptist í 12 kjördæmi, sem kjósa sér 60 þjóðkjörna fulltrúa á þjóð- þingið. Forsetinn býr í Dakar, sem er höfuðborg landsins. Þjóð- in er sambland Mára, Fulas og negra, sem búa mest með strönd- inni. Negrar þessir kallast Oulofs og búa á ströndinni milli St. Louis og Cambia. Þeir eru vel- byggðir líkamlega, laghentir, iðn- ir og vel gefnir. Sagt er að Fransmenn hafi fundið Senegal á 14. öld, en ekki fest þar byggð fyrr en á 18. öld. Bretar voru þarna frá 1758 til 1814, en síðan hefur landið til- heyrt Fransmönnum. Þarna er stundaður landbúnaður. Bændur rækta hrísgrjón, maís, rís og jarðhnetur, og þeir eiga fjölda kinda, geita og nauta, svína og hesta, asna og kameldýr. Iðnað- ur er talsverður í Dakar. Þar er sementsverksmiðja, titanium og foosfat og annar iðnaður, vefnað- ur er þar og olíuhreinsunarstöð. Háborgin er hreinleg og vel- bvggð, með glæsilegt verzlunar- hverfi, en markaður innfæddra og hýbýlakostur er mjög frum- stæður. Moskan, Forsetahöllin, Þing- húsið, Safnhúsið og bústaðir sendiráða og fleiri byggingar stíl- hreinar og fagrar byggingar, með fögrum görðum. Við tókum aðeins olíu og vistir í Dakar og stoppuðum stutt. Síð- an var haldið áfram ferðinni suð- ur eftir. í vestur frá Dakar eru Cape Verde-eyjar, sem eru tíu aðaleyjar og fjórar smærri. Þær VÍKINGUR 193

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.