Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 36
gremdist augnatillitin, sem þau sendu hvort öðru yfir borðið. „Meðal annarra orða, Jack,“ sagði hann loksins, „hvað er orð- ið af Kitty Loney?" „Hverri?" spurði stýrimaður. „Hver er Kitty Loney?“ Nú var komið að skipstjóran- um að horfa, og hann gerði það aðdáanlega. „Kitty Loney,“ sagði hann undrandi, „stúlkan litla, sem þér ætlið að eiga.“ „Við hverja eigið þér?“ sagði stýrimaður og stokkroðnaði, er hann mætti augnaráðinu handan yfir borðið. „Ég veit ekki, hvað þér hugs- ið,“ sagði skipstjórinn stillilega. „Ég á við hana Kitty Loney, ungu stúlkuna með rauða hattinn og hvítu fjöðrunum í, stúlkuna sem þér nafngreinduð fyrir mér sem konuefnið yðar.“ Stýrimaðurinn hallaði sér aft- ur í stólnum og horfði á hann með opinmynntri, skelfingar- blandinni undrun. „Þér ætlið þó ekki að segja mér, að þér hafið svikið hana,“ hélt skipstj. miskunnarlaus áfram, „eftir að þér höfðuð fengið fyrir- fram hjá mér af kaupinu yðar til þess að kaupa hringinn fyrir? Keyptuð þér .ekki hringinn fyrir peningana ?“ „Nei,“ sagði stýrimaðurinn, „ég — o, nei — auðvitað — hvað í ósköpunum eruð þér að tala um ?“ Skipstjórinn reis úr sæti sínu og horfði á hann mæðulega og þó stranglega. „Mér þykir þetta leitt, Jack,“ sagði hann þurrlega, „ef ég hef sagt nokkuð, sem yður kemur ilia eða á einhvern hátt særir tilfinningar yðar. Auðvitað kemur yður þetta við, en ekki mér. Ef til vill segið þér, að þér hafið aldrei heyrt Kitty Loney nefnda á nafn.“ „Ég segi það,“ sagði stýrimað- urinn vandræðalega; „ég segi það.“ Skipstjórinn horfði fast á hann og sagði ekkert orð og fór út úr káetunni. „Ef hún líkist móður sinni,“ sagði hann við sjálfan sig og hlakkaði í honum á leiðinni upp káetustigann, „þá held ég að þetta dugi.“ Það varð ónotaleg þögn við borðið, er hann var farinn. „Ég veit vissulega ekki, hvað þér verðið að hugsa um mig,“ sagði stýrimaðurinn loksins, „en ég veit ekki um livað faðir yðar hefur verið að tala.“ „Ég hugsa ekkert,“ sagði Hetty rólega. „Gerið þér svo vel að rétta mér kartöflurnar." „Ég býst við að hann hafi ver- ið að gera þetta af glettni,“ sagði stýrimaður og rétti henni kar- töflurnar. „Og saltið,“ sagði hún, „þakka yður fyrir.“ „En þér trúið því ekki,“ sagði stýrimaðurinn ákafur. „Og verið þér ekki með þessa vitleysu,“ sagði stúlkan rólega. „Hverju skiptir það, hvort ég trúi því eða ekki?“ „Það skiptir miklu,“ sagði stýrimaðurinn þungbúinn. „Það er spurning um líf og dauða fyr- ir mér.“ „0, hvaða bull,“ sagði Hetty. „Hún fær ekki að vita um heimskupör yðar. Ég skal ekki segja henni það.“ „Ég fullvissa yður,“ sagði stýrimaðurinn í örvæntingarróm, „að Kitty Lonley hefur aldrei ver- ið til. Hvernig lízt yður á það?“ „Mér finnét þér auðvirðilegur," sagði stúlkan reiðilega; „gerið þér svo vel að tala ekki við mig framar.“ „Alveg eins og þér viljið," sagði stýrimaður; honum var far- ið að renna í skap. Hann hratt frá sér diskinum og fór burt, en stúlkan var reið og gröm og lét kartöflurnar frá sér aftur, af því að þær voru of mjölvaðar til að eta þær eins og á stóð. Það, sem eftir var leiðarinnar, umgekkst hún hann með kurteisi og glaðværð, sem hann árangurs- laust reyndi að rjúfa. Þegar hún í ferðalokin stakk blíðlega upp á því við föður sinn, að hún færi heim aftur með eimlestinni, þá hafði hann, henni til undrunar, ekkert á móti því; og þegar þau sátu og spiluðu blindvist kvöldið áður en hún ætlaði að leggja af stað, var það ekki til neins þó að stýrimaðurinn reyndi að ræða lilutleysislega um ferðina. „Það verður löng ferð,“ sagði Hetty, sem enn leyzt nógu vel á hann til að stríða honum ögn. „I hvaða lit?“ „Þú færð góða ferð,“ sagði faðir hennar. „Spaða.“ Hann vann í þriðja skiptið það kvöld, og af því að hann var undur-ánægður yfir því, hvernig hann hafði haldið á spilunum yf- irleitt, gat hann ekki stillt sig um að glettast aftur viðhinnhnuggna stýrimann. „Þér verðið að hætta spila- mennsku og öllu þessháttar, þeg- ar þér eruð kominn í hjónaband- ið, Jack,“ sagði hann. „Já, já,“ sagði stýrimaður lcæruleysislega. „Kitty hefur ekki mætur á spilum.“ „Ég hélt, að engin Kitty væri til,“ sagði stúlkan reiðilega, og leit upp. „Hún hefur ekki mætur á spil- um,“ endurtók stýrimaðurinn. „Drottinn minn dýri, hvað það var glatt á hjalla hjá okkur, skip- stjóri, þegar við fórum með henni í Kristallshöllina kvöldið góða.“ „Já, það var það.“ „Munið þér eftir hringekj- unni?“ „Já,“ sagði skipstjórinn glað- lega, „ég gleymi henni aldrei.“ „Þér og hún vinkona hennar, Bessie Watson, drottinn minn dýri, hvernig þið létuð,“ hélt stýrimaðurinn áfram í einskonar ofsagleði. Skipstjórinn stirðnaði allt í einu upp í stólnum. „Hvað í ósköpunum eru þér að tala um?“ spurði hann hastur. „Bessie Watson,“ sagði stýri- maðurinn í sakleysislegum undr- unartón. „Lítil stúlka með bláan hatt og hvítar fjaðrir í, og á blárri kápu, hún sem kom með okkur.“ „Þér eruð drukkinn," sagði skipstjórinn og gnísti tönnum, er hann sá gildruna, sem hann var genginn í. „Munið þér ekki eftir því, þeg- VÍKINGUR 214

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.