Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 34
liann stóð við stýrið og hélt ferð-
inni í horfið, fann hann til með
Towson, ræflinum. Hugleiðingar
lians tóku enda, er grannvaxin
vera kom út úr káetuskýlinu, hik-
aði sem snöggvast og tók svo hið
gamla sæti sitt á háglugganum.
„Kyrrt og friðsælt hér uppi,
finnst yður ekki?“ sagði hann,
er hann hafði beðið nokkra stund
eftir því, að hún segði eitthvað.
„Stjörnurnar eru mjög skærar í
kvöld.“
„Talið þér ekki við mig,“ sagði
ungfrú Alsen illþyrmislega.
„Hvers vegna getur ekki þessi
andstyggðar skúta verið kyrr?
Það eruð víst þér, sem látið hana
hoppa svona.“
„Ég?“ sagði stýrimaðurinn
hissa.
„Já, með þessu hjóli.“
„Þér getið verið viss um —“
byrjaði stýrimaðurinn.
„Já, ég vissi að þér munduð
segja það,“ sagði stúlkan.
„Komið þér og stýrið sjálf,“
sagði stýrimaður, „þá getið þér
séð.“
Honum til mikillar undrunar
kom hún, hallaði sér mjúklega að
hjólinu og lagði hendurnar smáu
á hjólspælina, en stýrimaðurinn
skýrði fyrir henni leyndardóma
áttavitans. Þegar honum fór að
liðkast um málið, vogaði hann sér
að leggja hendurnar á sömu spæl-
ina, og nú varð hann smám sam-
an hugrakkari og studdi hana
djarflega með arminum í hvert
sinn er skeiðin valt til.
„Þakka yður fyrir,“ sagði ung-
frú Alsen og losaði sig kuldalega,
þegar stýrimaður bjóst við nýrri
veltu. „Góða nótt.“
Hún hvarf ofan í káetuna, um
leið og dökk vera, sem var að
strjúka stýrurnar úr augunum,
stóð hjá stýrimanni og kímdi.
„Heiðskír nótt,“ sagði sjómað-
urinn, um leið og hann lagði
hrammana á stýrishjólið.
„Viðbjóðslegt,“ sagði stýrimað-
urinn annars hugar, bældi niður
andvarp, fór ofan og háttaði.
Hann lá vakandi nokkrar mín-
útur, vel ánægður með afrek
dagsins, sneri sér og sofnaði. —
Þegar hann vaknaði, þótti honum
gott að verða þess var, að hin
litla velta, sem verið hafði á skip-
inu áður, var nú horfin, svo að
það hreyfði sig varla.
„Farþeginn var þegar kominn
að morgunverðarborðinu.
Skipstjórinn mun vera á þil-
fari?“ sagði stýrimaðurinn, og
ætlaði að taka upp þráðinn þar
sem hann slitnaði kvöldinu áður.
„Ég vona að yður líði nú betur en
í gærkvöldi.“
„Já, þakka yður fyrir,“ sagði
hún.
„Þér verðið góður sjðmaður
með tímanum,“ sagði stýrimaður.
„Eg vona að ég verði það ekki,“
sagði ungfrú Alsen, sem hugsaði,
að kominn væri tími til að
slökkva einkennilegan blíðu-
glama, sem kom fram í augum
stýrimannsins. „Ég mundi ekki
vilja vera sjómaður, jafnvel þó
að ég væri karlmaður.“
„Hvers vegna ekki?“ spurði
hann.
„Ég veit ekki,“ sagði stúlkan
hugsandi, en sjómenn eru yfir-
leitt svo korkulegir, litlir menn,
eru þeir það ekki?“
„Korkulegirsagði stýrimað-
urinn eftir henni og það var hik
í röddinni.
„Ég vildi heldur vera hermað-
ur,“ hélt hún áfram; mér geðjast
vel að hermönnum — þeir eru
svo karlmannlegir. Eg vildi að
það væri hermaður hérna núna.“
„Til hvers?“ spurði stýrimað-
urinn, eins og ólundarlegur skóla-
drengur.
„Ef hér væri slíkur maður
núna,“ sagði ungfrú Alsen hugs-
andi, „þá skyldi ég mana hann að
klína mustarði á nefið á Towson
gamla.“
„Gera hvað?“ spurði stýrimað-
urinn forviða.
„Klína mustarði á nefið á Tow-
son gamla,“ sagði ungfrú Alsen
og leit sem snöggvast af glashald-
inu á myndina.
Maðurinn var ekki með sjálf-
um sér, hann hikaði sem snöggv-
ast, og teygði sig svo í glashaldið,
tók upp skeiðina, stóð upp fölur
og einbeittur á svip og smurði í
gremju hina fornfögru ásjónu
matvörukaupmannsins. Grem j a
hans minnkaði ekki við það,
hvernig freistarinn hagaði sér,
því að í staðinn fyrir að hæla
honum fyrir hreystiverkið, hélt
hún vasaklútnum fyrir munninn
á sér og flissaði eins og hún væri
viti sínu fjær.
„Þar kemur pabbi,“ sagði hún
allt í einu, er fótatak heyrðist
uppi. „'Og þér fáið það!“
Hún stóð upp úr sæti sínu, vék
sér til hliðar, svo að faðir hennar
kæmist framhjá, og fór upp á þil-
far. Skipstjórinn hlammaði sér á
bekk, tók tepottinn, renndi te 1
bolla handa sér, og hellti því síð-
an í undirbolla. Hann hafði rétt
borið undirbollann að vörum sér,
þegar hann sá yfir barminn á
honum eitthvað, sem varð til þess
að hann setti hann niður aftur,
án þess að smakka á honum, og
einblíndi á arinhilluna.
„Hver — hver — hver djöfull-
inn hefur gert þetta?“ spurði
hann, með röddu sem var lík sem
verið væri að kyrkja hann, og
reis á fætur og virti myndina fyr-
ir sér.
„Eg gerði það,“ sagði stýri-
maðurinn.
„Þér gerðuð það?“ öskraði
hann. „Þér? Hvers vegna?“
„Ég veit það ekki,“ sagði stýri-
maðurinn hjárænulega. „Það var
eins og eitthvað kæmi yfir mig
allt í einu, og mér fannst ég verða
að gera það.“
„En til hvers? Hvaða vit var í
því?“ sagði skipstjórinn.
Stýrimaðurinn hristi höfuðið
kindarlega.
„En hvers vegna vilduð þér
gera annað eins apastrik?“ öskr-
aði skipstjórinn.
„Eg veit það ekki,“ sagði stýri-
maðurinn þráalega; en nú er það
búið, er ekki svo? og það er ekki
til neins að tala um það.“
Skipstjórinn leit á hann með
vandræðagremju. „Það er réttast
fyrir yður að leita læknis, Jack,
þegar við komum í höfn,“ sagði
hann loksins; „ég hef tekið eftir
því síðustu vikurnar, að þér haf-
ið verið eitthvað undarlegur í
VÍKINGUR
212