Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 22
SJOMANHADAGiniIH
Sjómannadagurinn var aS venju
hátíSlega haldinn um land allt T.
júní s.l. í Reykjavík voru fánar á
skipum dregnir aS hún kl. 8.00 ár-
degis. Kl. 11 hófst sjómannamessa í
Dómkirkjunni og þar var minnst
sjómannanna, sem fórust á luSnu
ári. En þeir voru samtals 34 sem
drukknuSu.
Eftir hádegi. hófst svo útisam-
koma viS Laugardalslaugina. Þar
fluttu rœSur Eggert G. Þorsteinsson,
sjávarútvegsmálaráSherra, f.li. ríkis-
stjórnarinnar, Kristján Ragnarsson,
fulltrúi útvegsmanna og Kristján
Jónsson, stýrimaður, fulltrúi sjó-
manna.
Pétur Sigurðsson afhenti hei&urs-
verSlaun Sjómannadagsins, en þau
hlutu nú: Steindór Árnason, IIar-
aldur Ólafsson, Guðrnann Hró-
bjartsson og Gu&mundur Jensson.
Einnig voru nú afreksverðlaunin
veitt, en þau lilaut Örnólfur Grét.ar
Hálfdánarson, skipstjóri frá SúSa-
vík, fyrir björgun lir sjávarháska.
Örnólfur var meS m. b. Svan fS—
214, þegar báturinn sökk í fárviSri
út af VestfjörSum í janúar sl.
Áhöfnin, sex menn, björguSust
eftir fjögurra tíma hrakninga í
gúmbjörgunarbát. Annar gúmbátur
rifnaSi, en fyrir snarræði og hug-
dirfsku skipstjórans tókst skipverj-
um aS komast í hinn björgunarbát-
inn. Einnig tókst honum að ná í
nevSartalstöðina.
TaliS er fullvíst aS snarrœSi Örn-
ólfs hafi bjargaS lífi skipsfélaganna.
SkemmtiatriSi fóru fram viS
Laugardalslaugina. Þar var keppt í
stakkasundi, björgunarsundi og
reiptogi. Einnig sýndu vistmenn í
Hrafnistu vinnubrögS sín á staSn-
um.
Var þetta hin bezta skemmtun og
fór vel fram. Um kvöldiS fjöl-
menntu menn til dansleiks aS Hótel
Sögu og skemmtu sér vel fram eftir
nóttu.
1969
Þeir hlutu heið'ursverðlaun Sjómannadagsins. Talið frá vinstri: Steindór Árnason, Har-
aldur Ólafsson, Guðjn. Jensson og Guðmann Hróbjartsson.
Kristinn ingólfsson fékk verðlaunin fyrir hjörgunarsundið.
200
VÍKINGUR