Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 4
Hér segir Jónas heitinn Jónasson, skipstjóri frá atburðum og draumi skip-
verja eins um bor'Ó í kútter „Bergþóru" áriÓ 1904.
SkráSi Jónas þetta eftir frásögn Karels Hjörtþórssonar, sem var þá skip-
verji á „Bergþóru“
V______________________________________________________________________________________;
Árið 1904 lagði kútter Berg-
þóra úr Reykjavíkurhöfn í ver-
tíðarbyrjun með fríðu föruneyti,
því valinn maður var í hverju
rúmi. Skipið var stórt eftir þeirra
tíma mælikvarða og mesta happa-
fleyta. Skipstjóri var Sigurður
Guðmundsson úr Reykjavík. —
Stýrimaður var Guðni Teitsson
frá Hlöðunesi.
Það var haldið sem leið liggur
í bezta veðri, austur á Selvogs-
banka og byrjað að fiska. Fiskur
var talsverður, og útlitið með
aflabrögð var fremur gott, en þar
sem snemma var lagt út, þ.e. með
marz-byrjun, mátti alltaf búast
við frátökum og oft vondum veðr-
um. Varð þá alltaf að sigla út,
eins lengi og siglandi var, til þess
að drifi frítt af Vestmannaeyjum
í útsynningi, og frítt af Eldeyjar-
skerjum í landsynningi, svo ef
veðrin voru löng, tók það marga
daga að komast upp á miðin aft-
ur. Ef svo hvessti, þegar komið
var á miðin, sem oft vildi verða,
þegar tíðarfar var óstöðugt, þá
varð að sigla út aftur. Af þessu
leiddi svo, að ódrjúg urðu afla-
brögðin og lítill hlutur, þegar að
landi var komið, en svo var það
aftur, ef góð var tíð, þá varð út-
koman önnur og betri og oftkomu
menn með góðan hlut í vertíðar-
lok. Varð það að duga þeim mörg-
um yfir veturinn, því lítið var um
vetrarvinnu í þá daga.
Þegar ekki var hægt að stunda
veiðar vegna veðurs, var lítið að-
hafst, nema standa vaktir, og var
þá helzt til skemmtunar, að menn
sögðu sögur, sem þeir kunnu, og
sem hafði fyrir þá borið eða aðra,
sem þeir þekktu. Var það oft góð
skemmtun, því margir voru
mennirnir og hver lagði til nokk-
uð. Það var einhverju sinni um
vaktaskipti, að einn af hásetun-
um, Ólafur að nafni, austan úr *
Þykkvabæ, kvað sig hafa dreymt
einkennilegan draum, og virtist
hann nokkuð dasaður eftir og
hugsandi. Var hann þá beðinn um
að segja drauminn, og buðust
margir til að ráða og kváðust
vera sérfræðingar á því sviði. Ól-
afur sat hljóður nokkra stund og
horfði í gaupnir sér, þar til hann
leit upp og sagði: „Ég hafði ekki
ætlað mér að segja frá þessu, það
er bara draumórar og vitleysa, en
úr því þið viljið endilega heyra
það, þá var það á þessa leið:
Eg þóttist koma upp úr lúkarn-
um á þessu skipi, og þegar ég
kom upp, sá ég, að dimmt var af
nóttu. Ég sá engan mann á þilfar-
inu utan einn, sem stóð við stjórn-
borðsvantinn og fannst mér, að
hann ætti ekki þar að vera, því
þilfarið ætti að vera mannlaust,
að mér undanskildum. Ég vék mér
að þessum manni, en hann vék
sér undan og aftur eftir þilfar-
inu. Ég sá strax að þessi maður
var ekki einn af skipshöfninni, ég
hafði aldrei séð hann fyrr, og mér
datt strax í hug, að þetta hlyti að
vera skipsnissinn og ákvað að
hafa nánari kynni af honum. Ég
hélt því aftur eftir þilfarinu á
eftir þessum manni, en hann dró
sig alltaf undan, eins og hann
vildi ekkert við mig eiga, og þeg-
ar ég sá það, varð ég ennþá ákaf-
ari að ná í hann. Leikurinn barst
aftur eftir skipinu, þar til komið
var aftast á skipið. Þá snéri hann
sér snöggt við og leit á mig með
ægilegum svip og sagði:
Ólafur þagnaði snögglega. Það
VÍKINGUR
182