Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 25
SEXTUGUR: Janus Halldórsson, fra m reiðslu meista ri Hvað ætlarðu að verða? Þessi spurning var oft höfð uppi, svona um það bil þegar verið var að taka mann í kristinna manna tölu, og spurningin er enn í há- vegum höfð og verður á meðan heimurinn heldur áfram að hringsnúast. Það hefur verið erf- itt að svara því, svo nokkuð væri liægt að reiða sig á, þegar Janus Halldórsson var að segja skilið við stuttbuxnaaldurinn í þá daga. Hins vegar fyllti hann sjötta ára- tuginn 10. júní s.l. Hvort hann ætlaði sér að verða þjónn, eins og þeir voru þá kall- aðir, sem að framreiðslu störfuðu, skal ég ekki fullyrða, en á bernskuárum Janusar var hvert tækifæri gripið, sem gat gert von- ina að veruleika og komast í læri hjá einhverjum, sem réttindi liafði til að útskrifa nýja fag- menn, hverju nafni sem það kall- aðist, því það hafði þó meira at- vinnuöryggi í för með sér, að hafa sérkunnáttu upp á vasann. Takmarkinu er náð, og um ára- bii er Janus, eins og starfinu fylgir, sí og æ að snarsnúast í kringum þá farþega, sem ferð- ast með þeim gömlu skötuhjúum Esju og e.s. Brúarfossi, en ræður sig svo meðal hinna fyrstu fram- reiðslumanna, sem Hótel Borg þarf á að halda þegar hún rís af grunni í miðri höfuðborginni, en með þeirri byggingu má segja að sé brotið í blað í sögu hótelrekst- urs á Islandi, og það kallar um leið á þá beztu starfskrafta, sem hægt er að fá til að sinna þeim viðskiptavinum, sem þar eru inn- anhúss. Á Hótel Borg starfaði Janus um tveggja ára skeið, en ræður sig svo á Hótel Tsland og þar dvelst hann um áratug við fram- reiðslustörf. Síðar ræður hann sig aftur á Hótel Borg, en upp úr seinni heimsstyrjöldinni fjölgar hótelum og veitingahúsum ört, og VÍKINGUR þeim fylgja að sjálfsögðu nýj- ungar, sem hann vill gjarnan fá að kynnast, og skiptir því um vinnustað og má þar til viðbótar nefna Sjálfstæðishúsið og Klúbb- inn, en nú síðustu árin hefur hann starfað á Hótel Sögu. Það bar næstum upp á afmæl- isdag Janusar árið 1922, sem fyrstu kynni okkar urðu. Eg varð fyrir því að missa móður mína nokkru eftir að ég leit dagsins ljós, og mér var komið í fóstur til foreldra hans af hreinustu tilvilj- un. Janus er þá á fermingaraldri, næstyngstur fimm systkina, en ég er tekinn sem jafnskyldur þeim og fram við mig komið af ein- stakri alúð og umhyggju, sökum þess að þau hjónin, Þrúður Gísla- dóttir og Halldór Halldórsson, voru eins og allir vita sem til þeirra þekktu, alveg á sér sviði, hvað góðmennsku snertir, og hefði ég farið á mis við mikið, hefði ég aldrei kynnzt þeim. Ég dvaldist þar í nokkur ár, en flutt- ist svo inn á nýstofnað heimili föður míns. Umskiptin urðu síður en svo til þess að ég gleymdi þakklætisskuldinni, sem ég stóð í við alla á æskuheimili Janusar, og ætíð síðan átti ég því láni að fagna meðan móðir hans lifði, að njóta umhyggju hennar heima hjá mér og mínum. Það gefur auga leið, að maður sem er gæddur hæfileikum til að berjast fyrir batnandi kjörum stéttar siftnar og leiða hana fram til sigurs, hlýtur að gista alla jafnan hásæti hennar, en það var fyrst árið 1937, og frá þeim tíma hefur hann af og til verið í fé- lagsstjórn Matsveina- og veit- ingaþ.jónafélagsins og síðar Fé- lags framreiðslumanna. I stjórn Sambands matreiðslu- og fram- reiðslumanna átti hann sæti og formaður þess árið 1952. í full- trúaráði Sjómannadagsins var hann kosinn fulltrúi MVFÍ fyrstu ár þess. Hann var einn þeirra manna, sem mótuðu þau sam- tök, sem leitt hafa í ljós hversu megnug þau eru og orðið sjó- mannastéttinni til ávinnings. — Hann hefur í tvo áratugi verið í prófnefnd í framreiðsluiðn, og þá lengst af sem formaður hennar. Því kom það ekki á óvart, þegar hann var gerður að heiðursfélaga í Félagi framreiðslumanna árið 1967 á merkum tímamótum þess. Árið 1933 gekk Janus að eiga Karen Antonsen, og hafa þau eignazt fjögur börn. Ber öllum saman um, sem til þeirra þekkja, að þau séu einstaklega samvalin hjón hvað tillitssemi og kærleika snertir á báða bóga, ekki sízt þeg- ar veikindi hafa steðjað að, en því miður hefir húsmóðurin átt við vanheilsu að stríða seinni ár- in, en þá hefir einmitt komið bezt í Ijós hvaða mannhúsbóndinnhef- ir að geyma, þó sjálfur hafi hann þurft að eiga í sjúkdómserfiðleik- um, en látið sig það minna skipta. Að lokum vil ég biðja afmælis- barnið að taka viljann fyrir verlc- ið, og óska heimili hans og hon- um allra heilla og langlífis. Veit ég að undir þá ósk mína taka ekki einungis skyldmenni hans og vin- ir, heldur líka fjöldi fólks, sem hann í framreiðslustörfum sínum hefur umgengizt með smekkvísi og kunnáttu, — þar hefur verkið lofað meistarann. Kristinn Magnússon. 208

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.