Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 7
Ragnar V. Sturluson: Grænlandsferð órið FRAMH. ÚR SÍÐASTA BLAÐI v. Er við sigldum norður með landinu ágerðist þokan og varð að rigningu er norðar dró. Á mánudagskvöldið grilltumvið rétt í land. Mun það hafa verið við Meöalfjörð — Kangerdluars- sugsuaq, (sem Danir kalla Græde- fjord), og þar fyrir norðan ísa- fjörö í Vestrihyf/gð, eða Serme- lik eins og Grænlendingar kalla hann. Loks, um kl. 7 á þriðjudags- kvöldið, sáum við land norðan við Langafjörö — Kangerdlugssuaq, (sem Danir kalla Söndre — Strömfjord). — Vaxandi suð- vestanátt var á með nokkurri öldu. Siglt var undan skutvindi á stjórnborð. Og rétt þegar menn höfðu lokið við að borða kvöld- verð, var stefnan tekin nær land- inu til þess að stytta leiðina. En þá brá svo við að öll ílát, sem kokkurinn var að taka saman á borðinu, og eins pottarnir á elda- vélinni, hófu trylltan dans í allar áttir og tókst honum rétt með mestu herkjum að bjarga þeim frá tjóni, utan þremur diskum, sem ekki þoldu þessa leikfimi. Nú var slagað upp undir eyja- þyrpingu þá sem girðir fyrir mynni Skinnafjarðarflóans. En misdýpi er þar mikið og vondar leiðir utanskerja fyrir þá sem ó- kunnir eru. Er miklu betra að sigla dýpra og þá auðveldara að miða stefnu eftir radióvitanum í Sisimiut. Óðum dimmdi af nóttu og kom- um við loks að bryggju í Sisimiut kl. 01.10 eftir íslenzkum tíma. En fólk var samt á ferli þarna á VÍKINGUR bryggj unni þó okkur fyndist framorðið. Við seinkuðum því klukkunni og settum hana eftir grænlenzkum meðaltíma fyrir vestan Hvarf og reyndist hún þá ekki vera nema 10.10 á þriðju- dagskvöld*) þann 25. ágúst. — Siglingin frá Hafnarfirði til Sisi- miut hafði því ekki tekið nema 105 klukkutíma samtals, og þar af haldið kyrru fyrir eina nótt í ca. 9 tíma. En leiðin sem við fór- um er sem næst 1360 sjómílur frá Hafnarfirði, eða á landkrabba- máli 2519 kílómetrar. VI. Sisimiut — Grenjastaöur er eitt helzta útgerðarþorpið á vesturströnd Grænlands. Það er við þröngan vog sem liggur yzt að norðanverðu við fjörð- inn Amerdloq — Skinnafjörö, á 66°55’ n. br. og 53°43’ v. 1. Þetta þorp á sér sögu sem tengd er framtaki og tiltektum konunglegu einokunarverzlunar- innar og trúboði í rúm 200 ár. Eftir að konungur loks hófst handa með að efna forn heit sín um verzlun og skipasendingar til Grænlands með trúboðaleiðangri Hans Egedes þangað 1721, þá meðal annars kom það Egede til eyrna, er hann var að kynna sér ábatamöguleika af verzlun við Grænlendinga norðan Vestri- byggðar, að í héraðinu umhverfis Skinnafjarðar-flóann högnuðust Hollendingar mikið á vöruskipta- *) Það var ranghermt í fyrri hluta frásagnar þessarar að við hefðum seinkað klukkunni er við lágum í Tófa- firði. Höfundur greinariunar. verzlun við fólkið. Egede lagði því árið 1723, til við Björg- vinjarfélagið, sem þá hafði Græn- landsverzlunina á leigu, að setja upp verzlunarstöð á þessu svæði „vegna Iiinna meiri og ábatavæn- legri hvalveiða," og benti á „Nípi- sat“ — (Hrognkelsaey) sem á- kjósanlegan stað. En þetta er lít- il nakin klettaey um 8 sjóm. suð- ur frá Sisimiut á 66°48’ n. br. og 53°31’ v. 1. Félagið sendi því strax árið 1724 trúboða til Nípisat ásamt tug manna með efnivið í vetrar- bústað. Seinna var bætt við kaup- manni, bókhaldara og fjórum mönnum öðrum. Árið 1725 heimsótti Egede Nípisat, en varð að taka fólkið með sér til baka suður til Vonar- eyjar (við mynni Rangafjarðar) vegna vistaskorts. — Þá notuðu Hollendingar tækifærið og brenndu verzlunarkofana við Nípisat. 185

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.