Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Qupperneq 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Qupperneq 2
að þylja meira, þú kannt það, sem eftir er eins og hitt.“ Þar með var fermingarundir- búningnum lokið.“---------- Frásögn þessi kann að þykja langsótt, sem inngangur að því, sem hér fer á eftir. En segir ekki í kvæði Arnar Arnarsonar, Hrafnistumenn: ,,En þótt tækjum sé breytt þá er eðlið samt eitt, eins og ætlunarverkið, er sjó- mannsins beið.“ Hefir að öðru leyti nokkuð breytzt, sem rýrir í megindrátt- um eðli þeirra vandamála sem nú blasa við: Það vantar menn á sjó- inn. Enginn sá, er kunnugur er vandamálum sjávarútvegsins all- ar götur frá því uppúr 1950 kemur á óvart það ástand, sem hin síðari ár hafa skotið upp kollinum á ný. Aðstæður í okkar einhæfu at- vinnuháttum hafa og getað skap- azt eftir því hvernig veðrabrigð- in eru í þeim efnum hverju sinni. Og nú kreppir skórinn að all óþyrmilega. N efnclarskipun. Nefnd er skipuð, aðeins til þess að „kanna“ höfðatölu þeirra manna, sem skortir á til að manna sérstaklega hina smærri báta. Hvaða afrek vinnur slík nefnd, að henni ólastaðri, hvern skrollann skiptir máli í raun og veru hvort hún finnur út vöntun á nokkrum tugum manna fleiri eða færri. Málið er í aðalatriðum einfalt: Það vantar menn á sjó og til fiskvinnslu. En þegar kemur að kjarna málsins til raunhæfrar úrlausn- ar: Hvar liggur vandinn. Hvað bera menn úr býtum? Hvaða nettótekjur renna raunverulega í vasa þeirra manna, sem óþving- aðir vilja leggja á sig erfiða ver- tíðar sjósóknir. Mega þeir vænta þess að uppskera ríkulegan ávöxt ómælds erfiðis og áhættu lífs og lima? Hreinar tekjur sem veita þeim aukið efnahagslegt öryggi — og það sem einna mest er um vert; öruggari framtíð í þeim efnum, að þeim sé gert kleift að skipuleggja og leggja drög að tryggari og varanlegri lífsaf- komu, þ. á m. koma sér upp þaki yfir höfuðið með þeim skilyrðum að halda því án þrúgandi áhættu lítt yfirstíganlegra erfiðleika. Eins og áður var sagt er það áhyggjuefni, hve erfiðlega geng- ur að manna fiskiflotann og með versnandi horfum mun slíkt ástand eiga eftir að skaða þjóð- arbúið um ómældar fjárhæðir. Lítum þá aðeins á ungdóminn í dag. Það leynir sér ekki að sá afturkyrkingur sem í svo mörg- um var í gamla daga fyrirfinnst varla nú og innan við fermingu hefir hann eflaust ekki síðri skil- yrði til að leggja á sig líkamlegt erfiði en þá var og sízt eru tæki- færin færri til arðbærrar at- vinnu en þá var. Hitt er svo annað mál að for- eldrar unglinganna, sem flestir eru í sæmilegum tekjuskala, eru ekkert ginnkeypt við því, að bæta nokkrum tugum þúsunda ofaná tekjutoppinn, sem skattgreiðslu af þessum aukatekjum, sem þeir vinna sér ínn til þess að fata sig og létta á heimilinu á annan hátt. Þess utan stuðlar þetta beint og óbeint að því, að fæla ungling- ana frá því, að hefja nógu snemma þátttöku í atvinnulífinu og kynnast því, sem gæti um leið orðið til þess, að þeir fyndu sjálfa sig í lífrænum og jákvæðum fag- störfum, sem gætu komið þjóðar- búinu að hagkvæmara gagni en hið margumtalaða langskólanám, sem ótvírætt stefnir að því að yfirfylla þann „vinnumarkað", — ef hann er ekki þá þegar að verða fullmettur. Það leikur ekki á tveim tung- um, að margt þarf og verður að gera til endurbóta í þessum efn- um og sennilega fyrst og fremst með sterkum áhrifum á almenn- ingsálitið í þá átt, að góð verk- menntun er sízt ógöfugri né óvænlegri til velgengni í lífinu en eingöngu hin bóklega og reynsl- an hefir þegar sýnt ótvírætt að þar eru alls ekki allir nú, frekar en áður, á sinni „réttu hillu“ í lífinu. Og, sem betur fer hygg ég vís- ir vera að myndast í þessum efn- um, meðal þjóðarinnar, sem væn- legur er til bóta: Almenningsálitið er að taka breytingum, enda þótt hægt fari. Hjálpar þar drjúgt til aukin tekjuvon af sjómennsku og ann- arri atvinnu bundna sjávarút- veginum. En að sjálfsögðu þarf þarna að verða ör þróun og hraðari breyting. Um þetta mætti skrifa langt mál, því efnið er mikið og marg- þætt. En víkjum nokkrum orðum að sjálfum sjómönnunum. Því skal ekki á móti mælt, að á síðustu tímum hefir verið komið allverulega til móts við áratuga kröfur þeirra um aukin skatt- íríðindi og munar sennilega mest um 8% frádrag á heildartekjum, auk nokkurs frádrags, ef sjór er stundaður að staðaldri 6 mánuði eða lengur ár hvert. Þó er ekki þar með sagt að ekki megi betur gera en orðið er, ef slíkt skal að raunhæfu gagni koma. Og ekkert þýðir að ónotast við sjómenn út af því, þótt þeir hætti sjómennsku og hverfi í land til þægilegri starfa, eða bregða þeim um þegnskaparleysi af þeim sökum. Það ber engum öðrum fremur skylda til að stunda sjóinn. Það, sem stýrir í þeim efnum, er ekk- ert annað fremur en það, hver hin raunhæfu laun og lífsþægindi eru. Og þetta þurfa allir ábyrgir aðilar að gera sér að fullu ljóst. Ég leyfi mér að taka hér ein- falt en ljóst dæmi: Tveir fjölskyldufeður, annar sjómaður, en hinn landmaður. Sjómaðurinn er oft samanlagt 2—3 mánuði af árinu í landi og notar þá og nýtur þjóðar heimil- isins þennan tíma á sama hátt og VÍKINGUR 2

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.