Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Qupperneq 6
til skipherra varðskipanna og á-
hafna þeirra, þessir menn hafa
ieyst sín vandasömu og erfiðu
störf af hendi á þann veg, að þeir
eiga sérstakar þakkir skilið.
Vonir standa til, að innan
tveggja ára verðum við búnir að
fá viðurkennda 200 sjómílna
fiskveiðilögsögu, þá verður það
okkar eigin mál hvernig við hag-
nýtum þau auðæfi, sem við eig-
um í sjónum. Þá reynir á fiski-
fræðinga, stjórnvöld og ekki sízt
fiskimenn að veiði verði hagnýtt
sem bezt, en þó á þann veg að
fiskistofnum fjölgi á eðlilegan
hátt.
Það er nú að koma í ljós að
þrátt fyrir að íslenzki síldar-
stofninn var svo til uppurinn þá
virðist friðun undanfarinna ára
hafa gefið þann árangur, að ekki
muni verða langt þar til að hægt
verður að hefja síldveiðar í vax-
andi mæli.
Því megum við þó aldrei
gleyma, að fiskur er líf, sem auð-
velt er að útrýma, ef óvarlega er
að farið. Af því höfum við bitra
reynslu.
Þetta þing F.F.S.l. sem nú er
að hefja störf er 26. þing samtak-
anna. Þingið sitja 61 fulltrúi frá
14 félögum víðsvegar að af land-
inu. Á fyrri þingum sambands-
ins hafa oft verið gerðar mikil-
vægar ályktanir, sem hafa gripið
sterklega inn í þjóðmálin. Það
þarf engan að undra, því hér
sitja á rökstólum menn með
mikla reynslu í flestum þeim
málum, sem lúta að sjávarútvegi.
Að þessu sinni leggur stjórnin
fram fyrir þingið 10 málaflokka
til umræðu og ályktana, auk þess
sem hin ýmsu félög munu leggja
inn mál, sem eru meira stað-
bundin þeirra aðstæðum sérstak-
lega.
Ég hefi starfað að félagsmál-
um í 26 ár, þar af sem forseti
samtakanna í 4 ár. Ég hefi tekið
þá ákvörðun að gefa ekki kost á
mér til forsetakjörs aftur. Það er
svo með félagsmálin, að þau eru
mest unnin af áhuga og stundum
fórnfýsi. Þau verða því þreyt-
andi þegar árin líða. Það er einn-
ig sjálfsagt að skipta um starfs-
krafta með hæfilegu millibili.
„Nýir vendir sópa bezt.“
Nokkur
kveðjuorð
frá FFSl
til fráfarandi
forseta
Guðmundur Pétursson hefur
þegar hann hættir sem forseti
sambandsins, setið tvö kjörtíma-
bil. Þetta tímabil er kannski eitt
af þeim tímabilum, sem setja sér-
stakan blæ yfir starf það sem
unnið er af sambandsins hálfu,
kjaramálin settu mjög svip sinn
á þetta tímabil og fylgdist for-
setinn ævinlega mjög vel með
þeim málum, hann er þrautþjálf-
aður félagsmálamaður og er það
mikill styrkur þeim sem með
honum á að vinna. Þau tvö kjör-
tímabil, sem ég hef unnið undir
hans stjórn, hefur mér líkað þeim
mun betur samvinnan við hann
eftir því sem á hefur liðið.
Ég þakka Guðmundi ágæta
samvinnu og óska honum far-
sældar og fjölskyldu hans og
þakka ánægjulegt samstarf á
umræddu tímabili.
Ingólfur Stefánsson
ÚR ÁLYKTUNUM
26. ÞINGS FFSÍ:
Skólnmál
1. 26. þing F.F.S.Í. haldið í
Reykjavík 12. til 14. desember
1973, samþykkir að skora á
menntamálaráðuneyti og Alþingi
að veita allt það fjármagn sem
nauðsynlegt er til eflingar starfs
Stýrimannaskólans og Vélskóla
íslands, svo þeim reynist kleift
að veita nemendum skólanna sem
bezta fræðslu. ekki aðeins í hefð-
bundnum námsgreinum, heldur
einnig í sem flestu því sem varð-
ar þær fjölmörgu nýjungar sem
hafa verið og eru að ryðja sér til
rúms í sjávarútvegi.
2. Jafnframt skorar þingið á
samgönguráðuneytið að það setji
nú þegar ákveðnar reglur um
meðferð og afgreiðslu undan-
þágubeiðna, sem ráðuneytinu
berast, til skipstjórnar- og vél-
stjórnar.
Vill þingið í því sambandi
benda á þær alvarlegu hættur
sem af því geta leitt, ef yfirmenn
á skipum hafa ekki tilskilda lág-
marksmenntun til þeirra starfa
sem þeir eru ráðnir til.
Hér eftir verði ekki í neinu til-
felli veitt undanþága fyrir skip-
stjóra og jafnframt verði ekki
heimiluð lögskráning á neitt
skip nema minnst einn vélstjóri
hafi tilskilin vélstjóraréttindi.
3. 26. þing F.F.S.Í. skorar á
samgönguráðuneytið að skipa
nefnd til undirbúnings lagasetn-
ingar um fjölda áhafna skipa.
Öryggismál
26. þing F.F.S.f. skorar á sigl-
ingamálastjóra að settar verði
reglur um öryggisbúnað á spil-
um, gálgum og öðrum þeim veiði-
búnaði sem eru á fiskiskipum og
notuð eru við fiskveiðar. Eftirlit
á þessum búnaði sé framkvæmd-
ur þegar þurfa þykir og bendir
jafnframt á að þeir þrír menn
sem væntanlega verða ráðnir til
veiðarfæraeftirlits á vegum rík-
isins gætu jafnframt fram-
VÍKINGUR
6