Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Síða 10
MINNING
KARL B. STEFÁNSSON
vélstjóri
Þótt nokkuð sé um liðið síðan
Karl B. Stefánsson kvaddi okkur
samferðamenn sína hinztu
kveðju, finnst mér ekki annað
hlýða en hans sé minnzt á síðum
Sjómannablaðsins Víkings. Og
mér er vissulega Ijúft að rifja
upp minningar um þennan ágæt-
ismann.
Það var í Reykjavík haustið
1938, á hinu minna mótornám-
skeiði Fiskifélags Islands, að við
Karl kynntumst. Hann átti þá
heima hjá foreldrum sínum að
Hrísum í Fróðárhreppi á Snæ-
ellsnesi. Samgöngur voru þá treg-
ari en nú er, og þess vegna komst
Karl ekki á námskeiðið fyrr en
vika- var liðin af því. Samt fékk
hann eina af beztu einkunnunum
í lokin, en jafnframt námskeiðinu
stundaði hann nám í bókhaldi og
lauk prófi í því með ágætum.
Þetta er með öðru til marks um
námfýsi hans og skilning.
Á þessum tíma var ekki auð-
sótt að komast í vélfræðinám,
hvað þá ef efnalitlir menn utan af
landsbyggðinni áttu í hlut. Járn-
smiðjurnar voru eins konar for-
skóli Vélstjóraskólans, þannig að
menn fengu ekki inngöngu í hann
nema þeir hefðu lokið iðnnámi í
vélsmíði, en galiinn var sá, að
smiðjurnar voru í reynd að heita
mátti lokaðar iðnnemum (langur
biðlisti). Námskeið Fiskifélags
Islands bættu því úr brýnni þörf.
Karl B. Stefánsson var einn
þeirra, sem skildu til hlítar þörf
sjávarplássanna, útgerðarinnar
og þjóðarbúsins alls fyrir menn
með hina fyllstu vélfræði- og
tæknimenntun. Og jafnframt var
honum ljós þörfin á því, að unnt
væri að veita þá menntun á sem
hagkvæmastan og notadrýgstan
hátt, enda var það eitt af baráttu-
málum hans, að fá lögg.jöf um
þessi efni breytt.
Svo að vikið sé lítillega að hús-
næðismálum og peningaráðum á
þessum árum, þá má geta þess, að
meðan Karl var við nám, dvaldist
hann í herbergi sem föðurbróðir
hans (einhleypur togarasjómað-
ur) hafði á ieigu og bjó í. Að
námi loknu réðumst við Karl sem
vélstjórar á báta frá Akranesi og
tókum þar eitt herbergi á leigu í
félagi. Karl átti dívan með háum
haus, en ég átti sæng, kodda og
koffort. Við þetta bjuggum við út
vertíðina, en þá jukum við bú-
slóðina um dívan og lítið borð,
og var þar við látið sitja út árið.
Að sjálfsögðu lét Karl sér ekki
nægja hið minna vélstjórapróf.
Árið 1941 lauk hann með ágætis-
einkunn hinu meira vélstjóra-
prófi frá námskeiði Fiskifélags
íslands. Tveimur árum síðar var
hann ráðinn til þess að veita for-
stöðu hinu minna námskeiði fé-
lagsins á Akranesi, og gegndi
hann því starfi með prýði, enda
var hann fræðari góður. Að nám-
skeiðinu loknu færðu nemendurn-
ir honum áletrað gullúr í þakk-
lætisskyni. Árið 1945 sá Karl á
sama hátt um vélstjóranámskeið
í Stykkishólmi.
Karl stundaði vélstjórn á fiski-
bátum frá Akranesi og víðar.
Hann var fyrsti vélstjóri á m/s
Búðakl'etti frá Hafnarfirði og
m/s íslendingi frá Reykjavík,
sem sigldu með afla til Englands
á stríðsárunum. Hann var far-
sæll í starfi og fórst honum það
vel úr hendi.
Árið 1947 var Karl beðinn um
að takast á hendur framkvæmda-
stjórn Hraðfrystihúss Grundar-
fjarðar, en rekstur þess var þá
ekki vel á vegi staddur. Karl varð
við þessari beiðni og fluttist bú-
ferlum frá Reykjavík til Grund-
arfjarðar. Ekki leið á löngu áður
en hann varð þess vísari hvar
skórinn kreppti hjá fyrirtækinu.
Karl var jafnan fljótur að ná
valdi á nýjum viðfangsefnum og
gekk að þeim með djörfung og
framsýni, enda tókst honum að
koma rekstri frystihússins í gott
horf. Ekki virtist menntunar-
skortur há honum í hinu nýja og
framandi starfi, enda þótt skóla-
nám hans hefði aðeins verið í
barnaskóla hjá farandkennara,
auk vélstjórnar- og bókhalds-
náms, sem áður var minnzt á.
Karl veitti Hraðfrystihúsi Grund-
arfjarðar forstöðu allttil 1963, er
hann fluttist aftur til Reykjavík-
ur og gerðist yfirvélstjóri á fiski-
bátum og stundaði fleiri störf,
unz hann varð skrifstofustjóri
hjá Bátalóni í Hafnarfirði. Þar
lauk hann starfsævi sinni með
hinni mestu prýði, að mér er tjáð.
Karl B. Stefánsson var félags-
lyndur maður, öruggur á fund-
ur um málefni vélstjórastéttar-
innar, einn af stofnendum Mótor-
vélstjórafélags Islands 13. janú-
\im, góður og djarfur málflvti-
andi. Hann var mikill áhugamað
ar 1942, fyrsti ritari þess og ann-
ar formaður 1946—47.
Meðal þess fjölmarga, sem
Karl vann að innan MFÍ, var bar-
áttan fyrir breyttri löggjöf um
vélstjóramenntun, svo og barátt-
an fyrir sameiningu vélstjóra-
stéttarinnar í eitt félag, sem
mundi á allan hátt styrkja að-
stöðu hennar. Meðan Karl var
framkvæmdastjóri í Grundar-
firði, var hann ekki virkur félagi
vélstjórastéttarinnar, en hann
fyígdist þó alltaf með því sem
fram fór og tók þráðinn óðara
upp á ný, þegar hann kom aftur
til starfa sem vélstjóri. Hann var
VlKINGUR
10