Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Page 11
einn af fulltrúum vélstjóra á síð-
asta (25.) þingi FFSl í desember
1971. Þingfulltrúar muna eflaust
eftir virkri þátttöku hans í störf-
um þingsins og trausti því, sem
hann naut þar. Karl átti sæti í
ritnefnd Sjómannablaðsins Vík-
ings.
Karl B. Stefánsson fæddist að
Hrísum í Fróðárhreppi 25. nóv-
ember 1918, sonur hjónanna
Kristínar Sigurðardóttur og Stef-
áns Jónssonar, sem þar bjuggu
lengi. Karl var næstelztur 11
systkina. Það gefur auga leið, að
hann hefur snemma þurft að taka
til hendi og hjálpa foreldrunum
við að koma á legg svo stórum
hópi barna, enda vann hann þar
ötull að fram til tvítugs. Stefán
bóndi gerði út trillu og sóttu
drengirnir sjó með honum. Karl
komst því snemma í kynni við
sjóinn og meðferð véla.
Undir lok síðari heimsstyrjald-
ar hóf Karl búskap í Reykjavík
með fyrri konu sinni, Jenny Ás-
mundsdóttur frá Neskaupstað, en
lengst af voru þau búsett í Grund-
arfirði. Þau eignuðust sex börn,
fjórar stúlkur og tvo drengi. Áð-
ur hafði Karl eignazt einn son.
Árið 1963 slitu þau hjónin sam-
vistum og fluttist Karl þá til
Reykjavíkur. Hann kvæntist öðru
sinni Álfheiði Jónsdóttur frá Isa-
firði og eignuðust þau tvo diængi.
Karl átti við vanheilsu að
stríða síðustu árin og sáu flestir
kunningjar hans að hverju
stefndi. Hann hafði fengið tvö
mjög slæm hjartaáföll og þurfti
að gangast undir stranga læknis-
meðferð vegna þeirra. Hann
hvarf þó jafnan að störfum sín-
um aftur unz yfir lauk hinn 1.
júní síðastliðinn.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið að kynnast svo góðum
dreng og eignast svo kæran vin
og félaga sem Karl var. Ég þakka
honum margar samverustundir
við störf og leiki og ég þakka
honum baráttu hans fyrir málum
vélstjóra, þeim og þjóðfélaginu
til heilla. Guð leiði hann á vegum
nýrrar tilveru.
Daníel B. Guömundsson
SÖLUSAMBAND
ÍSLENZKRA
FISKFRAMLEIÐENDA
stofnað í júlímánuði 1932,
með samtökum fiskframleið-
enda, til þess að ná eðlilegu
verði á útfluítan fisk
landsmanna.
Skrifstofa Sölusambandsins er
í Aðalstræti 6.
Símnefni; FISKSÖLUNEFNDIIM
Sími: 11480 (7 línur).
TRETORN
SJÓSTÍGVÉLIN
Fullhá, álímd, lág og með
lausum svampgúmmísóla.
TRETORN
GÚMMÍVETLINGAR
Einkaumboðsmenn:
JÓN BERGSSON HF.
Laugavegi 178, Reykjavík
5335.
Ms. Laxá
Ms. Rangá
Ms. Selá
Ms. Langá
HAFSKIP HF.
Skrifstofa Hafnarhúsinu Sími 21160
Simnefni: Hafskip.
HAPPDRÆTTI DAS
60% af ágóða varið til bygg-
ingar Dvalarheimilisins.
SKRIFSTOFA AÐALSTRÆTI 6
Aðalumboð Vesturver.
Símar: 17117 og 17757
Önnumst viðgerðir á rafvélum
og raflögnum fyrir skip og í
landi.
Góðirfagmenn. Vönduð vinna.
Rafvélaverkstæðið
VOLTI
Norðurstíg 3, slmar 16458 og 16368
VÍKINGUR
11