Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Síða 12
Asgrímur St. Björnsson:
MJÓR ER MIKILS
VÍSIR
Ekki getur það talizt ný bóla
að minnzt sé á þörf fyrir skóla-
skip. Það eru mörg ár síðan ég
sá fyrst skrifað um þetta í blaði
og þar var hvatt til þess að eitt-
hvað yrði gert í málinu og það
strax. Síðan hefur mikið vatn
runnið til sjávar og tilraunir
verið gerðar með báta, varðskip
og nú síðast innskot fyrir Stýri-
mannaskólann á skipum Haf-
rannsóknai’stofnunarinnar. Ein-
hverra hluta vegna hafa þessar
tilraunir alltaf runnið út í sand-
inn, eða ekki komið að nægjan-
legum notum svo þær gætu opnað
augu áhrifamanna fyrir nauðsyn
sérstaks skips, sem eingöngu yrði
gert út í þessu augnamiði. Nægi-
leg rök er hægt að færa fyrir
þörfinni á skipi til þessara nota
og oft hefur það verið gert, en
það dugar bara ekki. Þeir, sem
með völdin hafa farið í landinu,
virðast alltaf vera þeirrar skoð-
unar að of mikill kostnaður sé
þessu samfara, en eftirtekjan
aftur á móti lítil. Sem betur fer
eru ekki allir sammála þessum
herrum, því tveir ábúðarfullir
ágætisdrengir á Alþingi þjóðar-
innar fluttu tillögu fyrir nokkr-
um árum um stofnun sjóvinnu-
skóla fyrir unglinga og að mig
minnir átti bátur að fljóta þar
með. Því miður sofnaði þetta í
nefnd og blessaðir drengirnii’
hafa ekki viljað vekja afkvæmi
sitt aftur til lífsins. Hafa sjálf-
sagt nógu mörgum öðrum hnöpp-
um að hneppa, en alltaf er von
meðan ekki er tilkynnt um and-
látið.
Til að fá fullkonma nýtingu á
skólaskijn yrði að huga vandlega
að stærð þess og útbúnaði áður
en lengra yrði haldið og miða við
að það yrði notað á vetrum til
þjálfunar nemenda allra sjó-
mannaskólanna. Hve langan
tíma hver og einn þyrfti að vera
um borð, yrði tíminn og reynslan
að segja til um, en einnig mætti
taka mið af reynslu t. d. Norð-
manna í þessum efnum. Ekki
kæmi mér það á óvart að menn
vildu heldur fá fleiri daga en
færri í þessum hluta námsins, til
þess benda umsagnir þeirra nem-
enda Stýi'imannaskólans, sem
farið hafa út með hafrannsókn-
arskipum.
Á sumrin þyrfti svo að gefa
unglingum, sem sjómennskustörf
vilja læra, tækifæri á að spreyta
sig, ekki mun skorta áhugann
þar. Vandinn er annar eins og
áður segir, og efalaust er það
skilningsleysi ráðamanna á þörf-
inni, sem erfiðast verður að sigr-
ast á. Það er ekkert samræmi í
skoðunum þessara manna, þegar
þeir láta í ljós í öðru orðinu að
öll framtíð þjóðarinnar hvíli á
sjósókn og siglingum, en þegar
minnzt er á fjármagn til að betr-
umbæta menntun sjómanna yfir-
leitt, þá heyrist í hinu orðinu, að
þetta sé allt gott og blessað eins
og það sé. Svona hafi þetta geng-
ið áður og reynzt vel. Þessu
fylgja svo tilheyrandi vangavelt-
Reykvíkingur IÍE 76, skólaskip Reykjavíkurborgar, sem gerður verður út af
Æskulýðsráði. Þarna á að vera unnt að kenna vinnubrögð við fiskveiðar og fleira.
VÍKINGUR
12