Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Side 13
ur með sjálfsánægjuropa, sem
eiga að túlka algjört áhugaleysi á
afgreiðslu málsins. Því miður
getur sjómannastéttin sjálfri sér
um kennt, hvernig málin hafa
þróazt eða hvernig þau hafa ekki
þróazt, eins og með öðrum þjóð-
um. Máttur sjómanna er í sam-
tökum þeirra, en þau eru dreifð
og duglaus og skortir þar fram-
tak nýrra og yngri manna, svo
þeir eldri og reyndari sofni ekki
á verðinum. Þetta er eins konar
lögmál, sem taka verður tillit til,
ef ekki á illa að fara.
Tilefni þessara sundurlausu
hugleiðinga er, að ég var við-
staddur fyrir skömmu sjósetn-
ingu báts í eigu Æskulýðsráðs
Reykjavíkur, er gefið var nafnið
Reykvíkingur R.E. 76. Báturinn
er gamall nótabátur, sem breytt
hefur verið í frambyggða trillu
og ekki verður annað séð en þetta
hafi tekizt vel. Að sögn forráða-
manna ráðsins er þetta eins kon-
ar tilraun með skólabát og gert
ráð fyrir að hægt verði að hafa
8 pilta eða stúlkur með í hverri
sjóferð, og möguleiki á að leið-
beina þeim og kenna, þó í smáum
stíl sé, eftirfarandi störf:
1. Almenna sjómennsku, svo
sem hegðun og aga, stýra
eftir áttavita, miðun og
radar og kennslu í siglinga-
reglum o. fl.
2. Hnýta slóða og veiða með
handfærum.
3. Setja upp, beita og leggja
línu.
4. Ganga frá og leggja ýsu-,
kola- eða hrognkelsanetum.
5. Fiskaðgerð og meðferð
fiskjar.
Gert er ráð fyrir að undanfari
þessa séu einhvers konar nám-
skeið í sjóvinnubrögðum. Mest
tel ég um vert að alúð, áhugi og
reglusemi verði höfð í fyrirrúmi
í allri starfseminni, en minna
geri til þó ekki sé stórt af stað
farið, heldur sannist hér mál-
tækið að mjór sé mikils vísir.
Ásgrhnur St. Bjömsson
Drifkeðjur og
keðjuhjól
Flestar stærðir ávallt
fyrirliggjandi.
Verðið mjög
hagstætt.
LANDSSMIÐJAN
SlMI 20680
Þóroddur Guómundsson:
Öldur Kyrrahafsins
Líkt og söngur af vörum einhverrar sírenu
eöa þá andvarp frá meyjarbrjósti
stiga ómarnir frá öldum hins mikla úthafs
upp í blátæran himin sem háleit þrá.
Líkt og bænir frá barmi, ýmist hljóölátar
eða með voldugum vængjaþyt,
lyftast þær við ströndina
og hníga svo aftur í hafsins djúp
til þess að endurfæðast með nýjum söng.
Oldur Kyrrahafsins eru. sem óminnisdísir,
er bjóða mér armlög sín og yndisleik,
þegar fundum loks ber saman.
Og auðvitað eru freistingarnar til þess,
að fallið sé fyrir þeim, af heilum huga:
Bg hníg því að barmi þeirra, heillaður.
Mér er Ijóst, að ég muni sakna þeirra sárt,
þegar ég hef borizt héðan með vestanvindinum,
að vísu í enn þá fagnaðsrílcari faðm.
Santa Monica, í september 1968.
VlKINGUR
13