Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Síða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Síða 18
heiðursskotin. Skömmu síðar stefndu þeir út milli sandrifj- anna, og það var eins og þeir gætu séð 400 ár aftur í tímann, og framundan sigldi Santa, Maria í sólarmóðu, með öll segl uppi og fána við hún, en reykur lyppaðist úr fallbyssukjöftunum eftir kveðjuskotin. Roald Amundsen, víkingasnekkjan af norðurslóð- um, fylgdi í kjölfarið til þess að sýna að skipin tvö væru jafn- ingjar. t.íifii á VI IíiiiI sliafi<> Hinn 7. febrúar leggja þeir á Atlantshafið með fjóra menn til þess að sinna seglunum. Þeir höfðu matvæli til þriggja mánaða og vatn til sama tíma, en enginn mátti nota það til þess að þvo sér úr. Og nú látum við Folgerö skip- stjóra taka við frásögninni eftir þeim minnisgreinum, sem hann skráði. Hinir breiðu, þungu sjóir frá Atlantshafinu komu á móti okk- ur. Um sex leytið um kvöldið tök- um við síðast mið af landi, og síðan hverfur það okkur sjónum. Umhverfis okkur er hið víð- feðma haf, þungar bylgjur, sem rísa ógnandi, hvítar í faldinn á stundum. Þær koma hver af ann- arri í endalausum fylkingum. Hans kemur aftur eftir, þar sem ég sit bundinn við stýrið. Hvað er langt til næsta lands, skipstjóri? 5000 mílur, svara ég. Hann horfir á mig hugsi. Hvað lengi verðum við að ná þangað ? Ja — ef vindur verður eins og í dag gætu það orðið 16 vikur. Ef hvessir hálfu meira, hugsa ég að það megi draga frá svo sem sex vikur. Þar með gengur hann fram á skip í þungum þönkum. Fyrir stafni eru 5000 mílur, og enginn veit lengra fram en bógur- inn nær. Á leiðinni undan Spánar- ströndum veiktist einn hásetinn, 18 og veðurfar var heldur rysjótt, en Roald Amundsen reyndist vel. Vegna veika hásetans var ætlun- in að koma við á Madeira, en veðurstaða hindraði, svo að kom- ið var við á Kanaríeyjum, og gerðist sitt hvað sögulegt á þess- um kafla leiðarinnar, og enn var siglt í vestur. I Nlailviniliilii'll iim Þegar við komum í staðvinda- beltið, settum við stefnuna á Kúbu. Fram að þessu höfðum við átt við sitthvað að stríða, en nú tóku við nýjar þrengingar: hit- inn og lognið. Hitinn er þolanleg- ur meðan einhver vottur er af vindi, en þegar lygnir og sólin ætlar allt að steikja, þá verður tilveran eins og í víti. Báturinn þolir ekki hitann og við verðum að ausa sjó yfir hann til þess að halda tréverkinu röku. Matur spillist og úldnar svo að fýluna leggur um allt skipið. Við verð- um að þvo kjötið og salta það upp. Smjörið bráðnar í döllun- um, og slím kemur í drykkjar- vatn. Við verðum að sjóða það áður en þess er neytt. Nú er kominn 8. marz og nýir íörunautar í kjölfarinu, hákarlar. Einn þeirra gleypti fyrir okkur loggið og mikið af logglínunni. En okkur tókst að stinga saman snæri og búa til „flyndru", og svo notum við sekúnduvísinn á sjó- úrinu. Við komumst þannig úr þeirri klípunni. 20. marz. Enn engan bát að sjá. Gaman hefði nú verið að sjá eitthvað annað en þessi sömu andlit dag eftir dag .Eftir leiðar- reikningnum ættum við að vera 180 mílur frá Porto Rico. Loftvogin féll ískyggilega hratt. Vindur snerist skyndilega til suðvesturs. Við urðum að breyta stefnu og halda frá landi norður á bóginn. Það hvessir unz kominn er stormur, og síðari hluta dags þolir báturinn naum- ast nokkurt segl. Okkur er ljóst að hér er hvirf- ilvindur á leiðinni. Allt í einu er vindur á norðvestan og sjórinn rýkur um okkur. Við björguðum segli í snatri, hefluðum það vel og létum síðan slag standa fyrir beru siglutrénu, undan veðri. Við höfðum allir bundið okkur. Báturinn hreint og beint sópaðist undan veðrinu. Himinn og haf runu í eitt í hvítri gæru. Við töldum nú víst að kom- ið væri að leiðarlokum. Smám saman jókst austur í bátnum, og hann seig hættulega djúpt í sjó- inn, en það var gagnslaust að hugsa um að dæla. Við gátum ekki staðið uppréttir á fótunum, hvað þá hugsað um nokkuð ann- að. Við gerðum ekkert annað 1 átta klukkustundir en bíða. Við gátum ekki heyrt í okkur sjálfum fyrri þórdunum veðursins, sem náttúran hafði sleppt á okkur lausbeizluðu. Sjálfur var ég bund- inn við áttavitastöpulinn og styttuna. Þegar ólögin skullu yfir fór ég í kaf og lá við köfnun, en hörundið hveið undan seltunni eins og eldur væri. Allt verður að taka enda, og líka þetta. Ég hugsaði mleð þakk- læti til Pettersens skipasmiðs heima í Korgen. Hann hefur sannarlega sýnt hvað hann getur, bæði með þessari skútu og Leifi Eiríkssyni. Eftir nokkrar stundir hafði veðrið lægt og dregið úr sjógangi. Vindur snerist til austurs. Segl voru komin upp og fyrri stefna haldin. En okkur hafði rekið margar mílur. Við Isabellnhöfðsi Hinn 3. apríl sjáum við Isa- belluhöfða á Haiti í hérumbil 14. sjómílna fjarlægð. Það er fyrsta landsýn í Vestur-Indíum. Hinn 5. apríl erum við í sundinu, en aftur lireppum við óveður, og enn einu sinni erum við á hættulegum slóð- um með grynningar allt um- hverfis. Við höfðum stritað mikið, en loks kom hinn míikli dagur, því að 8. apríl um morguninn sjáum við Morrokastala (við innsiglinguna til Havana á Kúbu). Það tekur okkur nokkra klukkutíma að komast þangað, en loks erum við VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.