Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Qupperneq 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Qupperneq 23
„Já, en ég á við, að mér finnst það sorglegt, að þér skuluð fá svona vitni hingað upp til að bera vitni frá Þrælkuninni og spítöl- unum, að ég skuli ekki fá eitt- livert almennilegt vitni til að vitna gegn mér“. „0, þær eru víst fullgóðar". „Nei, herra dómari, þér verðið að koma með eitthvað skárra áður en ég viðurkenni nokkuð. Þessi fröken með átta dagana, hana hef ég aldrei augum litið fyrr, og hin, ég tók ekki eftir hversu marga daga hún fékk, hana þekki ég ekki þótt ég fengi að glápa á hana í hálftíma lengur. Ég skal segja yður, herra dómari, að það er svona nokkuð, sem þær sitja og spinna saman þarna úti í Þrælk- uninni, þegar þeim leiðist. Og nú hefur Valborgu auðvitað fundizt, að fyrst að hún sæti í tugthúsinu, þá gæti ég gert það líka, og þegar hún segir, að ég hafi farið á fæt- ur þarna í niðamyrkri um nóttina og tekið peningana úr kjólnum, sem hékk á vegnum, þá má hún hafa góð augu; hún er að vísu töluvert úteygð, og hún hlýtur að hafa séð álíka vel og presturinn úti í fangelsinu, hann hefur tvenn gleraugu á nefinu, þegar hann prédikar, en hún hlýtur að hafa haft þrenn. Hún var hænufull, eða allur djöfulgangurinn, sem hún lenti í þetta kvöldd; það var nefnilega í svoleiðis ástandi, sem hún var; hún gat varla gengið og ég varð að hengja kjólinn upp fyrir hana. . .“ „Nú, en þér hengduð þó kjól- inn upp fyrir hana, Jensen minn; það var gott að við fengum að vita það. „Já, herra dómjari, það hrökk svona út úr mér. En það getur svo sem vel verið, að það sé hegning- arvert að hengja upp kjól fyrir svona bikkjur — ég þekki ekkert til þess.” „Nei, þér þurfið ekki að vera hræddur um að svo sé. En hugsið yður nú um þangað til næst, Lukkuriddari, hvort þér getið ekki munað eitthvað meira um þennan kjól“. „Nei, það er ekki til neins, herra dómari, því miður, ekki annað en það sem ég hef sagt, og þó að þér fylkið þeim öllum úr Þrælkuninni og öllum gínunum af Letigarðinum og Vestratugthúsi; ég get ekkert sagt annað. En ég vona, að yðar innri maður leiði sannleikann í ljós, því að þær eiga eftir að skipta um skoðun; og það þori ég að ábyrgjast, að ef þær verða látnar sverja eið, skal ég hengja mig upp á, að þann dag velta þær allar um hrygg“. „Farið burt með hann“, sagði dómjarinn aðeins. Á eftir rakst ég á yfirlögreglu- þjóninn á ganginum. „Eff, Lukkuriddari, hún var nógu illskeytt þessi með kjólinn“. „Já, þegar mikið er sagt er varla við að búast að allt sé jafn fallegt". Þá greip Hansen inn í, sá, sem situr í forstofunni: Honum fannst aldeilis, að fyrst að ég gæti ekki logið sennilegar, þá væri betra að segja sannleikann; nú hljóp líka litla, sæta, nýja stúlkan mín, Meta, um og spurði eftir mér sýknt og heilagt, og það var leið- inlegt fyrir hana að hún skyldi þurfa að flaksa svona alein um og blómstra til einskis. „Já, það er satt, Hansen, og sannleikann getur maður alltaf sagt, það er aldrei of seint. En eigi ég að viðurkenna, er það skil- yrðum bundið“. „Já, eitt aukabuff, það getur verið á borðinu með það sama“. „Nei, vitið þér hvað, ég viður- kenni ekki lengur fyrir eitt buff. Og ég er ekki eins og Næturgal- inn, hann viðurkenndi morð fyrir eitt buff, en þá var það bara upp- spuni, þegar þeir komu út á Am- ager til að grafa manninn upp. En get ég fengið eitt buff í dag án skilyrða? „Já, þér eruð nú þekktur mað- ur, Charles Jensen, svo að það ætti að vera hægt“. „Þá hugsar maður kannski að- eins betur um viðurkenninguna“. Nokkrum dögum seinna, þegar ég átti að fara aftur til yfir- heyrslu, sagði ég við yfirlögreglu- þjóninn: „Nú getið þér sagt fyrir- fram við dómarann, að viður- kenningin komi í dag. Því að ég hef verið meðhöndlaður á kurt- eislegan hátt og ég veldi heldur að komast fljótt út til nýju stúlk- unnar minnar aftur, svo að ég vil ekki hafa, að dómarinn þurfi að kveljast lengur yfir þessum hérna hexum og haladrósum og öllu því, sem þær ausa yfir hann; það er óheyrilegt hvað þessar gálur láta út úr sér, og þar að auki verður fulltrúinn að skrifa það allt nið- ur; svoleiðis menn ættu að hafa annað fyrir stafni. Ég get ekki betur gert en að segja já vil öllu, sem á mig er borið“. Þetta sagði ég líka við dómar- ann. „Nú, þér viðurkennið sem sagt, að þér hafið tekið þessar hundrað krónur“. „Já, herra dómari“. „Úr kjólvasanum?“ „Úr kjólvasanum og allt undan- tekningarlaust. . . “ „Og þér haldið ekki, að þér haf- ið haft nokkurn rétt til að taka peningana ?“ „Nei, alls ekki, herra dómari. Eg var ekki trúlofaður skjátunni, ekkert í áttina, guði sé lof, því að þetta er bölvuð blóðsuga skal ég segja yður. Og yfir höfuð getur hún ekki stöðvazt við neitt, hún vill ekki eiga neinn samastað, hún vill heldur flækjast um á búllun- um og drekka frítt og syngja þetta frá Bakkanum, þar sem hún söng í sumar, hún getur ekki átt neinn amennilegan kærasta". „Já, en hún hefur þó sagt mér frá því, að hún hafi átt kærasta í tvö ár, og það var mjög þokka- legur maður, sem hún þurfti aldrei að láta neitt hafa; hvað segir þér um það?“ „Það segi ég ekki nokkurn skap- aðan hlut um, herra dómari“. „Hvers vegna gerið þér það ekki ?“ „Vegna þess, að ef það er ekki lygi, þá er engin lygi til í veröld- inni“. „Nú, já, það getur verið að þér hafið á réttu að standa“, sagði hann sísvona. „En ef ég má leyfa mér, herra 28 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.