Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Qupperneq 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Qupperneq 27
Á frívaktinni Á stóru farþegaskipi mætti fyrsti stýrimaður nokkrum sinn- um bráðlaglegri stúlku, sem var farþegi á skipinu. Að lokum stóðst stýrimaður ekki mátið; hann vék sér að stúlkunni: „í hvert skipti, sem ég sé yður þá hugsa ég: „eigi leið þú oss í freistni." Stúlkan sendi honum yndislegt bros: ,,Og í hvert skipti er ég sé yður þá hugsa ég: „heldur frelsa oss frá illu." £k Það var á upphafsárum Land- helgisgæzlunnar, að eitt af varð- skipum okkar hafði tekið brezk- an togara í landhelgi. Skipherrann kallaði: „What name of the ship?“ „Helvetia," var kallað á móti dimmri röddu. „Ja hver fj. .., er þá ekki sá gamli sjálfur að veiðum í land- helgi,“ tautaði skipherrann og sigldi í burtu. (Skipið hét Hel- vetia.) Tveir Skotar réðu sig á skip. Annar þeirra var með mörg meðmælabréf, en hinn hafði enga slíka pappíra. Þegar í haf var komið var hin- um nýju hásetum sagt að þvo þilfar, en við það verk skolaði öðrum Skotanum fyrir borð og með honum fata, sem hann hélt á í hendinni. Hinn Skotinn hljóp til íbúðar skipstjóra: „Munið þér eftir VÍKINGUR manninum með öll góðu meðmæl- in, sem þér réðuð?“ „Auðvitað,“ svaraði skipstjór- inn. „Jæja, hann er nú stunginn af með vatnsfötuna yðar.“ £. — Ég held þetta ekki út leng- ur, kveinaði eiginkonan í hjóna- skilnaðarréttinum. Á hverju kvöldi heimtar maðurinn minn að ég fari í ískalt bað. — Hvernig dettur yður í ’nug að gera þeta, spurði dómarinn eiginmanninn ströngum rómi. —- 0, þetta er ekki illa meint, sagði eiginmaðurinn rólega. Eg er bara að herða kerlinguna, — við ætlum nefnilega í útilegu upp í Kerlingafjöll í surnar! — Þú veizt ekki hversu mikill dýravinur hún er. — Hún getur gert allt fyrir einn mink. Nýja fiskveiðilöggjöfin. 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.