Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Page 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Page 32
Árabátur, smíðaður á Vatnsnesi á öld- inni sem leið af þekktum bátasmið Ólafi Jónssyni á Gnýstöðum. Hann mun hafa smíðað um 120 báta, en þessi er einn eftir. — í fjörunni sést svo smíða- efnið, rekaviðurinn. togurum, Leifi heppna og Baldri (hálflíkan) og einum nýsköpun- artogara (Helgafelli), og safnið á einnig líkan af botnvörpung, en þar með er líka upptalið það sem Þjóðminjasafnið á frá þessum gríðarþýðingarmikla atvinnu- þætti okkar. Gömlu, kolakyntu gufuskipin eru nú með öllu horfin héðan af miðunum og þau fáu, sem erlend- is fljóta, eru víst nær öll safn- gripir. Og olíukyntu gufuskipin í flotanum eiga víst ekki ýkja- langan tíma eftir. Nú saxast óð- um á nýsköpunartogarana og er liér að hverfa tímabil, sem var mjög mikilsvert í þjóðarsögunni. — Mér þótti því mikið happ er safnið gat bjargað gömlu gufu- vélinni úr línuveiðaranum Sig- ríði, norskri vél frá 1917, fallegu og óskemmdu eintaki. En þar með er líka sagan öll. Ekki hefur tekizt að afla annarra hluta úr þessum skipum, ekki svo mikils sem stýrishjóls eða áttavita, vél- síma eða mahóníhurð, og ætti þó að vera eitthvað hægt úr að bæta með það. Og nú megum við hafa augun hjá okkur með nýsköpunartogar- ana. Einhverju þarf að halda eftir af stjórntækjum eða dæmi- gerðum hlutum úr þessum skip- um þegar þau eru seld í brota- járn, og einnig þarf að eignast góð líkön af þeim, líkön af veið- arfærum og myndir af skipun- um, áhöfnum, vinnunni um borð og öðru því, sem þeim tilheyrir. Með þessum skipum lýkur þætti síðutogaranna í útgerðarsögu okkar. Hið sama er að segja um síld- veiðarnar með gamla laginu. Leitun mun nú vera að gömlum nótabát, nótum, sjókíkjum og öðru því, sem síldveiðunum til- heyrði, og síldveiðar með herpi- nót verða líklega aldrei teknar upp aftur. Þá má nefna farskipin. Það er hörmulegt, að öll gömlu milli- landaskipin, t. d. Fossarnir gömlu, hafi horfið án þess að nokkur snefill sé eftir í landinu frá þeim til minja, ekki svo mik- ið sem skipsbjalla með nafni skips, ekkert siglingatæki eða annað það, sem minnir á skipin og lífið um borð, nema ljósmynd- ir. Og sagan endurtekur sig. Nú er nýi Gullfoss farinn og voru vissulega hörmuleg mistök að ekki skyldi unnt að skipta um einhver stjórntæki í honum áður en hann var seldur til að eiga til minja. Eg kom nýlega á tvö sjóminja- söfn í Noregi, í Bergen og Osló. Safnið í Bergen er nýlega sett upp og það ber mjög keim af verzlunarflotanum, en minna fer fyrir þætti fiskveiðanna. Þar var fjöldi gullfallegra líkana af róðr- arbátum, skútum, fyrstu gufu- skipunum, yngri gufuskipum, mótorskipum og mótorbátum. Þar voru stjórntæki frá ýmsum tímum, logg, sextantar, oktantar, leiðarbækur og fjölmargt annað, sem snertir farmennsku og sigl- ingar. Bátasafn er einnig þar myndarlegt, en geymt á öðrum stað. í Osló er nú verið að setja end- anlega upp hið stórglæsilega sjó- minjasafn, sem búið er að reisa sérstakt hús yfir á Byggðey, skammt frá bátasafninu og Fram-safninu. Rétt lijá er einnig húsið, sem geymir Kon Tiki og Ra, og niðri á ströndinni stendur Gjöa, skip Amundsens, nývið- gerð eftir langa útivist í Amer- íku. 1 safninu voru menn í óða- önn að koma fyrir safngripum, svo sem skipslíkönum, skipshlut- um, siglingatækjum, skjölum viðvíkjandi farmennsku og sigl- ingar. í einum stað var verið að hreinsa og styrkja tréverk úr skipi frá 17. öld, sem tekið hafði verið upp af sjávarbotni, og þarna var í rauninni allt, sem nöfnum tjáir að nefna og sjón- um er tengt. En tvennt vakti sér- staklega athygli mína, annars vegar lúkarskappi, þilfarshús, áttaviti, stýrishjól og fleiri tæki, sem voru ofan þilja á gömlu barkskipi, sem höggvið var upp um 1940, en menn höfðu þó haft fyrirhyggjuna að taka þessa hluti og geyma svo að þeir mættu síðar verða sýndir á safni. Hitt var hluti af reyksal, stigar og káetur úr norsku strandferða- skipi, gufuskipi, sem smíðað var um 1914 en nýlega var höggvið upp. Þarna voru framúrskarandi vandaðir hlutir, allt tréverk úr mahóní, ljósker úr kopar og með sandblásnu gleri, gluggarúður randslípaðar og áklæði vönduð. Allt bar vitni þeim tíma er menn Gufuvélin úr línuveiðaranum Sigríði, uppsett til geymslu í Þjóðminjasafni. Vélin var smiðuð í Kristiansand 1917, 242 hestöfl. Fallegur gripur í væntan- legu sjóminjasafni. VlKINGUR 32

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.