Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Page 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Page 34
Svar við grein um vökulög Hr. ritstjóri. í 9.—10. tbl. Víkings 1973 birtist grein eftir Ragnar Her- mannsson stýrimann, þar sem hann tekur fyrir vökulögin, og sér þeim allt til foráttu og óskar þess helzt af öllu að þessi sjálf- sögðu lög verði að engu gerð. Eigi verður annað sagt en að greinarhöfundur vaði villu og reyk þegar hann ræðir þessi mál auk þess að hann virðist lítið vita um það líf sem er um borð í hinum minni skuttogurum. Þó er auðvitað möguleiki fyrir því að hann eigi svo stóran hlut í togara að það geti verið hans hagur að fella niður vökulögin. En ef svo skyldi vera að hann viti ekkert um þessi mál, má benda honum á það, að venju- lega eru vaktirnar á hinum minni skuttogurum 6—6, nema sérstaklega standi á, eins og þeg- ar ekki hefst undan að gera að aflanum. Auk þess eru túrarnir venjulega talsvert styttri á þeim. í hinni umtöluðu grein er því haldið blákalt fram að hásetinn sofi í viku af hverjum hálfs mán- aðar túr. Hræddur er ég um að þar hafi orðið nokkuð slæm reikningsskekkja hjá greinar- höfundi. Samkvæmt því sem ég kemst næst, munu matmálstímar taka svona tvær stundir á sólar- hring, þ.e.a.s. hálf stund á undan vakt og hálf á eftir. Þetta gera 14 klst. á viku. Reikna má með því að sæmilega þrifnir menn noti 5 klst. á viku til að þrífa sjálfa sig, en það getur auðvitað verið að hásetarnir á þeim tog- ara, sem greinarhöfundur er á, séu svo miklir sóðar að þeir fái gæsahúð ef þeir heyra vatn renna, en þó efast ég um það. Ef áætlað er að menn noti um það bil eina stund á sólarhring til þess að hlusta á útvarp eða lesa blöðin gera það 7 klst. til viðbót- ar. Þá eru ekki eftir til svefns nema 58 klst. á viku, eða sem svarar rúmum 8 klst. á sólar- hring til jafnaðar, sem má heita nokkurn veginn nægur tími til svefns fyrir meðalmann sem vinnur erfiðisvinnu 12 tíma á sólarhring. Ef að hinsvegar væri farið út í 16 tíma vinnu á sólar- hring gera það 112 stundir á viku og eru þá eftir til eigin af- nota 56 klst. Ef að menn nota jafnmikinn tíma og fyrr til mat- ar og þvotta, en sleppa öllu ó- þarfa umstangi, t. d. blaðalestri, hafa þeir 37 stundir á viku til svefns, sem gera 5 klst. 17 mín- útur á sólarhring. Greinarhöf- undur hefur ef til vill ályktað sem svo, að ef frítíminn yrði styttur, myndi það verða til þess að menn færu að troða ofan í sig matnum í mesta flýti og fara svo beint í koju. Það er auðvitað hægt, en hræddur er ég þá um að ,,kallinn“ fengi talsvert marga þjáningarbræður í magaveikinni. Auk þess hefur svo óþrifnaður- inn aldrei verið talinn til kosta nema síður sé. Með tilvísun til ofangreindra staðreynda tel ég það kolranga stefnu að fara út í það að auka við landfríin á kostnað svefntímans og heilsunn- ar, heldur beri að fara aðrar leið- ir til þess og tel ég persónulega að slíkt eigi að gera með kjara- samningum og taka þá sérstak- lega iðnaðarmenn í landi til sam- anburðar þar sem starf togara- sjómannsins jafnast fyllilega upp á móti þeirri menntun sem iðnaðarmaðurinn hefur áunnið sér. Ég hefi grun um það að með launajöfnuði þessara tveggja stétta fengi togarasjómaðurinn fyrst raunverulegar kjarabætur sem yrðu þá til þess að hann l'engi að lifa mannsæmandi lífi og gæti leyft sér að vera meira hjá fjölskyldu sinni heldur en nú er. Kristján Kristjánsson Skipstjóra- og stýrimannafélagið ALDAN er flutt frá Bárugötu 11 að Grandagarði 5. Sími 23476 Pósthólf 7090 34 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.