Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Síða 35
UM ÖRYGGI
LOÐNUVEIÐISKIPA
Nú fer vetur í hönd og loðnu-
vertíðin nálgast. Það er því full
ástæða til að hugleiða hvað helzt
megi verða til aukins öi'yggis
loðnuveiðiskipanna og áhafna
þeirra. Mörg þeirra fiskiskipa,
sem í vetur fara á loðnuveiðar,
eru stór og vel búin skip, en
önnur eru minni en svo, að beita
megi nema með mikilli varkárni
og alls ekki í verstu veðrum. En
jafnvel stærstu og beztu skipum
getur hlekkst á ef ekki er gætt
fyllstu varúðar við veiðar, við
hleðslu og siglingu undan kröpp-
um sjó og veðrum. íslenzkar
reglur frá 1963 banna reyndar
að hlaða fiskiskip að vetrarlagi,
mánuðina október til apríl,
dýpra en að efri brún þilfars við
skipshlið. Þótt margir skipstjór-
ar hafi virt þessar reglur, þá er
þó ekki því að leyna, að ýmsir
hafa gerzt brotlegir, einkanlega
þegar mikil veiði hefur freistað,
sigling verið stutt til hafnar og
veður sæmilegt. Hvorki vil ég þó
afsaka gjörðir þeirra brotlegu,
né hóta aðgerðum gegn þeim.
Miklu meira virði er að skip-
stjórnarmenn geri sér sjálfir
fulla grein fyrir ábyrgð sinni,
bæði á mannslífum í þeirra um-
sjá og þeim verðmætum, sem
skipið er. Það er góðra gjalda
vert að skipstjórar kalli alla
skipshöfn upp í brú, og láti alla
vera í bjargbeltum tilbúna til að
yfirgefa drekkhlaðið skip á leið
til hafnar, en þótt áhöfn geti
bjargast þá er það mikið vafa-
mál í hve mikla tvísýnu er rétt
að stefna þeim verðmætum, sem
í húfi eru.
Það er reyndar rétt athugað
hjá mörgum skipstjóra, að á
loðnuveiðum er það til aukins ör-
yggis, ef hægt er að fylla lestar
alveg, þannig að ekki sé hætta á
að þessi lausi farmur sláist til í
lest. En þá ber að athuga stærð
lestarrýmis miðað við burðar-
getu hvers einstaks skips. Bezt
væri að takmarka stærð lestar á
loðnuveiðum þannig, að með fulla
lest af loðnu væri skipið ekki
lestað dýpra en að efri brún þil-
fars við skipshlið, eins og regl-
VlKINGUE
urnar gera ráð fyrir. Nú hafa
mörg skip verið lengd. Lengingin
hefur í öllum tilfellum bætt lest-
arrými við skipið. Mörg lengdu
skipanna þola ekki fullar lestar
af loðnu nema hlaðast mikið
fram og hlaðast dýpra en að þil-
farsbrún. Bezta leiðin til aukins
öryggis þessara lengdu skipa, og
reyndar annarra skipa líka, sem
hafa stórar lestar miðað við
skipsstærð, væri að setja sterkt
þverþil framarlega í lest, og tak-
marka loðnufarm við rúmmál
lestar aftan við þetta þil. Með
auknu flotrými fremst verja
skipin sig betur á siglingu og
þeim er verulega minni hætta
búin. Að sjálfsögðu þarf að búa
svo um lensingu, að dælur nái að
tærna sjó úr þessu rými fremst í
lest.
Þá er að huga að öðrum þeim
atriðum sem verða mega loðnu-
skipum til aukins öryggis. Þar vil
ég fyrst nefna nauðsyn þess, að
lestarlúgur séu ávallt vel lokaðar
vatnsþétt (skálkaðar) strax þeg-
ar farmi hefur verið komið fyrir
í lest. Sama gildir um vatnsþétta
lokun á öllum hurðum og opum
á aðalþilfari, bæði hurðum aftan
á bakka og á reisn. Austurop á
skjólborði þarf að hafa vel opin,
þannig að allur sjór renni við-
stöðulaust af þilfari fyrir borð.
Enga stíuuppstillingu skal hafa
á þilfari ef enginn farmur er
þar.
Þetta kann að þykja óþarfa
íhlutunarsemi og áminning um
sjálfsögð atriði, sem öll eru á
ábyrgð skipstjóra, en stundum
getur þó verið gagnlegt að rifja
upp jafnvel einföldustu og sjálf-
sögðustu öryggisatriði. Þau eru
þá ofarlega í huga og nærtækari
þegar á reynir.
Svo eru það minni stærðir
loðnuskipanna. Eins og nefnt var
hér að framan, þá er það að mín-
um dómi mjög varhugavert að
beita minnstu skipunum við
loðnuveiðar um hávetur, þegar
allra veðra er von. Þar á ég sér-
staklega við tréskipin, sem fæst
hafa sömu möguleika og stálskip-
in á að loka hurðum á aðalþilfari
vatnsþétt, og þil í þessum skipum
eru í fæstum tilfellum vatnsþétt.
Bg vil því beina þeim tilmælum
til útgerðarmanna og skipstjóra,
að þeir geri sér sem bezta grein
fyrir því, hvað bjóða megi hverju
einstöku þessara minni skipa, og
miða þá við þeirra eigin reynslu.
Ef að athuguðu máli er talið rétt-
lætanlegt að beita þessum minni
skipum á loðnuveiðum að vetrar-
lagi, þá væri rétt að kanna um
leið öll þau atriði varðandi vatns-
þétta lokun, lestarbúnað, austur-
op og annað það, sem áríðandi er
að uppfylli ströngustu kröfur til
að fyllsta öryggis sé gætt miðað
við stærð skipanna.
Hér hefur verið rætt um skip-
in sjálf, en auðvitað er það ávallt
skylda hvers ábyrgs skipstjórn-
armanns að sjá svo um að áhöfn
þekki vel staðsetningu og notkun
bjargbelta, gúmmíbáta og neyð-
artalstöðva, ef vera kynni að
grípa þyrfti til þessa búnaðar
fyrirvaralaust. Það er þó einlæg
von mín að til þess komi ekki á
þessari komandi loðnuvertíð, og
vil því óska öllum íslenzkum
skipstjórnarmönnum þess, að
þeir megi sigla skipum sínum
heilum í höfn á þessum vetri, án
skiptapa og sjóslysa, færandi
björg í bú okkar allra sem þetta
eyland byggjum.
Reykjavík, 11. desember 1973.
Hjálmar R. Báröarson
35