Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Blaðsíða 1
EFNISYFIRLIT
SJÓMANNABLAÐIÐ
Guðmundur Jensson:
Dökkt í álinn við áramót
Jónas Guðmundsson:
Rætt við Einar B. Ingvarsson
aðst.m. sjávarútvegsráðh.
H. Hermannss., skipstj. ísaf.:
Er stefnt að stjómskipuðum
fiskveiðum?
Fréttir úr fjörðum og víkum
á Vestfjörðum.
Tómas Helgason próf. dr. med.:
Frumathugun á heilsufari
og fjölskyldulífi sjómanna . . .
Guðm. Hallvarðsson:
Þankar um líf og fjölskyldu
sjómannsins.
Halldór Halldórsson, stýrim.:
Athyglisverður togari.
Steindór Ámason, skipstj.:
Leiðréttingar vegna
sjónvarpsþáttar
SJÓMANNABLAÐIÐ
VÍKINGUR
Útgefandi: F.F.S.Í.
Ritstjórar: Guðm. Jensson (áb).
og Jónas Guðmundsson.
Ritnefnd: Guðm. Ibsen, Jón
Wium, Ólafur Vignir Sigurðsson.
Varamenn: Ásgrímur Björnsson,
Guðm. Jónsson, Guðni
Sigurjónsson.
Ritstjórn og afgreiðsla er að
Bárugötu 11, Reykjavík.
Utanáskrift:
Sjómannablaðið Víkingur,
Pósthólf 425, Reykjavík.
Sími 15653.
Setning, umbrot, filmuvinna:
Prentstofa G. Benediktssonar.
Prentun: ísafoldarprentsm. h.f.
VÍKINGUR
VfKINGUR
38. ÁRGANGUR — 1. TÖLUBLAÐ 1976
Guðmundur Jensson:
Dökkt í álinn við áramót
Víkingurinn er nú a8 hefja 38. dr-
ganginn í samfelldri útgáfu.
Eins og að líkum lœtur hefir ekki
ávallt blásið byrlega um framtíð
blaðsins á þeim tímum byltinga-
kenndra breytinga sem yfir þjóðina
hafa riðið á þessu tímaskeiði, og ef
satt skal segja voru lífsþræðirnir oft
á tíðum grannt spunnir í samkeppni
við þau ódœmi af tímaritaflóði, sem
yfir þjóðina helltist upp úr síðustu
heimsstyrjöld og siðan.
En sterkir kraftar úr sjómanna-
stétt hrintu þessu blaði sínu úr hlaði
og þar var ekki tjaldað til einnar
nætur.
Og fullyrða má, að áhrif þeirra
hugsjónamanna í sjómannastétt, sem
báru blaðið uppi; studdu það með
efni og útbreiðslu, þeirra áhrifa gæt-
ir enn í dag, enda þótt flestir séu nú
horfnir af sjónarsviðinu.
Þess vegna mun Víkingurinn,
þrátt fyrir allar þjóðlífssviptingar
halda ótrauður áfram. Eru vinsœld-
ir Víkingsins og útbreiðsla meðal
landsmanna ennþá með þeim ágæt-
um að óþarft virðist að kvíða fram-
tíðinni.
En það þýðir sannarlega ekki, að
Víkingurinn sé nógu gott og fjöl-
breytt tímarit. Síður en svo. Hann
þarf að batna að efni og frágangi
og ná til ennþá fleiri lesenda til þess
að geta á sem áhrifaríkastan hátt
þjónað því hlutverki, sem málgagn,
3 h 1 h 0 0
ekki aðeins sjómannastéttarinnar,
sem er einn sterkasti burðarás þjóð-
félagsins, heldur einnig og ekkert
síður þeirra framsæknu einstaklinga
og félagsafla, sem láta sig hag, heill
og framsækni vakandi þjóðar
miklu varða.
Við slíka aðila vill Víkingurinn
eiga samskipti og byggja framtíð
sína á.
Mörg eru vandamálin, sem fram-
undan eru og mun sanni nær, að
sjaldan eða aldrei höfum við staðið
á krítískari tímamótum en í upphafi
þessa árs. Agengar þjóðir leita fast
á og krefja okkur um sinn „hefð-
bundna“ skammt af lífsbjörg okkar,
fiskinum.
Leiða hjá sér og skella skollaeyr-
um við þeirri augljósu staðreynd,
að nú skal þeirra tímaskeiði á ís-
lenzkum fiskimiður endanlega lok-
ið. Og þótt fyrr hefði verið. Tíma-
bil nýlendukúgunar er að renna.
sitt skeið. Það þróunarhjól verður
ekki stöðvað.
Hvers virði er sjálfstœði einnar
þjóðar, sem nœr ekki fullu eignar-
haldi á sínum auðlindum. Verður sú
þjóð ekki ávallt eins konar hjáleiga,
með skattbyrðar sem getur orðið
slíkur hemill á hennar athafnalífi,
eða binda henni þá bagga, sem
henni verður um megn að standa
1