Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Blaðsíða 4
1
1
Einar B. /ngvarsson, aðstm. sjávarútvegsráðh.
Þó segja megi sem svo, að ör-
lög þjóðarinnar róðist ó hafinu að
verulegu leyti, ræðst hluti vand-
ans samt í stjórnarklaustrunum. Al-
þingi og ríkisstjórn taka vanda
okkar til úrlausnar, gefa og taka
nauðsynjar okkar og munað eftir
órferði.
Nú eru vondir tímar ó íslandi,
fiskur er bæði smór og vondur og
hrikalegir erfiðleikar virðast fram-
undan í fiskveiðum og vinnslu sjóv-
arafla.
Svo mikill er vandi útgerðarinn-
ar, að rætt hefur verið í alvöru um
að leggja stórum hluta fiskiflotans
fyrir fullt og fast, þar eð fiskstofn-
ar mega ekki við þessari miklu
sókn.
Til þess að gefa lesendum innsýn
í þessi mál — vanda sjávarútvegs-
ins og þá sérstaklega útgerðarinnar,
hittum við að máli Einar B. Ingv-
arsson, aðstoðarmann sjávarútvegs-
ráðherra, en það kemur m.a. í hlut
sjávarútvegsráðherra að fjalla um
þessi mál, eða þann hluta vandans
sem ræðst í ráðuneytinu.
Einar B. Ingvarsson er þaulkunn-
ugur sjávarútvegi okkar, og það er
ekki nein tilviljun, að hann er valinn
til þessa þýðingarmikla starfa. Hann
var áður bankastjóri Landsbankans
á ísafirði, en hefur þar að auki
gegnt margvíslegum trúnaðarstörf-
um fyrir Landsbankann, einkum er
varðar útgerð og fiskveiðar, eða
lánamál þessara atvinnuvega.
Við hittum Einar að máli á dög-
unum — í fyrstu viku eftir áramót,
um það bil sem fyrstu loðnuskipin
voru að láta úr höfn. Hann hafði
þetta að segja; en fyrst höfðum við
spurt um álit hans á stærð bátaflot-
ans.
OF MARGIR BÁTAR?
— Það er mál manna, að báta-
flotinn, eða fiskiskipaflotinn sé
stærri nú en við höfum not fyrir
við ríkjandi aðstæður á fiskimiðun-
um. Það er talið af mönnum, sem
skoðað hafa þessi mál ofan í grunn-
Einar B. Ingvarsson.
inn, að floti okkar sé afkastameiri en
fiskistofnarnir, ef svo má að orði
komast.
Án þess að ég vilji ákvarða stærð-
armörkin mjög nákvæmlega er því
ekki að leyna, að þetta hefur orðið
til þess að stjómvöld og útgerðar-
menn verða að grípa til einhverra
úrræða til þess að tryggja nauðsyn-
lega friðun og gera útgerðinni og
atvinnuvegunum kleift að starfa við
þessi skilyrði.
— Er rétt að grípa til fisk-
skömmtunar, eða eigum við að
lóta þó fiska sem róa, eins og
verið hefur um aldir?
— Yfirleitt eru menn fylgjandi
frelsi á hafinu, frelsi til fiskveiða er
þýðingarmikið. En fiskurinn er svo
að segja eina auðlindin, sem nýtt
er á íslandi í dag. Það hefur því
verið nauðsynlegt að skipuleggja
fiskveiðarnar og saga þeirrar skipu-
lagningar er orðin mjög löng, þótt
meiri stjórnun hafi verið á þessum
málum á seinustu árum, en það er
bágborið ástand fiskistofnana, sem
er orsök margvíslegra hindrana, en
ekki þörf á ráðsmennsku.
— Gott dæmi um þetta eru t.d.
rækjuveiðarnar. Rækja hefur verið
skömmtuð um margra ára skeið t.d.
á Vestfjörðum, á Húnaflóa og víðar.
Þ.e.a.s. aðeins hefur verið leyft að
veiða ákveðið magn af rækju á
hverju ári
4
VÍKINGUR