Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Síða 5
í þessar veiðar hefur sótt mikill
fjöldi báta og að áliti margra eru
þetta einhverjar óhagkvæmustu
fiskveiðar sem stundaðar eru á ís-
landi í dag. Allt of margir bátar
stunda þessar veiðar og þess vegna
verða veiðarnar óhagkvæmar.
— Það er ef til vill andstætt hug-
myndum manna um athafnafrelsi
og jafnan rétt fiskimanna, að tak-
marka bátaflotann, sem þessar veið-
ar stunda, en ef við á hinn bóginn
gerum okkur það ljóst að við gætum
veitt sama magn með helmingi færri
bátum — og sjómönnum, þá gefur
það auga leið að það er hagkvæm-
ara fyrir þjóðarbúið að takmarka
bátafjöldann.
— Þetta á ekki aðeins við um
rækjuna. Ef við beitum of miklum
flota á stofna sem hafa takmarkað
veiðiþol, þá versnar afkoma sjó-
manna og útgerðar.
— Það hefur líka gert skipulags-
málin áhugaverðari að olíuverð og
útgerðarkostnaður hefur vaxið stór-
lega. Gjaldeyrisnotkun fiskveiðiflot-
ans, eða einstakra veiðiaðferða hlýt-
ur að koma til nýrrar skoðunar og
krefjast nýrra úrræða.
NÝ LÖGGJÖF UM
FISKVEIÐAR
— Nú hefur verið rætt um nýja
heildarlöggjöf um fiskveiðar. Hvað
er að frétta af því máli?
— Fiskveiðilaganefnd vinnur að
nýjum reglum um takmörkun veiða
og skipulag fiskveiða, svæðaskipt-
ingu og öðru slíku. Þetta er kannski
ekki neitt nýtt, því ýmsar friðunar-
reglur hafa verið í gildi um all larigt
skeið eins og við vitum. Nefndin
starfar af fullum krafti og fyrirhug-
að mun vera að leggja álit hennar
eða frumvarp um þetta efni fyrir
Alþingi er það kemur saman í lok
þessa mánaðar.
— Þetta skeður á sama tíma og
verið er að Ijúka við endurnýjun
togaraflotans?
— Já, það má segja það. Hér var
það sjónarmið ríkjandi að greiða
Einn hinna nýju skuttogara.
bæri sem mest fyrir kaupum og smíði
á nýjum togaraflota, til þess að efla
atvinnu í landinu. Mikið frjálsræði
hefur verið ríkjandi í þessum efnum
og ríkisvaldið hefur reynt að útvega
nægjanlegt fjármagn til kaupa á
fiskiskipum og togurum. Nú eru tog-
ararnir taldir vera of margir og því
er nauðsynlegt að gera ráðstafanir
til friðunar.
— Þetta vekur líka þá spurningu,
hvort rétt sé að málum staðið frá
upphafi. Á skal að ósi stemma. Við
Islendingar erum því vanastir að
gera allt í bylgjum. Skúturnar komu
í bylgjum, togararnir, nýsköpunar-
togararnir, nótaskipin og nú seinast
skuttogaraflotinn. Þetta er í raun-
inni vond aðferð við fjárfestingu í
iðnaði eða atvinnugrein. Stöðug,
markviss endurnýjun væri æskilegri,
tryggði vissar framfarir í skrefum.
Stóru stökkin valda miklum vanda.
T.d. má segja að rekstrargrundvöll-
ur heils togaraflota hafi verið óvið-
unandi á sama tíma og fjárfesting-
in í þessum skipum var í hámarki.
— Svo vil ég minna á annað þýð-
ingarmikið atriði. Ef fiskiskipin eru
of mörg, þá höfum við bara ekki
sjómenn til þess að manna þau for-
svaranlega. Of mörg fiskiskip þýðir
einfaldlega það, að afkoma útgerð-
ar og sjómanna verður verri og þeg-
ar ekki er hægt að borga sjómönn-
um sómasamlega, þá kemur mann-
eklan til sögunnar. Undirstaða góðra
kjara sjómanna er fiskafli. Ef hann
er ekki fyrir hendi þá er líklega sama
hvað við eigum góð skip. Menn fara
í land.
VERÐUR HLUTA FLOTANS LAGT?
— Verður einhverjum hluta
fiskiflotans lagt á næstunni?
— Um þau mál er fjallað, eða
verður fjallað í nýskipaðri nefnd,
sem er að taka til starfa. Eins og
komið hefur fram í opinberri um-
ræðu, hafa menn varpað þeirri hug-
mynd fram að leggja beri stórum
hluta fiskiskipaflotans, a.m.k. um
tíma.
Nefndin er skipuð af sjávarút-
vegsráðuneytinu 22. desember 1975
og falið að gera tillögur um skipan
og stjómun fiskveiða hér við land,
með sérstöku tilliti til skýrslna fiski-
fræðinga um ástand fiskistofnanna.
Nefndina skipa Einar B. Ingvars-
son, aðst.m. ráðherra, formaður, án
tilnefningar, Ásgeir Sölvason, skip-
stjóri, tilnefndur af FFSÍ, Bjöm
Guðmundsson, útgerðarmaður, til-
nefndur af LÍÚ, Eggert Jónsson,
hagfræðingur, tilnefndur af Fiski-
málaráði, Már Elíasson, fiskimála-
stjóri, tilnefndur af Fiskifélagi ís-
lands, Sigfús Schopka, fiskifræðing-
ur, tilnefndur af Hafrannsóknastofn-
uninni, Tryggvi Helgason, sjómað-
ur, tilnefndur af Sjómannasambandi
íslands, Vilhelm Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri, tilnefndur af LÍÚ.
Varamenn: Jakob Magnússon, fiski-
fræðingur, tilnefndur af Hafrann-
sóknastofnuninni, Jónas Blöndal,
skrifstofustjóri, tilnefndur af Fiski-
félagi Islands, Magni Kristjánsson,
skipstjóri, tilnefndur af FFSÍ, Ólaf-
ur Björnsson, útgerðarmaður, til-
nefndur af Fiskimálaráði, Pétur Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri, tilnefnd-
ur af Sjómannasambandi íslands,
Stefán Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri, tilnefndur af LÍÚ, Tómas
Þorvaldsson, framkvæmdastjóri, til-
nefndur af LÍÚ.
Þessi nefnd, sem hefur nafnið
FISKVEIÐINEFND mun fjalla
um þessi mál, og mun þessi vinnu-
hópur skoða málið og ræða þá val-
kosti sem fyrir hendi eru og skila
síðan áliti til ráðuneytisins. Þar á
meðal verður það skoðað hvort rétt
VÍKINGUR
5