Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Page 7
sé að leggja hreinlega þeim hluta
fiskiskipaflotans, sem óarðbærastur
er.
— Það sem fyrir þessum starfs-
hópi liggur nú þegar, er skýrsla
fiskifræðinga um ástand fiskistofn-
anna, svarta skýrslan, og svo eitt og
annað frá fiskveiðilaganefndinni,
sem hún mun láta okkur í té. Og svo
auðvitað skoðanir þeirra er taka þátt
í störfum nefndarinnar og viðhorf
þeirra hópa, eða starfsgreina er þeir
starfa fyrir.
Þá má ekki gleyma athugun, sem
Fiskifélagið hefur gert á afkasta-
getu fiskiskipaflotans og skýrslu sem
verið er að vinna um sama efni hjá
Framkvæmdastofnun ríkisins.
Þá mun Þjóðhagsstofnun gera út-
tekt á því hvaða tegund fiskiskipa
hefur hentað best hér á landi. Það
er því von okkar hér í ráðuneytinu
að eins vel sé að þessum málum
staðið og völ er á.
AÐ GERA ÚT Á
SJÓÐAKERFIÐ
— Nú er því stundum haldið
fram að sumir menn geri úf ó
sjóðakerfið. Hvað er ótt við með
því?
— Það er nú erfitt að svara því.
Þetta eru orð, sem oft eru viðhorf.
Þeim er slegið fram í tíma og ótíma,
en nánari skýringu vantar.
— Ég get ekki séð, hvernig menn
geta gert út með þessu móti. Mis-
notkun er ávallt erfitt að hindra
með öllu. Menn reyna stundum að
misnota sér aðstöðu sína, en ég get
ekki skilið hvernig þetta er hægt.
Menn fá olíu með niðurgreiddu
verði. Menn verða að kaupa olíu
til að fá þessar niðurgreiðslur.
Kannski gætu þeir reynt að selja
niðurgreidda olíu hærra verði í
landi, en bágt á ég að trúa því, að
það sé gert. Nú, og mjög áreiðan-
legra gagna er krafist til þess að fá
greiðslu, t.d. úr aflatryggingasjóði.
Sjóðakerfið lætur sér ekki nægja yf-
irlýsingar, heldur kannar úthalds-
tíma skipanna og landanir þeirra.
VÍKINGUR
— Annars mega menn heldur
ekki gleyma því hvers vegna t.d. var
stofnað til olíusjóðsins. að var til
þess a, mæta hrikalegum vanda, sem
skall yfir á einni nóttu. Olíukrepp-
unni. Þá var ákveðið að láta loðnu-
flotann borga fyrstu niðurgreiðsluna
fyrir alla. Menn áttu ekki von á
að þessi kreppa stæði lengi. Það var
því verið að bregðast við skyndileg-
um vanda útgerðarinnar. Síðan hef-
ur þetta haldið áfram og hefur að
áliti margra gengið sér til húðar. Ég
held, að engir verði fegnari en við
hér ,og sjávarútvegsráðherra þar
með talinn, ef hægt er að losa sig
við þetta mál. Ég vil líka endur-
taka það, að aðhald er mjög
strangt með greiðslur úr sjóðakerf-
inu.
ANNARHVER FISKUR TIL AÐ
GREIÐA OLÍUNA
— Því er haldið fram að nú
fari raunverulega annarhver fiskur
hjó stóru togurunum í það að
greiða olíuna- Er það rétt?
— Ekki hef ég nú reiknað það
dæmi þannig. Hinu er ekki að leyna,
að hluti vandans — mikill hluti hans
— er fólgin í hækkun á brennslu-
olíu fiskiskipaflotans og þá ekki hvað
síst stærri togaraflotans. Eins og
fram kom hér að framan, þá er
vandinn meðal annars skoðaður frá
þessu sjónarmiði, að gjaldeyriseyðsla
fiskiskipa hefur aukist, bæði vegna
hækkunar á brennsluolíu og eins
vegna tilkostnaðar, sem hækkað
hefur svo að segja á öllum sviðum
útgerðar og fiskveiða.
Ráðuneytið setti á laggimar
„svartolíunefnd“ nefnd sérfræðinga
til þess að safna upplýsingum og
veita ráð um notkun svartolíu í
stað dieseloliu á togaraflotanum, eða
hluta hans. Svartolíunefnd er nefnd
sérfræðinga, sem leiðbeinir, en hef-
ur ekki úrslitavald og við teljum
að nefndin hafi náð umtalsverðum
árangri og hafði þegar sparað
þjóðinni stórfé.
— Eftir því sem okkur er tjáð,
virðist þetta ætla að ganga mjög
vel og verulegur sparnaður hefur
náðst. Rússneska svartolían hefur
ýmsa góða eiginleika til brennslu og
er líkari marine-dieselolíu en svart-
olía frá öðrum heimshlutum að því
að talið er. Flestallir japönsku skut-
togararnir eru nú byrjaðir að brenna
svartolíu og nú mun standa til að
stóru pólsku togararnir taki að
brenna svartolíu. Þetta er ekki gert
með tilskipunum, heldur er málið
unnið í samráði við útgerðirnar.
— Við boðum ekki neina svart-
olíustefnu. Við greiðum kostnaðinn
við svartolíunefndina og viljum
gjarnan komast að raun um, hvernig
unnt er að lækka eldsneytiskostnað-
inn og útgerðarkostnaðinn með
þessum hætti og hvað mikið.
Við liðsinnum nefndinni, en
hvetjum þó enga sérstaklega til þess
að breyta til. Það er skiljanlega viss
hræðsla við svartolíuna, og hún
hentar stórum vélum misvel, að sögn
kunnáttumanna. Það er til lítils að
brenna svartolíu ef ávinningurinn
tapast í löngum vélarhreinsunum
eða vélaskemmdum.
NÝMÆLI f LÍNUVEIÐI
— Aukast umsvif sjóvarútvegs-
róðuneytisins?
— Ekki skal ég segja um það, því
ég hef ekki verið hér lengi. Hitt er
annað mál, fiskveiðarnar og sjávar-
útvegsmálin eru dálítið í sviðsljós-
inu þessa dagana og við hrikalegan
vanda er að fást. Minnkandi afli,
lágt afurðaverð og aukinn tilkostn-
aður við útgerð. Þetta kallar á auk-
in umsvif stjórnvalda.
Við getum líka orðað þetta á
annan hátt. Það verður hreinlega að
endurmeta sjávarútveginn til þess
að ná hagkvæmni.
— Eru nokkur nýmæli í útgerð?
— eins og áður sagði stendur nú
til að skoða alla þætti útgerðarinn-
ar, og hinar ýmsu veiðiaðferðir.
- Menn leita nýrra ráða. Það er til
dæmis í gangi mjög athyglisverð til-
raun hjá Magnúsi Þórarinssyni,
7