Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Qupperneq 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Qupperneq 15
Við kölluðum hann bara Anton, Hann var stór og sterkur, með hæg- ar hreyfingar. Augnagotumar sem hann sendi okkur þegar hann labbaði sig um borð í Salfjord gáfu ótvírætt í skyn, að hann ætlaðist til að sér yrði sýnd tilhlýðileg virðing. Það fengum við líka svo sannar- lega að finna þau þrjú ár, sem við vorum honum samskipa. Fyrsta túrinn yfir Atlantshafið hélt Anton sig að mestu leyti utan við okkar hóp — og það var erfitt að nálgast hann — að undantekn- um matsveininum, sem á einhvem hátt tókst að vinna sig í álit hjá Antoni. Hann sat oft tímunum sam- an í eldhúsinu og fylgdist með mat- sveininum við eldamennskuna og vék úr vegi fyrir honum ef með þurfti — það var meira en segja mátti, þegar hann hafði valið sér sæti við matborðið hjá okkur. Anton var rólegheita náungi. Hann hélt kyrru fyrir um borð þeg- ar við hinir gengum í land til að skemmta okkur, Hann var nú heldur ekki neitt unglamb lengur og hefur trúlega verið búinn að rasa út. ÓVENJU- LEGUfí SKIPS- FÉLAG/ Og eftir því sem tímar liðu varð hann viðmótsþýðari og gat jafnvel orðið all vinalegur, en það fór nú nokkuð eftir matnum. Honum þótti niðursoðinn skelfiskur sérstakt Ijúf- meti. Þá tók hann ríflega sinn skammt án tillits til okkar hinna, sem líka þótti hann góður. Þá gerði hann strangar kröfur um að kojufötin væru hvít og hrein. Fyrst og fremst urðu þau að vera hvít. En umfram allt var hann mat- vandur. Ætíð skyldi hann heimta beztu bitana og það furðaði okkur á, því við vissum að hann hafði áður búið við kröpp kjör og orðið að berjast fyrir nauðþurftum sínum. Hann hafði víst ekki alltaf átt sjö dagana sæla. Föður sinn hafði hann aldrei þekkt og móðir hans var ein af þeim, sem flæktust á götu- hornum stórborganna. Hann ólst upp í bakhúsum þar sem slagsmál og götuóeirðir voru daglegt brauð. Til þess að draga fram lífið varð hann oft að stunda hnupl og iðu- lega skall hurð nærrí hælum að hann yrði staðinn að verki og átti fótum VÍKINGUR 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.