Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Page 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Page 23
Bolungavík: Þaðan sóttu þrír stórir bátar með línu og einn minni, Hugrún, Haí- rún, Sólrún og Jakob Valgeir. Bezt var milli 80-90 tonn í nóvember. Fengist hafði mest um 94 tonn fram að hátíðum í desember. Skuttogarinn Dagrún hafði land- að 3027 lestum um mánaðamót nóv.-des., en skipið hóf veiðar í febrúar. Mikill fjöldi smæiri báta rær á sumrin með handfæri og línu. 7 bátar voru við rækjuveiðar í haust, en 12 í fyrra. Þar er mikil atvinna allt árið um kring, jafnvel meiri en góðu hófi gegnir, en Bol- víkingar kalla ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Þeir hafa verið nokk- uð drjúgir við húsbyggingar á seinni árum. ísafjörður: Þaðan róa tveir stærri bátar og einn minni með línu, Víkingur III, Guðný og Tjaldur. Bezti afli í nóv- ember var 83 tonn og mun hæsti bátur vera kominn með eitthvað á- líka í desember. Afli skuttogara var sem hér segir: 1975 1974 lestir lestir Guðbjörg 3798 2624 Júlíus Geirmundsson 3539 3119 Guðbjartur 3443 3058 Bessi 3626 Dagrún 3200 Framnes I 2513 Páll Pálsson 2436 Trausti 2145 Eins og allir vita þá er það ekki v * ‘i * S' v Jgj&V;r* i Ö- .r 45 tonna hal á Guðbjörgu IS 46. alltaf sem aflamagn og aflaverðmæti haldast í hendur. Það hefur margur látið þá skoðun í ljós að fara ætti að leggja meiri áherslu á að birta afla- verðmæti en gert er. 29 smábátar voru við rækjuveið- ar í haust í fyrra voru þeir 40. Afli var sæmilegur, en seint var byrjað vegna lélegs verðs á rækju. Það má segja að stöðug og mikil atvinna sé á ísafirði, þar hefur at- VÍKINGUR vinnuleysistryggingasjóður sjaldan þurft að opna buddu, sem og á flestum öðrum stöðum Vestfjarða. Mannlíf er þar allsæmilegt, enda þótt að enginn sérstakur glæsibrag- ur sé í félagslífi þar frekar en á öðr- um öngulseyrum. Helst er að menn sjái sjálfa sig í félagslegu samhengi í lokuðum klúbbum, sem hér þríf- ast allvel, enda er þar margur góður biti sagður hrökkva ofan í menn. Aftur á móti skröltir oft í hálf- tómu húsi þótt hinir beztu listamenn þjóðarinnar heimsæki staðinn og hafi í frammi ágæta tilburði. Ég heyrði að eitt að beztu skáldum þjóðarinnar hefði látið þau orð falla að ísafjörður væri sem hefðarmey stöðnuð á nítjándu öld. Það er ekki fjarri því að halda að manninum hafi verið alvara þegar litast er um í plássinu. En hvað verður þá af öllum þessum aurum sem fólk vinn- ur fyrir myrkranna á milli með súr- um svita? Er það ef til vill satt sem sagt er að eitthvað af þeim hafi orð- ið að steinsteypu í Reykjavík? Lengi lifi byggðastefnan! Stjómmálamennimir álykta en fólkið ræður. Hnífsdalur: Heldur að mestu svipuðum íbúa- fjölda. Þaðan rær skuttogarinn Páll Pálsson sem hafði í nóvemberlok fengið 2228 lestir á móti 2755 í fyrra. Hann var frá veiðum vegna viðgerðar í rúma tvo mánuði ársins. í öllu venjulegu hefur frystihúsið þar nokkuð hráefni. Þó virðist það nokkuð einhæft að byggja á einu skipi. Súðavík: Þaðan er gerður út skuttogarinn Bessi, hafði hann aflað í lok nóv- ember 3357 lestir á móti 3656 lest- um allt árið í fyrra. Hefur þetta ver- ið það mikið hráefni fyrir fámennt byggðarlag að menn hafa mátt sig allan við hafa að koma því í lóg. Hafa menn jafnvel orðið að farga rollum sínum sem sumir áttu sér til dundurs í hjáverkum, vegna þessa landburðar. Þaðan rær nú einn bát- ur til rækju en þrír vom í fyrra. Er nú ört dvínandi áhugi fyrir rækjuveiðum við Djúp, og er það eðlilegt þar sem hráefnisverð á rækju er 25% lægra í krónutölu en á sl. vetri. Gjöful rækjumið virðast vera hér við land og þá ekki hvað síst á Djúpmiðum. Gott væri að geta auk- ið rækjuveiði, en þau sund eru nú lokuð sökum verðhruns á erlendum mörkuðum. ísafirði í árslok Halldór Hermannsson 23

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.