Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Qupperneq 30
sóknir á heilsufari sjómanna sem
kom fram í Norðurlandaráðinu fyrir
nokkrum árum.
A ráðstefnunni voru menn sam-
mála um nauðsyn þess að bæta
frumlæknisþjónustu við sjómenn á
hafi úti og nauðsyn á að bæta
kennsluna í heilsufræði við sjó-
manna skólanna þannig að hægara
yrði að veita hjálp í viðlögum um
borð og að gefa upplýsingar og
sækja ráð með fjarskiptum. Þá voru
menn einnig ásáttir um nauðsyn
þess að hafa góða skrásetningu á
veikindum og dauðsföllum meðal
sjómanna til þess að fá örugga
þekkingu á hvaða sjúkdómar væru
algengastir og hvar helst þyrfti að
beita fyrirbyggjandi aðgerðum.
Einnig urðu menn ásáttir um nauð-
syn þess að samræma þyrfti heilsu-
fræðikennsluna og heilbrigðisþjón-
ustuna á milli Norðurlandanna að
svo miklu leyti sem unnt væri og að
nauðsynlegt væri að framkvæma
sam-norrænar rannsóknir á ýmsu
sem varðaði vinnuaðstöðu, félags-
leg og heilsufarsleg vandamál sjó-
Heilbrigði sjómanna og sjó-
mannafjölskyldna er þýðingarmikið,
bæði vegna einstaklinganna og
vegna þjóðarbúskaparins. Verkefni
lækna er að stuðla að því, að gera
líf og heilbrigði sjómannsins eins
gott og unnt er. í þessu tilliti hafa
sjómenn og fjölskyldur þeirra ekki
sérstöðu. Hins vegar vitum við, að
starf þeirra og lífskjör hafa í för
með sér ýmis vandamál og hættur.
manna sjálfra og fjölskyldna þeirra.
Var í þessu sambandi bent á ýmis
verkefni sem taka þyrfti upp til nán-
ari rannsóknar svo sem áhrif hávaða,
titrings, veðurfars, vaktaskipta og
liinna sérstöku félagslegu aðstæðna
sem sjómannsstarfinu fylgja á
heilsufar sjómanna og fjölskyldna
þeirra.
Af íslands hálfu tóku þátt í þess-
ari ráðstefnu Olafur Bjarnason pró-
fessor, Tómas Helgason prófessor,
Þorbjörn Broddason lektor og Guð-
mundur Hallvarðsson, fulltrúi Sjó-
mannasambands íslands. Ætlunin
var að Vilhelm Þorsteinsson fulltrúi
FÍB tæki einnig þátt í ráðstefnunni
en vegna starfa í samninganefnd gat
hann ekki komið því við.
Guðmundur Hallvarðsson og
Tómas Helgason fluttu framsöguer-
indi á ráðstefnunni um sjómanns-
fjölskylduna og heiisufar sjómanna
og sjómannafjölskyldna.
Auk ofangreindra vinna Haraldur
Ólafsson lektor og Gylfi Ásmunds-
son dósent að þessum rannsóknum.
Ef við viljum ná því takmarki, sem
við höfum sett okkur sem læknar,
verður að auka þjónustu við sjó-
menn, til þess að þeir nái jafngóðu
heilbrigði almennt og þjóðin í heild.
Vegna hinnar miklu þýðingar,
sem fiskveiðar og siglingar hafa fyrir
þjóðarbúskapinn á Norðurlöndum
er hér um að ræða sameiginlegt á-
hugamál, læknisfræði, félagsvísinda
og efnahagskerfis. Nauðsynlegt er að
gera allt, sem unnt er, til þess að
bæta heilbrigði sjómanna og sjó-
mannafjölskyldna og félagslega að-
stöðu þeirra. Til þess að svo megi
verða þarf að finna hvað helst spilÞ
ir heilbrigði þeirra og styttir starfs-
ævi þeirra og reyna að bæta úr á
þeim sviðum. Einnig er nauðsynlegt
að kanna á hvem hátt er hægt að
bæta þann vanda, sem sjómanns-
starfið hefur í för með sér fyrir fjöl-
skylduna. 1 stuttu máli, nauðsynlegt
er að gera sjómannsstarfið eins að-
laðandi og önnur störf, þannig, að
menn fælist ekki frá því vegna þess
að það sé skaðlegt fyrir heilsuna.
Jafnframt verður að auka virðingu
manna fyrir sjómannsstarfinu og
draga úr hinum öru mannaskiptum.
Þessu má ná með ýmsu móti, m.a.
með fyrirbyggjandi læknisfræðileg-
um og félagslæknisfræðilegum að-
gerðum, og með aukinni menntun,
þannig að allir á skipinu fái sérstaka
menntun, t.d. svarandi til þeirrar
menntunar, sem iðnaðarmenn fá.
Þó að hugleiðingar þessar varði
fyrst og fremst togarasjómenn, varða
þær einnig aðra, sem fiskveiðar
stunda og a.m.k. nokkuð af þeim,
sem eru á verslunarflotanum. Vinna
togarasjómanna eru verulega frá-
brugðin vinnu þeirra sem á verslun-
arflotanum eru, þar eð togarasjó-
mennimir eru samtímis sæfarar og
verksmiðjuverkamenn. Veiðarnar á
stórum togurum hafa ýmislegt sam-
eiginlegt með verksmiðjuvinnu við
færiband. Nauðsynlegt er að kanna
hvaða áhrif þetta tvöfalda hlutverk
hefur á sjómennina. Ekki er ólík-
legt að gera ráð fyrir, að það valdi
auknum sjúkdómum og einnig auk-
inni slysatíðni. ET.þ.b. 4,5% af sjó-
mönnum, sem fiskveiðar stunda
verða fyrir slysum árlega. Nærri
20% af öllum vinnuslysum, sem
skráð voru hjá Tryggingastofnun
ríkisins 1973 voru slys á sjómönn-
um, þrátt fyrir það, að þeir em
ekki nema 8% af þeim, sem eru
starfandi í atvinnulífinu. Nærri 10%
af öllum slysum á sjó eru banaslys.
Tómas Helgason próf. dr. med.:
HEILBRIGÐISJÓMANNA OG
SJÓMA NNA FJÖL SK YL DNA
Fyrirlestur á norrænni ráðstefnu um hei/sufar
sjómanna og rannsóknir á því, 16. júní 1975
30
VÍKINGUR