Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Blaðsíða 31
Guðmundur Hallvarðsson:
ÞANKAR UM LÍF OG
FJÖLSKYLDU SJÓMANNSINS
Þegar ég lít til baka og horfi til
uppvaxtarára minna, til sjómanns-
heimilisins þar sem við vorum sex
bræðurnir. faðir minn langtímum á
sjó og óreglulegur hans komutími
af hafi, minnist ég þess að móðir
okkar gegndi foreldrahlutverkinu. í
inniveru hans varð allt annað and-
rúmsloft á heimilinu, við fögnuðum
honum innilega í hvert sinn sem
hann kom af sjónum og þó fór svo,
sem eðlilegt var að hann þurfti að
sýna sitt húsbóndavald í þessum
ærslafulla strákahóp. Virkaði þetta
oft þannig á okkur að við undruð-
umst afskipti hans af þessum heim-
ilismálum sem áður en hann kom í
land, gengu snurðulaust fyrir sig.
Það var líka stundum svo að við
urðum fegnir þegar hann hélt á haf-
ið á ný þótt söknuðurinn til hans
stæði ekki á sér fljótlega aftur.
Þegar eldri bræður mínir héldu
svo á hafið og komu aftur erlendis
frá, móttók ég frásagnir þeirra og
fylltist skjótt áhuga á þessu fram-
andi starfi. Og svo fór að 13 ára
gamall réðist ég í mitt fyrsta skips-
rúm sem messagutt á farskip og
líkaði vistin vel. Ég minnist þess
hvað það var góður félagsandi á
þessu gufuskipi, hásetar og kynd-
arar bjuggu frammi í skipinu í 4 og
6 manna klefum og líkaði þeim vist-
in vel, enda þótt þeir sem í 6 manna
klefunum bjuggu svæfu í nokkurs
konar Sauna ef einhver ágjöf var.
Þar um borð var enginn asi á mönn-
um og öll störf virtust ganga snurðu-
laust fyrir sig án nokkurs stress. Þeg-
ar komið var til heimahafnar aftur
tók losun nokkra daga og ég minn-
ist þess að eiginkonur „eldri“ skips-
manna sátu inni í borðsal, prjón-
uðu og ræddu málin á meðan eigin-
VÍKINGUR
maðurinn stóð sína vakt í vél eða á
þilfari. Því er mér þetta svo minnis-
stætt að ég blótaði kerlingunum á
laun vegna þess að þær borðuðu
um borð líka og uppvaskið hjá mér
varð helmingi meira fyrir bragðið.
í gegnum minn sjómannsferil hef
ég oft gert samanburð á fjölskyldu-
lífi félaga minna, lífi mínu á upp-
vaxtarárunum og eftir að ég stofn-
aði heimili sjálfur. Þegar ég hef svo
borið saman skipshafnimar á þeim
skipum sem ég hef siglt á, hefur
samanburðarpunkturinn ávallt verið
sá sami, nefnilega gamli gufudall-
urinn, hann er kannski umdeilan-
legur og þó.
Lifnaðarhættir og aðstaða sjó-
mannsins hafa breytst geysilega á
örskömmum tíma, frá því menn
bjuggu margir í klefa, ferðir tóku
lengri tíma og menn höfðu nægan
tíma til að spjalla saman, þetta
voru yfirleitt skip með mikilli á-
höfn á nútímamælikvarða. 1 dag
fer skipum einmanaleikans sífellt
fjölgandi og er algengt að 7-11
manna áhafnir séu á flutningaskip-
unum, vaktir svo stífar að menn
rétt sjást á vaktaskiptum og hver
einstaklingur heldur sig í sínu her-
bergi á meðan hvíldartíminn varir.
í kjarasamningum farmanna eru
ákvæði um frídaga auk orlofsdaga,
aukafrídagar þessir eiga að greiðast
með miklu prósentuálagi ef menn
taka ekki út frídagana sem slíka.
Svo hagar málum til nú, að menn
taka aðeins lögboðið orlof og knapt
það, en aðra frídaga í peningum
sjálfum sér og fjölskyldu sinni til
mikillar armæðu en þó eru merki
um hugarfarsbreytingu sem betur
fer.
Með gjörbyltingu á sviði losunar
og lestunar hefur viðlegutími í höfn
stytst mjög frá því sem áður var og
er algengur 1-2 sólarhringar, jafn-
vel áhafnir skipanna kallaðar til
skips nokkrum sinnum til að færa
skipið á milli bryggja, og þar með
inniveran og frítíminn að engu
gerður í raun. Þetta skapar mjög
mikla streitu hjá sjómönnum, brott-
farartíminn verður óheppilegasti
tíminn sem skipstjórinn eða útgerð
gat valið, fjölskyldan fer að keppa
við tímann og út frá þessu skapast
ergelsi og rifrildi (stress) á milli
hjóna, sem endar svo þegar haldið
er til hafs á ný er sálarástandið
óbærilegt.
Á fiskiskipum, t.d. togurum, virð-
ist brottför ekki vera eins slæm fjöl-
skyldunni og er það m.a. vegna
þess að menn eiga frí alla inniveruna
og vita að eftir hverja veiðiferð er
þeim tryggt 30 klst. frí, fjölskyld-
an veit það líka og við ráðningu
í skipsrúm er gengið út frá þessu
sjónarmiði. Það óvænta, t.d. ef skip
bilar og brottför tefst um óákveðinn
tíma virðist hafa slæm áhrif á fjöl-
skylduna.
Drykkjuskapur á fiski- og far-
skipum er með nokkuð ólíkum
hætti, þar sem hann er á annað
31