Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Qupperneq 32
borð viðhafður. Á farskipum er farið
að bera talsvert á drykkjuskap um
borð í rúmsjó, þó aðallega um helg-
ar hjá yngri mönnum sem gegna
dagmannsstörfum. Það eru ekki
mörg ár síðan það þótti hin mesta
hneisa að drykkjuskapur væri við-
hafður til sjós. Á togurum er drukk-
ið í inniverunni og síðan látið stað-
ar numið en þó eru undantekning-
ar þar á. Togaramaður sagði: „Við
erum taldir vera fyllibyttur vegna
þess að við drekkum á virkum degi
þegar landfólk er búið að vera í
drykkju meira eða minna yfir helgi.
Ef það væri gerður alvörusaman-
burður á drykkjuskap togarasjó-
manna og t.d. skrifstofufólks, kæmi
eflaust dæmið þannig út að land-
fólkið drykki meira en við.“
Þegar sjómaður er spurður að
því hvað það sé sem honum líki svo
vel í starfi sínu, er margt tínt til
í svarinu. Má þar m.a. nefna fjár-
hagsafkomuna, vellíðan til sjós, sam-
félagið litla, þægindin sem í þvi
felst að vinna, sofa og éta á vinnu-
staðnum, fríin í heimahöfn og þá
einkum á virkum dögum þegar
landfólk þarf að vinna, svo nokkur
dæmi um tilsvörin séu nefnd.
Á sjónum ræða tnenn mikið sam-
an um sín einkamál og fer svo oft
að sá sem trausts er ekki verður er
yfirleitt settur út í hom í þvi litla
samfélagi sem ein skipshöfn er, eða
hann hreinlega flæmist i land. Oft
er það svo að skipshöfnin tekur rík-
an þátt í.íélagslegu vandamáli sem
einn skipsfélaginn getur átt við að
glíma og hann studdur með ráðum
og dáð. Sjómenn ræða oft um sín
prívatmál sem landsmenn mundu
aldrei ræða um nema kannski við
sjálfan sig. Ef fjölskyldan er vel
frísk ganga málin oftast eðlilega fyr-
ir sig, fjölskyldusjómaðurinn tekur
við stjóm heimilisins í flestum til-
fellum þegar í land er komið, þó er
það misjafnt og dæmi um það sem
ég hefi rekið mig á er að menn
láta kerlu um vandamálin áfram og
þeir virðast vera furðulega kæru-
lausir fyrir heimilismálum sínum.
Gera sér erindi um borð í skip sitt
á frídegi sínum, hitta skipsfélaga
sína sem eru á vakt eða aðra félaga
sína sem líkt er á komið með. Mér
virðist sem þeir leiti um borð til fé-
laga sinna eins og þeir séu að fá
einhvern styrk, jafnvel eru einstök
fjölskyldumál rædd, eða hreinlega
þeir ætla ekki að fullorðnast.
G. H.
Útgerðarmenn
Vélstjórar
Önnumst allar
raflagnir og viðgeröir
í skipum
og verksmiðjum
Símar:
13309 og 19477
Elzta og stærsta skipaviðgerð-
arstöð á íslandi.
Tökum á land skip allt að 2500
smálesta þung.
Fljót og góð vinna.
SLIPPFÉLAGIÐ
í REYKJAVlK
Sími: 10123 (6 línur).
Símnefni: Slippen.
UROKO
100% NYLON
Útvegum frá Japan
fyrsta flokks veiðarfæri:
Umboðsmenn fyrir:
Mitusi & Co., Ltd.
NYLON þorskanet og
— slöngur,
— þorsknætur,
— herpinætur,
— tauma,
— kaðla.
HIZEX tauma,
— kaðla,
— bólfæri,
— teinatóg,
— dragnótabálka.
Nylon og Pylen ábót.
Steinavör hf.
Norðurstíg 7, Reykjavík.
Sími 24123.
32
VÍKINGUR