Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Side 33
Halldór Halldórsson stýrimaður:
Athyglisverður togari
Hér sést fram eftir stjórnborðssíðu skipsins. Ef vel er að gáð, sést í kraftblökk á
endanum á láréttu bómunni til vinstri á myndinni. Þegar skipið er á togveiðum
liggja togvírar í sérstökum „könulum" í gegnum yfirbyggingu skipsins.
Nýlega fór ég ásamt nokkrum
nemendum í fiskvinnsluskólanum til
Rússlands, aðallega til að skoða Al-
þjóðlegu sjávarútvegssýninguna í
Leningrad, en hún var haldin dag-
ana 6.-20. ágúst. Flogið var frá
Keflavík að morgni 6. ágústs til
Stokkhólms. Um kvöldið var svo
haldið með ferju til Helsinki, höfuð-
borgar Finnlands. Eftir það var ein-
göngu ferðast með járnbrautarlest-
um, bæði til Sovétríkjanna og innan
þeirra.
Það er ekki hægt að segja annað
en að margt hafi verið að sjá á sýn-
ingunni. En það sem ég hafði einna
mest gaman af að sjá var lítill frysti-
togari, en sýningarsvæðið var á hluta
af hafnarsvæði Leningradborgar.
Eftirfarandi upplýsingar voru
gefnar um togarann, en hann er
smíðaður í Rússlandi fyrir Rússa.
„Moriak“ frystitogari af milli-
stærð. Smíðaður til að veiða sjálf-
stætt eða í flota, með botn- eða
flottrolli og einnig nót og fullvinna
aflann um borð og sigla síðan með
hann til hafnar eða losa hann í
frystiskip.
Mesta lengd 54,80 m, breidd 9,80
m, djúprista 4,09 m, særými 1144 t,
hraði 11,7 sjómílur.
Helstu tæki í brúnni voru þessi:
Gírókompás, sjálfstýring, radar,
fisksjá, fiskritadýptarmælir, 2 dýpt-
armælar, miðunarstöð. Spilum var
stjórnað úr brúnni. Einnig var í
brúnni neyðarstaðsetningarbauja.
Mér skilst að sú bauja sé þannig
að stillt sé inn á hana breidd og
lengd skipsins hverju sinni. Þegar
hættu ber svo að höndum er bauj-
unni kastað fyrir borð og byrjar hún
þá að senda út á morsi neyðarmerki,
ásamt staðsetningu og kallmerki
skipsins. Ég hef áður séð svona
bauju í rússnesku olíuskipi á Skerja-
firði.
VlKINGUR
33