Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Qupperneq 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Qupperneq 48
getur lyft 2.5 tonni, en hún er knúin af 3 tonna vindu. (hydro- lik.) Annað mastur er sambyggt yfirbyggingu og skorsteini, en þar er pláss fyrir tvö radartæki, loftnet og ljóskastara, sem notaðir eru við athafnir skipsins. Línuveiðar undir þilfari Öll vinna við línuveiðar fer fram undir þilfari. Línan er dregin á venjulegu línuspilí inn um lúgu, en línan er lögð út um annað op að aftan. Beiting fer fram inni í síðugangi, þar sem vel fer um sjó- mennina. Undir þilfari er einnig aðstaða til hausunar og flatningar, og því má bæta við, að sumir bát- arnir eru vélvæddir, eru með flatningsvél um borð. Lestar eru tvær, íslest og lest fyrir saltfisk, sem tekur um 200 tonn af fiski, en auk þess er frysti- lest fyrir heilfrystan fisk, og tekur hún um 70 tonn af fiski. Skipið er knúið 700 hestafla Callesen dísilvél (dönsk) og tvær 100 hestafla Mercedes Benz hjálparvélar eru um borð. Skipið er að sjálfsögðu búið vönduðum siglinga- og fiskileitar- tækjum og björgunarbúnaður þess er nýr af nálinni. Lítill björg- unarbátur á þilfari bakborðsmeg- in, en gúmmíbátar á báðum síð- um. 13 manna áhöfn verður á nýja skipinu, og búa skipverjar í fimm tveggja manna klefum og einum þriggja manna klefa. Mjög góð hreinlætisaðstaða er um borð, þvottavél og tauþurrk- ari, hljómtæki og fl. eins og á ný- tísku heimilum. Henta svona skip hér á landi? íslendingar voru heldur seinir að taka við sér þegar skuttogar- arnir voru að ryðja sér til rúms. Yfirbyggðir línuveiðarar, eða úti- legubáíar eru viðlíka bylting í línuveiðum og skuttogararnir voru í botnvörpuveiðum, þegar þeir tóku við af síðutogurunum gömlu. Yfirbyggðir línuveiðarar eru staðreynd og þeir hafa reynst mjög hagkvæmir í rekstri miðað við önnur þorskveiðiskip í Noregi. Þessvegna ættu íslenskir út- gerðarmenn og stjórnvöld að láta smíða slíkt skip til tilraunaveiða hið fyrsta. Rísaflotkrani Þessi myndarlegi krani, sem sést á myndinni, er smíðaður í Japan af IHI Heavy Industries Co Ltd, fyrir Hollenska út- hafsfélagið BV Delft. Kraninn getur lyft 2000 tonna þunga og hann nær 10—12 hnúta hraða fyrir eigin vélarafli. Þegar kraninn er á ferðalagi, ristir hann 7.5 metra, en síðan dælir hann í sig sjó, ef lyfta þarf þungum stykkjum og þá ristir hann 23.50 metra. Helstu mál eru þessi: Lengd............................ 145 metrar Breidd .......................... 52 — Hæð.............................. 36.5 metrar Lyftikraftur .................... 2000 tonn Pláss fyrir allt að 270 manna vinnuflokk um borð. Kraninn hlaut nafnið Narwhal. 48 VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.