Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Qupperneq 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Qupperneq 5
Bréf til lesenda Enn hafa orðið ritstjóraskipti við blaðið ykkar, Sjómannab/aðið Víking. Talsvert oft á undanförnum árum hafa menn staðið upp úr ritstjórastólnum og aðrir tyllt sér þar um sinn. Því er ekki að leyna að af svo stuttri viðkomu nokkurra ritstjóra í röð, hefur blaðið borið nokkurn skaða, því naumast hefur ritstjóri náð að marka blaðinu þá stefnu, sem hann óskaði að fylgja, áður en hann stóð upp fyrir öðrum, sem einnig þurfti sinn tíma til þess að átta sig á viðfangsefninu og í kjölfar þess að marka blaðinu enn nýja stefnu. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika, sem af þessu hafa stafað fyrir blaðið, hefur það haldið velli, sem sýnir svo ekki verður um villst, hversu sterkan hljómgrunn það á hjá ykur lesendum. Alls ekki er heldur rétt að segja að umrætt tímabil hafi verið timi algerrar stöðnunar, síð- ur en svo. Fyrirrennarar mínir hafa verið ágætlega hæft fólk, þótt blaðið hafi ekki borið gæfu til þess að njóta krafta þeirra lengi, enda hefur verið bryddað upp á ýmsu góðu í efnis- vali og útlit blaðsins var á síðasta ári fært til nútímalegs horfs, þannig að Sjómannablaðið Víkingur er nú meðal þeirra rita á íslandi, sem hafa vandaðasta uppsetningu, sem jafnast fyllilega á við það besta sem gerist meðal er- lendra rita í risaupplögum. Og enn hafa orðið ritstjóraskipti. Þetta blað, sem þú nú heldur á, lesandi góður, er annað tölublaðið undir minni ritstjórn. Ekki er í þessum tveim blöðum að sjá stórar breyting- ar í stefnumörkun, enda er mér líkt farið og öörum, ég þarf minn tíma til þess aö þróa þær hugmyndir sem í huga mér eru. Enda þótt fæstum þeirra hafi verið hrundið í fram- kvæmd, þykir mér rétt aö vekja athygli ykkar á þeim helstu sem fariö er aö viöra. í megin línum mun blaðið halda áfram að vera jöfnum höndum skemmtirit og fræðirit. Meðal skemmtiefnisins verður reynt að hafa í hverju blaði smásögu, Ijóð, krossgátu og að ógleymdri Frívaktinni, sem nú hefur aftur fengið sinn gamla sess í miðju blaðsins. Fyrstu áratugi blaðsins var Frívaktin alltaf í miðopnunni og þeir voru margir, undirritaður þar meðtalinn, sem höfðu þann fasta sið að fletta fyrst upp á Frívaktinni, þegar blaöiö barst þeim íhendur. Meðal efnis, sem bæði á að vera fróðlegt og skemmtilegt er viðtalið. Þar verður leitast við að hafa uppi á sjómönnum til rabbsins, sem hafa ákveðnar skoðanir á málum og veigra sér ekki við að láta þær í Ijósi. Þaö er meö talsveröu stolti, sem ég kynni tvo þætti af alvarlegra taginu, sem ég mun leggja mikla áherslu á að verði í hverju blaði. Annar þeirra er um aukna fjölbreytni í fisk- veiðum okkar og bætta nýtingu þess sem afl- ast. Þar verður af færum mönnum fjallað um leiðir til þess að draga meiri verðmæti í bú okkar landsmanna úrhafinu. Fyrsti þátturinn í þessum flokki var um Gulllaxinn, skrifaður af ungum útvegsfræöingi, og vakti veröskuldaöa athygli, þegar hann kom fyrir sjónir manna í næsta tölublaöi á undan þessu. i þessu blaöi er fjallaö um þykkvalúru eöa sólkola, af fiskifræö- ingi og skipstjóra, sem stundaö hefur veiöarnar. Hinn þátturinn er um það nýjasta sem gerist á sviði tækninnar og muni Bogi Arnar Finn- bogason annast þann þátt og væntanlega kveðja sér til aðstoðar færustu menn á svið- inu. Félagsmálunum verður reynt að gera skil, eftir því sem efni og aðstæður leyfa hvert sinn, en að öðru leyti mun efnisvalið skýrast betur ínæstu blöðum. Þvímá svo bæta við að leitast verður við að fá menn sem getið hafa sér orö fyrir lipra efnismeöferö til aö skrifa um efni sem þeir hafa sérþekkingu á. Fyrir utan fasta dálkahöfunda má þar nefna Jónas Guðmundsson og Jón Birgi Pétursson, sem skrifuðu í síðasta blað, og í þetta blað skrifa m.a. Sæmundur Guðvinsson um ferðamál og Jóhann Briem um vöruvöndun ísjávarútvegi. Allt þetta er þó fánýtt, ef ykkur fellur það ekki. Blaðið stendur og fellur með ykkur, ef þið viljið ekki kaupa það og lesa það er til lítils barist. Það er því einlæg ósk min að þið látið frá ykkur heyra, jafnt um það sem ykkur fellur vel, sem hitt sem ykkur fellur miður. Ég óska einnig eftir beinni þátttöku ykkar við gerð blaðsins og býð velkomið vel fram settefni frá ykkur, hvort sem það er skáldskapur eða umfjöllun um málefni. Verið svo góðir að sýna kunningjum ykkar blaðið, það er ekki að vita nema þeir óski eftir að gerast áskrifendur. Til þess þarf ekki nema eitt símtal. Kær kveðja Sigurjón Valdimarsson Víkingur 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.