Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Side 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Side 8
Finnst gott að vera einn með mínar hugsanir, segir Erlendur Jónsson skipstjóri á Álafossi Farmaöurinn er einfari á hafinu, eftir því sem Jónas stýrimaöur skráði í síðasta tölu- blaö Víkingsins. Nú er rabbaö við farmann, Erlend Jónsson skipstjóra á Álafossi, um einfarann og margt annað. Víöa er komið viö í rabbinu, allt frá æsku við Látrabjarg, þar sem ungur strákur hætti lífi sínu í klettaklifri, og allt þar til strákurinn er skipstjóri á einu glæstasta fleyi íslenska kaupskipaflotans. Texti og myndir Sigurjón Valdimarsson 8 Víkingur Fyrstu sporin. „Faðir minn var sjómaður og afarnir báðir voru sjómenn, svo þetta liggur kannski svo- litið í blóðinu, þvi að snemma hafði maöur talsvert af sjónum að segja. Afarnir voru bændur á Látrum og ég var i sveit hjá afa minum, Erlendi Kristjáns- syni á Látrum og ef til vill getur maður sagt að þar hafi ég fengið fyrirmyndina að þvi sem síðarvarð. Eftir barnaskóla og ungl- ingaskóla réði ég mig til sjós á opnum báti, hjá Hafliða Hall- dórssyni á Hvallátrum, 1939—40. Eftir það fórég á is- fiskflutninga á Dagný, til Eng- lands, og svo1942 réðist ég til Eimskips, og hef verið hjá Eimskip síöan. Það eru komin 42 ár, það er ágætur timi og ágæt reynsla, finnst mér. Þegar Dettifoss fórst. Fyrst var ég ráöinn sem við- vaningur á Dettifossi og var á honum, þangað til hann var skotinn niður, en fór á Brúar- foss og var reyndar á ýmsum skipum öðrum. Jú, það fórust þrettán manns með Dettifossi, þegar hann var skotinn niður, að mig minnir fimm farþegar og átta skipverjar. Sennilega hefur maður litiö allt öðrum augum á lifið og hætturnar sem unglingur, heldur en menn sem höfðu fyrir fjölskyldu að sjá, og hefur kannski ekki tekið þetta eins nærri sér eins og menn sem áttu stóran barnahóp. Eg var hjá móður minni og hún gat vel séð um sig sjálf, þannig að það var kannski ekki svo mikil eftirsjá tengd mér. Eins og mynd sem prentastísálina. Jú, svona atvik eru auðvitað mjög skír í huga manns, bæði þetta og önnur svipuð. Þetta er eins og Ijósmynd, sem prentast inn í sálina, ef maður getur sagt svo, og verður ótrúlega eftirminnilegt. Ég hef verið tuttugu og eins árs, þegar þetta var. Nei, ég sá ekki félaga mina drukkna, en það heyrðist til þeirra og mað- ur varö var við og vissi að þeir höfðu ekki komist af. Þetta skeði allt með ótrúlegum hraða, svo það varð lítill timi til umhugsunar á meðan á þessu stóð. En eftir á, eftir að við vor- um komnir i land, kom auðvit- að þessi mannlega tilfinning, sársauki, af að félagar manns hafa horfið. Um hættur... Ég skal ekki segja hvort maður hefur i annan tima veriö nær dauðanum. Það eru auð- vitað mörg atvik i lifi manns, sem maður getur sagt að maður hafi verið nálægt dauð- anum, en hvenær maður er næst því, það veit maður aldrei. Maður sem elst upp við sjó, við bjarg og klúngur barna, það er líka hættulegt. Þannig getur maður nefnt ýmislegt og spurt hvort það hafi ekki verið hættulegra manni heldur en þetta atvik á Dettifossi. ... og dauðann Eg held nú, og ég vona að ég sé nú ekki beinlínis hrædd- ur við sjálfan dauðann, heldur bara við, tja maður getur bara sagt aðskilnaðinn. Hvað skilur maður eftir þegar maður fellur frá? í gegnum árin hefur mað- ur verið fyrirvinna og það er sársaukakennt að hugsa um eigið fráfall og þá upplausn sem það getur skapaö. Sem betur fer er maður nú kominn yfir það tímabil, svo að sú hugsun er ekki svo ofarlega hjá manni. En ég held að sjálf- ur dauðinn þurfi ekki að vera neitt til að hræðast, þvi að maður hefur séð svo mörg dæmi um að t.d. helkuldi þurfi ekki að vera svo sársaukafull- ur. Svo að þess vegna vona ég að ég geti verið tilþúinn hvenærsemer. Þá var meira framboð á stýrimönnum. Já, við skulum snúa okkur að lífshlaupinu aftur. Þegar ég var búinn að ná tilskyldum

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.