Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Qupperneq 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Qupperneq 19
líftryggingin vinna aö því aö á næsta Al- þingi veröi lagt fram frumvarp, sem kveöi á um aö sjómenn greiði i lífeyrissjóð af öllum launum sinum, sem er eina leiöin til þess að lifeyrir endur- spegli ævitekjur manna, og tryggja sjómönnum sambæri- legan lifeyri við þann sem aðrir launþegarfá. Samfara þvi þarf aö gera ráðstafanir vegna þeirra manna, sem nú þegar eru búnir meö, eöa langt komnir meö sinn starfstima til sjós, og eru á aldrinum fimmtiu ára g eldri. Þeirra vandi veröur ekki leystur þó viö sem erum i fullu starfi náum viöunandi líf- eyri úr lífeyrissjóöum okkar. Það bil verður að brúa meö sameiginlegum tekjum hins opinbera. Sextiu ára aldurs- markiö var sett fyrir þá sjó- menn, sem ekki höföu i önnur hús að venda meö tekjur. Þaö var aldrei hugsað sem tekju- auki fyrir fullfriska menn i fullu starfi. Öryggismál sjómanna og atvinnuréttindi skipstjórnar- manna hafa verið ofarlega á baugi undanfarnar vikur. Um atvinnuréttindi skipstjóra og vélstjóra hefur staðið mikill styrr í mörg ár, og réttindi hafa verið hækkuö. Þaö hefur ekki leyst þann vanda, aö hluti af íslenska flotanum hefur veriö mannaður af undanþágu- mönnum. Farmanna- og fiski- mannasamband islands er ekki samþykkt frumvarpi, eins og þaö lá fyrir i þinglok. Sam- gönguráðherra, Matthias Bjarnason hefur fallist á sum rök okkar varöandi það mál. Á lögunum veröa gerðar þær breytingar i haust, sem nauð- synlegar eru og samgöngu- ráðherra mun stefna aö því aö undanþágur veröi ekki veittar nýjum mönnum og þeim sem starfa á undanþágum, veröi gefinn kostur á menntun, svo undanþágum Ijúki sem fyrst. Öryggismálin eru sjómönn- um mikið áhyggjuefni og sjó- mennska er i dag talin hættu- legasta atvinnugrein, sem unnin er. Menn hafa oft rætt sin á milli um aö námugröftur væri hættuleg atvinnugrein. En sjómennska er nær helm- ingi hættulegra starf. Frá siö- asta sjómannadegi hafa farist hér við land 29 sjómenn og skráö slys eru 400. Við getum ekki sætt okkur viö svo miklar fórnir á mannslífum og heilsu manna viö þessi störf. Vissu- lega verður sjómennska alltaf hættulegt starf og okkur ber aö gera allt sem i okkar valdi stendur, til þess aö gera skip- in og búnaö þeirra sem best úr garði, meö tilliti til öryggis. En viö skulum alrei gleyma þvi aö góö sjómennska og rétt viö- brögö á hættustund, og fyrst og fremst fyrirhyggja fyrir því sem gæti gerst á sjó, er okkar besta liftrygging. Ég ætla aö enda þessi orö min á gullvægri reglu, sem mér var kennd af Símoni Helga- syni, þegar hann kenndi mér undir skipstjórnarpróf hér á Isafiröi fyrir 20 árum. Þessi regla á viö í öllum atvinnu- greinum. Simon Helgason sagöi: „Þegar þú átt fristund, hugsaðu þá um starf þitt í ein- rúmi og veltu fyrir þér þeim aö- stæöum i starfi þinu, sem skapað gætu þérog skipshöfn þinni hættu. Sértu búinn aö gera þér grein fyrir tilfallandi hættustundum í góöu tómi, áður en hættuástand skapast, þá bregst þú rétt við, þegar á þarf aö halda. Þetta er gullvæg regla og góö sjómennska, sem mun gefa þér aukió sjálfstraust og þinum aukiö öryggi i starfi lifsins.1' Meö ósk um batnandi hag á öllum sviðum, óska ég sjó- mönnum til hamningju meö sjómannadaginn 1984. „Þegar þú átt frístund, hugsaöu þá um starfþittí einrúmi og veltu fyrirþérþeim aöstæöum í starfi þínu, sem gætu skapaö þérog skipshöfn þinni hættu... Þetta er gullvæg regla og góð sjómennska. “ Víkingur 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.