Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Side 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Side 23
Sallafínn og safaríkur fiskur Segir Kristján Ingibergsson skipstjóri á Baldri KE 97 umsólkolann Slegiö úr pokanum fullum af sólkola. Kristján Ingibergsson er skipstjóri á Baldri KE-97, 40 tonna bát frá Keflavík. Hann hefur verið á sólkolaveiðum fyrir Suðurlandi að undan- förnu og við röbbuðum lítillega við hann um veiðarnar. Fyrst varð okkur fyrir að reyna að átta okkur á nöfnun- um á tegundinni og þá kom á daginn að þau eru að minnsta kosti þrjú, sólkoli, þykkvalúra og lemma, og svo spyrjum við hvaða veiðarfæri séu notuð við veiðarnar. „Við notum dragnót með 120 mm. möskva, 32 faðma langa, erum með 500 faðma vír og 60 faðma skvertóg hvoru megin eöa 120 faðma. Við höfum aðallega verið við Vestmannaeyjar, í álnum upp af eyjunum og eins austan við Elliðaeyna við Róuboðann,- Þetta ererfiðslóð. Svo prófuðum viö í bríaríi vestan við Þorlákshöfnina, útaf Keflavíkinni og það kom þara vel út, en þegar fór að líða á fór að safnast meira drasl á og fór að bera meira á rauðsprettu lika. — Fáið þið ekkert nema sólkolann i nótina? „Jú, það hefur verið svolitið steinbitsblandað. Þó held ég aö megi segja aö gegnum- sneitt sé um 80% af veiðinni sólkoli." — Hver heldurðu að meðal- aflinn i ferð hafi verið? „Við höfum yfirleitt verið úti í tvo daga og landað i Þorláks- höfn. Aflinn hefur yfirleitt verið frá 12 og uppi 17 tonn.“ — Hvað um verðið? „Verðið hefur veriö þokka- legt, með þvi að setja aflann í gáma og senda hann út. Þetta er bara verðlagt eins og skit- fiskur hérna, eins og raunar allurfiskur." — Viltu segja meira um það? „Það er full ástæða til að vekja athygli á því að t.d. eins og með skarkolann, þegar við byrjuðum á þessu fyrir þrem árum var kilóið af honum á kr. 1,30. Mönnum fannst þetta ekki geta staðist. þegar svo var farið að gramsa í verðinu, sem fékkst fyrir hann, þegar búið var að vinna hann hér, þá fór aðeins að rofa til i þessu. Það var hlegið að okkur, fyrir að nenna aö standa i þessu fyrir 1,30. Og þaö er nákvæmlega það sama með sólkolann, hann er allt of lágt verðlagður, hann er 100% dýrari á erlendum mörkuðum heldur en skarkoli og hann er kolvitlaust verð- lagðurhérna." — Hvaö fáiö þiö fyrir kílóiö? „Við sömdum um fast verð í vor og fengum 12 krónur fyrir Víkingur 23

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.