Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Síða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Síða 26
ÞRÆLAHALD Það versta er aö fólk sem vill vinna, veröur aö borga svokallaðan hundaskatt, gjald fyrirað halda vinnunni. 26 Víkingur Áskipumástarinnar Skemmtiferöaskipin eru oft kölluö skip ástarinnar. Engu síöur mætti kalla þau gal- eiöur. Á meðan farþegarnir njóta lífsins í iúxus og óhófi, má áhöfnin erfiða eins og þrælar í iórum skipanna, án frumstæöustu réttinda. Ástandið er ekki jafn vonlaust á öllum skemmtiferöaskipum, en í mörgum þeirra veröur vinnunni helst líkt viö þaö sem verst gerist á skipum, sem sigla undir þægindaflaggi. I Miami í Bandaríkjunum var haldin ráöstefna i janúar i ár, þar sem rætt var um vinnuskil- yröi um borö i stærri skemmti- siglingaskipunum, sem sigla um Karabiska hafið. Þaö var stofnun um réttindi sæfara, sem stóö aö ráöstefnunni i náinni samvinnu viö sjó- mannakirkjuna. Þátttakendur voru bæöi starfsfólk skemmti- feröaskipanna og útgeröar- menn. Svo margir og alvarlegir brestir i starfsaöstööu áhafn- anna voru afhjúpaðir á ráö- stefnunni, að þeir gætu jafnvel haft svo alvarlegar afleiöingar aö þessi þlómlegi atvinnuveg- ur, sem útgerö skemmtisigl- ingaskipa á þessum slóöum er, lognist útaf. Öfl innan kirkj- unnar í Bandarikjunum hafa velt fyrir sér í fullri alvöru aö gripa til róttækra aögerða gegn þvi misrétti sem þarna viögengst. Án allra réttinda Litum á misbrestina. Meöal- laun eru sem nemur um 1.500,00 krónum á viku, sem er óskiljanlega lágt. Vinnu- dagurinn getur oröiö allt aö fjórtán timum. Um helgarfri eða sumarfri er ekki aö ræöa, því aö samningur er gerður til eins árs og á þvi ári er ekki gert ráö fyrir einum einasta fridegi. Til þess aö veröa ráö- inn á skip, verður sjómaðurinn aö leggja inn farseöil heim til sin aftur hjá útgeröinni og verður auövitaö aö borga hann sjálfur. Um borö er ekkert, sem hægt er aö kalla trúnaðar- mannakerfi. Ef einhver kvartar undan aöbúnaöi eöa misgerö- um af einhverju tagi, jafngildir þaö uppsögn. Þjónustufólkið hefur kauptryggingu. Á ráö- stefnunni þekktu menn aöeins til tveggja tilfella, þar sem launþeginn haföi krafist þess aö fá kauptrygginguna greidda, þar sem þjórfé og þjónustugjöld komust hvergi nálægt lofaðri tryggingu. Báöir launþegarnir voru umsvifa- laust reknir. Á þaö er litiö sem sjálfsagt, aö launþegi láti ekki sjá sig á farþegarýminu. Starfsfólkiö, sem sumt þjónar farþegunum á þessum bannsvæðum og framreiöir yfirþyrmandi lúxus, verður sjálft aö láta sér nægja þragðvondan mat og frá heilsufarslegu sjónarmiöi engum bjóöandi. Allt starfsfólk á þessum skipum býr viö afleita aöstöðu, en verst sett er þó þvotta- og ræstingafólkiö, og það er margt. í flestum tilfellum eru störf þess boðin út til undir- verktaka, og siðan reyna bæði útgeröin og verktakinn aö koma allri ábyrgð af sér og yfir á hinn. En þaö allra versta er aö fólk sem vill vinna, veröur aö borga svokallaðan hunda- skatt, gjald fyrir aö halda vinn- unni. Áhugaverö viðskipti Útgerð skemmtiferöaskip- anna er ábatasöm. Erfiöleikar og samdrattur i almennri skipaútgerö síöari ára, hefur á engan hátt snert rekstur þeirra, þau hafa alltaf skilaö gróöa. Engar nákvæmar tölur um fjölda starfsmanna um borö í þessum skipum eru til. En þaö segir nokkra sögu um hversu lifleg þessi viöskipti eru, aö frá Miamihöfn einni leggja 125 skip frá landi á hverjum mánuöi. Meöalfar- þegafjöldi þeirra er 650, svo þaö fer ekki milli mála aö fjöldi starfsmanna er mikill. Englendingar eiga stærsta skemmtiferðaskipaflota heimsins, en næstir koma Norömenn. í flota þessara tveggja þjóöa er rúm fyrir um 12.000 farþega. Svo undar- lega sem þaö kannski hljómar, eru ’ltalir i þriðja sæti, en mjög nærri þeim koma Rússar. Undir rauöa flagginu sigla skemmtiferðaskip bæöi á Miöjaröarhafinu og eystri hluta Atlantshafsins, ásamt Karabiska hafinu. Því er ekki aö leyna aö einkum Englend- ingar hafa nokkrar áhyggjur af verðsamkeppni Sovétmanná. Næst koma Grikkir, Vestur- Þjóðverjar, Frakkar og Pól- verjar. Fyrir utan skip frá þessum þjóöum sigla flest skip á Karabiska hafinu undir fána Bahama, Panama og Liberiu. Þaö er nokkuð erfitt aö átta sig á frá hvaöa þjóöum þau skip eru, í raun og veru, þar sem flest þeirra sigla undir svokölluðu þægindaflaggi.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.