Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Page 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Page 27
Lystisnekkjur á borð við Song of America eru stunduð kölluð skip ástarinnar en kjör áhafnanna bera ekki vott um ástarhug eigendanna í þeirra garð. Norömennirnir skárstir Á ráðstefnunni í Miami var sérstaklega nefnt að Norð- menn skeri sig nokkuð úr, þeir eigi þakkir skildar fyrir að hafa sinnt aðbúnaði áhafnanna betur en aðrar þjóðir, jafnvel á þeim skipum sinum, sem sigla undirþægindaflaggi. Undir norsku flaggi sigla 14 skemmtiferðaskip, þar af niu á Karabiska hafinu. Áhafnirnar á þessum skipum eru vissu- lega litskrúðugar. Til dæmis eru fulltrúar þrjátíu og tveggja þjóða meðal áhafnarinnar á skipinu Norway. Þótt Norð- menn óski frekar eftir „hrein- ræktuðum" mönnum í skips- rúm hjá sér, fylgja þeir ITF reglunum, og önnur launakjör eru þau sömu fyrir alla. Norsku skipaeigendurnir eru þeirrar skoðunar — sam- kvæmt alþjóðlegu áliti — að skip sem hefur gott starfslið, gefi um leið góðan arð. Það er þó alls ekki svo að Norðmenn séu lausirviðöll starfsmanna- vandamál á skipum sinum, en allur aðbúnaður starfsfólks er miklu betri þar, heldur en á skipum annarra þjóða. Þýðing þessarar atvinnugreinar fyrir Norðmenn sést best af því að norska sjómannasambandið hefur skrifstofu i Miami. Þáttur kirkjunnar Ráðstefnan í Miami var skipulögð af rannsóknamið- stöð sem vinnur i nánu sam- starfi við sjómannakirkjuna. Forstöðumaður ráðstefnunn- ar, dr. Paul Chapman, lagði áherslu á að allir forustumenn útgerða skemmtiferðaskip- anna ættu að sameinast. Hann sagði að margir þeirra starfi á heiöarlegan og virð- ingarverðan hátt, en á hinn bóginn væru mannréttinda- brotin um borð i mörgum skip- anna svo alvarleg, að útilokað væri aö horfa á það afskipta- laust. Ýmsa kann að undra þátt kirkjurinar að þessu máli, en þá má upplýsa um að trúfélög í Bandarikjunum hafa iðulega beitt sér á róttækan hátt gegn mannréttindabrotum. Stoliö og stælt úr finnska blaðinu „Sjömannen", þar sem Paunu skrifaði um efnið. Á hafnirnará þessum skipum eru vissulega litskrúðugar. Til dæmis eru fulltrúar þrjátíu og tveggja þjóöa meðal áhafnarinnar á skipinu „Norway“. Víkingur 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.