Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Side 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1984, Side 55
Verðmæti og gæði Jóhann Briem skipuleggjandi gæðaátaks Sjávarútvegsráðuneytisins. húsakeðjum, en það er einmitt þessi flokkur sem greiðir hæsta verðið. Mikilvægi vöru- gæða þarf því ekki að ræða um til þess að halda þessum viðskiptum áfram. Fræðslu og upplýsinga- starfið er skipulagt og sam- tengt með mörgum sjálfstæð- um aðgerðum sem fæstar eru eyrnamerktar sjávarútvegs- ráðuneytinu. Allur undirbún- ingur sliks starfs tekur nokk- urn tíma en lögð var áhersla á að jafnaði sé eitt atriði i gangi i einu, enda myndi samskonar kynningar- og upplýsingastarf aðeins vera leiðinlegt og ekki ná athygli nema i skamma tima. Myndbandagerð Meginþættir starfsins hafa verið: Gerð kynningarmyndar á myndbandi til þess að vekja athygli á þýðingu betri fisk- meðferðar. Þegar hefur verið sýnd mynd i sjónvarpinu og i Myndbandadreifingu Sjó- mannasambands Islands sem er ótrúlega sterkur fjölmiðill og nær til allra sjómanna. Nýlega var lokið við að taka myndir af fiskmeðferð um borð í togara og fóru upptökur fram um borð i Kolbeinsey frá Húsavík. Lokið er við að taka kennslumynd fyrir starfsfólk i hraðfrystihúsum sem erfyrsta myndin sem gerð er hér á landi í þeim tilgangi. Má segja að með þeirri myndgerð sé náð nokkrum áfanga i fræðslumálum þess fólks sem starfar i hraðfrystihúsum en veruleg mannaskipti eru í mörgum þeirra t.d. hjá BLIR í Reykjavik. Verður nýju starfs- fólki væntanlega sýnd myndin áður en það hefur störf. Jafn- framt skapast miklir mögu- leikar á gerð sérmynda t.d. fyr- ir starfsfólk við pökkun og snyrtingu o.s.frv. Um leið og slíkar myndir eru gerðar verða útbúnar myndir fyrir skólakerf- iö en mjög mikill skortur er á sliku efni. Það er þvi mikilvægt að íslenskir skólanemar fái tækifæri til þess að kynnast sjávarútveginum, þvi störf i sjávarútvegi hafa oft ekki ver- iö virt að verðleikum. Islend- ingar byggja efnahagslega af- komu sína á ábyrgðartilfinn- ingu og vandvirkni þess fólks sem dregur fiskinn úr sjó og gerir hann að útflutningshæfri gæðavöru. Næsta verkefni á þessu sviði hlýtur því að vera gerð myndar um markaðsmál þar sem fjallað yrði um neyslu- venjur i hinum ýmsu markaðs- löndum okkar. Mikil þörf er þvi á aö tengja þá sem vinna við framleiðsluna á endanlegri notkun á vörunni svo skilning- „ ...verða útbúnar myndir fyrirskólakerfið en mjög mikill skortur eráslíkuefni.. Víkingur 55

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.